Innlent

Niðurstöður skuggakosninga framhaldsskólanema í takt við kannanir

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Menntaskólinn í Reykjavík var á meðal þátttökuskóla.
Menntaskólinn í Reykjavík var á meðal þátttökuskóla. Vísir/Stefán
Sjálfstæðisflokkur fékk 24,3 prósent atkvæða í skuggakosningum framhaldsskólanema og fengi átján þingmenn. 22 skólar tóku þátt en verkefnið var í umsjón Landssambands æskulýðsfélaga og Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

Niðurstöður kosninganna eru í samræmi við skoðanakannanir undanfarinna daga. Píratar fengu næstflest atkvæði, 18,2 prósent, og þrettán þingmenn. Vinstri græn koma þar á eftir með 15,9 prósent atkvæða og 11 þingmenn.

Framsóknarflokkur fékk níu prósent atkvæða og sex þingmenn en Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking fengju fimm þingmenn kjörna með tæp átta prósent atkvæða hver flokkur.

Aðrir flokkar mælast ekki yfir fimm prósentum og fengu ekki þingmann kjörinn í skuggakosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×