Bein útsending: Risastóri kosningaþátturinn og Íslandsmót í stjórnmálum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2016 20:35 Upp úr klukkan 22 verður skipt yfir í Skaftahlíð þar sem Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson rýna í fyrstu tölur með sérfræðingum. Logi Bergmann tekur skemmtilegan snúning á Alþingiskosningunum í Risastóra kosningaþættinum á Stöð 2 klukkan 20:45. Þátturinn er í opinni dagskrá. Fjöldi gesta mætir í þáttinn og fullyrðir Logi að þeir séu allir skemmtilegir. Ekki nóg með það heldur mun fyrsta Íslandsmótið í stjórnmálum fara fram í þættinum. Ungir frambjóðendur sem eru að stíga sín fyrstu spor í alvöru pólitík, og hafa vanist því nú þegar að rífa kjaft, verða á svæðinu og þá verður farið yfir kosningabaráttuna með pólitískum spekingum.„Þetta verður meiriháttar. Ég lofa,“ segir Logi Bergmann.Púlsinn verður tekinn hjá fólkinu í landinu en fréttamenn Stöðvar 2 verða á vettvangi með puttann á kosningaveislupúlsinum.Uppfært. Útsendingunni er lokið og má sjá upptökur úr þættinum hér fyrir neðan. Í fyrsta hluta þáttarins fékk Logi til sín unga frambjóðendur, Katrínu Atladóttur og Unu Hildardóttur, í sófann. Þar kom Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Spaugstofunni einnig á óvart þegar hann ruddist inn á sýningu þeirra á stóra sviði Þjóðleikhússins. Stórkostleg uppákoma. Síðan komu fulltrúar allra framboða til Loga og tóku þátt í stórskemmtilegri keppni.Í öðrum hluta hélt keppnin milli flokkanna áfram og bjuggu þátttakendur meðal annars til stórkostlegar kökur sem enginn annar en Jói Fel gaf einkunnir fyrir. Kíkt var á kosningavöku Pírata á Bryggjunni þar sem var góð stemmning. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati kom í viðtal en þar var einnig Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingarkona komin til þess að bjóða Helga Hrafni að stofna með sér fyrirtæki.Þriðji hluti er ríflega tvær klukkustunda langur. Þar koma Ágústa Eva og Gunnar Hilmarsson og kynna nýja hljómsveit sína, Sycamore Tree. Snærós Sindradóttir og Harmageddon bræður, Frosti Logason og Þorkell Máni Pétusson, ræða kosningabaráttuna. Hljómsveitin Boogie Trouble tekur lag. Boltinn er síðan gefinn upp í Skaftahlíð eftir um 40 mínútur þar sem Telma Tómasson tekur á móti fyrstu tölum ásamt Höskuldi Kára Schram. Heimir Már Pétursson ræðir pólitíkina við Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismann, Vigdísi Hauksdóttur, sem hættir á þingi nú í kosningunum og Óskar Stein Ómarsson, ritara Samfylkinguna. Kíkt er á kosningavöku Sjálfstæðisflokks og rætt við Óla Björn Kárason og Bjarna Benediktsson formann eftir að fyrstu tölur berast. Einnig er fylgst með ræðu Bjarna þar sem hann talar við flokksmenn. Kíkt er á kosningavöku Pírata þar sem Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgitta Jónsdóttir ræða fyrstu tölur. Þá er rætt við Kristján Þór Júlíusson fyrir norðan. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræðir einnig fyrstu tölur á sinni kosningavöku, sem og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður, á kosningavöku í Framsóknarhúsinu. Þá er farið á Nauthól þar sem stuðningsmenn Viðreisnar komu saman. Þar var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Benedikt Jóhannsson formann. Einnig lá leiðin í Björtuloft í Hörpu þar sem Björt framtíð hittist en þar var rætt við Óttar Proppé formann. Kosningar 2016 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Logi Bergmann tekur skemmtilegan snúning á Alþingiskosningunum í Risastóra kosningaþættinum á Stöð 2 klukkan 20:45. Þátturinn er í opinni dagskrá. Fjöldi gesta mætir í þáttinn og fullyrðir Logi að þeir séu allir skemmtilegir. Ekki nóg með það heldur mun fyrsta Íslandsmótið í stjórnmálum fara fram í þættinum. Ungir frambjóðendur sem eru að stíga sín fyrstu spor í alvöru pólitík, og hafa vanist því nú þegar að rífa kjaft, verða á svæðinu og þá verður farið yfir kosningabaráttuna með pólitískum spekingum.„Þetta verður meiriháttar. Ég lofa,“ segir Logi Bergmann.Púlsinn verður tekinn hjá fólkinu í landinu en fréttamenn Stöðvar 2 verða á vettvangi með puttann á kosningaveislupúlsinum.Uppfært. Útsendingunni er lokið og má sjá upptökur úr þættinum hér fyrir neðan. Í fyrsta hluta þáttarins fékk Logi til sín unga frambjóðendur, Katrínu Atladóttur og Unu Hildardóttur, í sófann. Þar kom Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Spaugstofunni einnig á óvart þegar hann ruddist inn á sýningu þeirra á stóra sviði Þjóðleikhússins. Stórkostleg uppákoma. Síðan komu fulltrúar allra framboða til Loga og tóku þátt í stórskemmtilegri keppni.Í öðrum hluta hélt keppnin milli flokkanna áfram og bjuggu þátttakendur meðal annars til stórkostlegar kökur sem enginn annar en Jói Fel gaf einkunnir fyrir. Kíkt var á kosningavöku Pírata á Bryggjunni þar sem var góð stemmning. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati kom í viðtal en þar var einnig Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingarkona komin til þess að bjóða Helga Hrafni að stofna með sér fyrirtæki.Þriðji hluti er ríflega tvær klukkustunda langur. Þar koma Ágústa Eva og Gunnar Hilmarsson og kynna nýja hljómsveit sína, Sycamore Tree. Snærós Sindradóttir og Harmageddon bræður, Frosti Logason og Þorkell Máni Pétusson, ræða kosningabaráttuna. Hljómsveitin Boogie Trouble tekur lag. Boltinn er síðan gefinn upp í Skaftahlíð eftir um 40 mínútur þar sem Telma Tómasson tekur á móti fyrstu tölum ásamt Höskuldi Kára Schram. Heimir Már Pétursson ræðir pólitíkina við Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismann, Vigdísi Hauksdóttur, sem hættir á þingi nú í kosningunum og Óskar Stein Ómarsson, ritara Samfylkinguna. Kíkt er á kosningavöku Sjálfstæðisflokks og rætt við Óla Björn Kárason og Bjarna Benediktsson formann eftir að fyrstu tölur berast. Einnig er fylgst með ræðu Bjarna þar sem hann talar við flokksmenn. Kíkt er á kosningavöku Pírata þar sem Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgitta Jónsdóttir ræða fyrstu tölur. Þá er rætt við Kristján Þór Júlíusson fyrir norðan. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræðir einnig fyrstu tölur á sinni kosningavöku, sem og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður, á kosningavöku í Framsóknarhúsinu. Þá er farið á Nauthól þar sem stuðningsmenn Viðreisnar komu saman. Þar var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Benedikt Jóhannsson formann. Einnig lá leiðin í Björtuloft í Hörpu þar sem Björt framtíð hittist en þar var rætt við Óttar Proppé formann.
Kosningar 2016 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira