Hafa ekki tölu á þeim fjölmiðlum sem hafa haft samband Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2016 19:57 Hátt í fjörutíu erlendir fréttamenn fylgdu Birgittu Jónsdóttur á kjörstað í dag og munu fylgjast með úrslitum kosninganna á kosningavöku Pírata í kvöld. Jón Þórisson hefur verið tengiliður erlendra fjölmiðla við Pírata síðustu daga og segist ekki hafa tölu á þeim fjölmiðlum sem hafa haft samband. „Það eru um fimmtíu fjölmiðlar á landinu, blaðamenn og fréttamenn, en mun fleiri hafa tekið síma- og Skypeviðtöl við frambjóðendur Pírata,“ segir hann og bætir við að erlendu fjölmiðlarnir hafi einnig haft áhuga á að tala við aðra stjórnmálamenn en fátt sé um svör. „Við höfum verið spurð hvernig hægt sé að ná í íslenska ráðamenn, því erlendir blaðamenn virðast ekki ná tali af hvorki Bjarna Ben né Sigmundi Davíð.“ Jón Þórisson hefur verið önnum kafinn við að svara erlendum fjölmiðlum.vísir/skjáskotLýðræðishugmyndir Pírata og þátttaka ungs fólks í flokknum er það sem fyrst og fremst vekur áhuga erlendra fréttamanna. „Margir sem tala við okkur segja að hér gæti eitthvað verið að fæðast sem gæti haft mikil áhrif á stjórnmál annars staðar í heiminum,“ segir Jón. Fyrirsagnir virtra fjölmiðla víðs vegar um heiminn eru á þá leið að Ísland gæti orðið fyrsta ríkið til að vera stjórnað af Pírötum. Að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gegnsæi og afglæpavæðingu eiturlyfja eigi góðan möguleika á að komast í ríkisstjórn. Anna Gaarslev, fréttamaður Danmarks Radio, segir Panamaskjölin vissulega hafa vakið áhuga heimsbyggðarinnar á íslenskum stjórnmálum en að vinsældir Pírataflokksins í kjölfarið sé ástæðan fyrir komu þeirra til landsins. „Þetta er það nýja á þessu ári, Pírataflokkurinn. Þetta er þróun sem hefur borist til Íslands, tilhneiging sem við sjáum í svo mörgum öðrum löndum. Í Evrópu sjáum við til dæmis Fimm stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, og Podemos á Spáni. Þetta eru flokkar sem segja: Ættum við ekki að gera þetta öðruvísi? Gerum eitthvað nýtt. Valdapólitíkin er dauð,“ segir fréttamaðurinn danski. Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Hátt í fjörutíu erlendir fréttamenn fylgdu Birgittu Jónsdóttur á kjörstað í dag og munu fylgjast með úrslitum kosninganna á kosningavöku Pírata í kvöld. Jón Þórisson hefur verið tengiliður erlendra fjölmiðla við Pírata síðustu daga og segist ekki hafa tölu á þeim fjölmiðlum sem hafa haft samband. „Það eru um fimmtíu fjölmiðlar á landinu, blaðamenn og fréttamenn, en mun fleiri hafa tekið síma- og Skypeviðtöl við frambjóðendur Pírata,“ segir hann og bætir við að erlendu fjölmiðlarnir hafi einnig haft áhuga á að tala við aðra stjórnmálamenn en fátt sé um svör. „Við höfum verið spurð hvernig hægt sé að ná í íslenska ráðamenn, því erlendir blaðamenn virðast ekki ná tali af hvorki Bjarna Ben né Sigmundi Davíð.“ Jón Þórisson hefur verið önnum kafinn við að svara erlendum fjölmiðlum.vísir/skjáskotLýðræðishugmyndir Pírata og þátttaka ungs fólks í flokknum er það sem fyrst og fremst vekur áhuga erlendra fréttamanna. „Margir sem tala við okkur segja að hér gæti eitthvað verið að fæðast sem gæti haft mikil áhrif á stjórnmál annars staðar í heiminum,“ segir Jón. Fyrirsagnir virtra fjölmiðla víðs vegar um heiminn eru á þá leið að Ísland gæti orðið fyrsta ríkið til að vera stjórnað af Pírötum. Að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gegnsæi og afglæpavæðingu eiturlyfja eigi góðan möguleika á að komast í ríkisstjórn. Anna Gaarslev, fréttamaður Danmarks Radio, segir Panamaskjölin vissulega hafa vakið áhuga heimsbyggðarinnar á íslenskum stjórnmálum en að vinsældir Pírataflokksins í kjölfarið sé ástæðan fyrir komu þeirra til landsins. „Þetta er það nýja á þessu ári, Pírataflokkurinn. Þetta er þróun sem hefur borist til Íslands, tilhneiging sem við sjáum í svo mörgum öðrum löndum. Í Evrópu sjáum við til dæmis Fimm stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, og Podemos á Spáni. Þetta eru flokkar sem segja: Ættum við ekki að gera þetta öðruvísi? Gerum eitthvað nýtt. Valdapólitíkin er dauð,“ segir fréttamaðurinn danski.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira