Atkvæðið mitt og atkvæðið þitt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Allt frá því þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en í dreifbýli. Fjöldi þingmanna á hvern íbúa hefur því lengi verið mismikill milli kjördæma og þess vegna hafa áhrif kjósenda í kosningum verið mismikil eftir því hvar þeir búa. Nú má þessi munur því vera allt að tvöfaldur; íbúar í Norðvesturkjördæmi geta haft um tvöfalt fleiri þingmenn á hvern íbúa heldur en íbúar í Suðvesturkjördæmi og hefur hver íbúi því um tvöfalt meiri áhrif á úthlutun þingsæta á Alþingi. Við í Viðreisn teljum það forgangsatriði að stjórnarskránni verði breytt til þess að tryggja að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafn, óháð búsetu þeirra. Fötluð kona í Hafnarfirði á að hafa sama rétt og trillukarl fyrir austan, fyrirtækjaeigandi fyrir vestan á að hafa sama atkvæðisrétt og kennari í Kópavoginum. Jafnréttið er ósköp einfalt. Andstæðingum þessa brýna lýðræðismáls hefur oft og tíðum tekist að gera þetta að baráttu höfuðborgarsvæðis gegn landsbyggðinni. Sú barátta á að vera óþörf. Þingmenn Alþingis eiga að bera hag landsins alls fyrir brjósti og öllum ætti að vera ljóst að sterkt höfuðborgarsvæði þarf á sterkri landsbyggð að halda. Skipting og forgangsröðun verkefna ríkisins þarf að vera tekin á jafnræðisgrundvelli, með þarfir allra kjördæma að leiðarljósi og sífelldum áminningum um að ekkert þeirra megi sitja eftir við útdeilingu sameiginlegra gæða. Við megum ekki vera hrædd við kerfisbreytingar. Íhaldssemin hefur ávallt passað og mun áfram passa upp á sig og sína. Því kerfisbreytingar eru ógnun við valdhafa er sækja völd sín til slíks ójafnræðis sem felst í misvægi atkvæðisréttar. Viðreisn er ekki þannig flokkur og því munum við einhenda okkur í kerfisbreytingar sem auka réttlæti og jafnrétti á Íslandi, öllum til hagsbóta.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Allt frá því þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en í dreifbýli. Fjöldi þingmanna á hvern íbúa hefur því lengi verið mismikill milli kjördæma og þess vegna hafa áhrif kjósenda í kosningum verið mismikil eftir því hvar þeir búa. Nú má þessi munur því vera allt að tvöfaldur; íbúar í Norðvesturkjördæmi geta haft um tvöfalt fleiri þingmenn á hvern íbúa heldur en íbúar í Suðvesturkjördæmi og hefur hver íbúi því um tvöfalt meiri áhrif á úthlutun þingsæta á Alþingi. Við í Viðreisn teljum það forgangsatriði að stjórnarskránni verði breytt til þess að tryggja að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafn, óháð búsetu þeirra. Fötluð kona í Hafnarfirði á að hafa sama rétt og trillukarl fyrir austan, fyrirtækjaeigandi fyrir vestan á að hafa sama atkvæðisrétt og kennari í Kópavoginum. Jafnréttið er ósköp einfalt. Andstæðingum þessa brýna lýðræðismáls hefur oft og tíðum tekist að gera þetta að baráttu höfuðborgarsvæðis gegn landsbyggðinni. Sú barátta á að vera óþörf. Þingmenn Alþingis eiga að bera hag landsins alls fyrir brjósti og öllum ætti að vera ljóst að sterkt höfuðborgarsvæði þarf á sterkri landsbyggð að halda. Skipting og forgangsröðun verkefna ríkisins þarf að vera tekin á jafnræðisgrundvelli, með þarfir allra kjördæma að leiðarljósi og sífelldum áminningum um að ekkert þeirra megi sitja eftir við útdeilingu sameiginlegra gæða. Við megum ekki vera hrædd við kerfisbreytingar. Íhaldssemin hefur ávallt passað og mun áfram passa upp á sig og sína. Því kerfisbreytingar eru ógnun við valdhafa er sækja völd sín til slíks ójafnræðis sem felst í misvægi atkvæðisréttar. Viðreisn er ekki þannig flokkur og því munum við einhenda okkur í kerfisbreytingar sem auka réttlæti og jafnrétti á Íslandi, öllum til hagsbóta.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun