Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. október 2016 21:45 Það virðast liltar líkur á að vinstristjórn gangi upp en Katrín segir samstarf VG og Sjálfstæðisflokks ekki líklegt. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir enga málefnalega samleið milli síns flokks og þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. „Núverandi stjórnarflokkar hafa rekið mjög harða hægristefnu, allt frá því að þeir tóku við. Það hafa verið lækkaðar álögur á efnamesta fólkið í samfélaginu. Hér var sagt áðan að leiðréttingin hefði skilað sér til tekjulágra hópa. Samkvæmt skýrslu sem fjármálráðherra lagði sjálfur fram skilaði hún sér einmitt til tekjuhærri hópa og eignameiri hópa. Á sama tíma hefur ekki verið unnið í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín Margir hafa velt því upp síðustu daga hvort að möguleiki sé á samstarfi milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var því haldið fram að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður Vinstri grænna, hefði haldið slíku fram á fundi í Grímsey. Steingrímur þvertók þó fyrir það. Þá hafa Píratar, Vinstri Græn, Samfylking og Björt framtíð lýst yfir vilja til samstarfs að loknum kosningum, en allt útlit er fyrir að þeir flokkar nái ekki þingmeirihluta.Engin málefnaleg samleið„Ég segi það, það hlýtur hver maður að sjá að málefnaleg samleið með okkur í VG, sem viljum hafa réttlátt skattkerfi, þar sem þeir sem eiga mestan auð og mest fjármagn eru skattlagðir hlutfallslega meira en lágtekjufólkið og millitekjufólkið sem heldur hér uppi þessu landi. Það er afar ólíklegt í mínum huga og ég hef ekki séð neina málefnalega samleið með þessu. Við erum að tala fyrir skýrum breytingum, við erum að tala fyrir auknum jöfnuði og jöfnum tækifærum,“ sagði Katrín jafnframt á RÚV í kvöld Þóra Arnórsdóttir, einn umsjónarmaður þáttarins, ynnti þá Katrínu eftir skýru svari. „Þetta var algjörlega skýrt svar. Það er engin málefnaleg samleið á milli. Við í VG erum ekki að fara í ríkisstjórn til þess að hafa engin áhrif.“ Vinstri græn mælast með í kringum 17 prósent í öllum nýjustu könnunum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27 Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir enga málefnalega samleið milli síns flokks og þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. „Núverandi stjórnarflokkar hafa rekið mjög harða hægristefnu, allt frá því að þeir tóku við. Það hafa verið lækkaðar álögur á efnamesta fólkið í samfélaginu. Hér var sagt áðan að leiðréttingin hefði skilað sér til tekjulágra hópa. Samkvæmt skýrslu sem fjármálráðherra lagði sjálfur fram skilaði hún sér einmitt til tekjuhærri hópa og eignameiri hópa. Á sama tíma hefur ekki verið unnið í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín Margir hafa velt því upp síðustu daga hvort að möguleiki sé á samstarfi milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var því haldið fram að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður Vinstri grænna, hefði haldið slíku fram á fundi í Grímsey. Steingrímur þvertók þó fyrir það. Þá hafa Píratar, Vinstri Græn, Samfylking og Björt framtíð lýst yfir vilja til samstarfs að loknum kosningum, en allt útlit er fyrir að þeir flokkar nái ekki þingmeirihluta.Engin málefnaleg samleið„Ég segi það, það hlýtur hver maður að sjá að málefnaleg samleið með okkur í VG, sem viljum hafa réttlátt skattkerfi, þar sem þeir sem eiga mestan auð og mest fjármagn eru skattlagðir hlutfallslega meira en lágtekjufólkið og millitekjufólkið sem heldur hér uppi þessu landi. Það er afar ólíklegt í mínum huga og ég hef ekki séð neina málefnalega samleið með þessu. Við erum að tala fyrir skýrum breytingum, við erum að tala fyrir auknum jöfnuði og jöfnum tækifærum,“ sagði Katrín jafnframt á RÚV í kvöld Þóra Arnórsdóttir, einn umsjónarmaður þáttarins, ynnti þá Katrínu eftir skýru svari. „Þetta var algjörlega skýrt svar. Það er engin málefnaleg samleið á milli. Við í VG erum ekki að fara í ríkisstjórn til þess að hafa engin áhrif.“ Vinstri græn mælast með í kringum 17 prósent í öllum nýjustu könnunum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27 Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27
Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00
Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38