Kosningahelgin frá A til Ö: Ítarleg umfjöllun á fréttastofu 365 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2016 17:00 Fréttamenn á fréttastofu 365 verða með puttann á púlsinum um kosningahelgina. Vísir/Stefán Klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 29. október, opna flestir kjörstaðir landsins og landsmenn geta gengið til kosninga. Um leið fer í hönd mikil fréttahelgi þar sem fréttastofa 365 mun leggja sig alla fram um að koma helstu fregnum af gangi mála í kosningunum til lesenda, áhorfenda og áheyrenda sinna. Að neðan má sjá nokkrar vörður í dagskrá fréttastofunnar svo landsmenn viti nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig þeir geta fylgst með gangi mála. Kosningavaktin á Vísi hefst snemma í fyrramálið og verða fréttamenn á vöktum á vefnum allan sólarhringinn, alla helgina. Teknir verða snúningar á öllum helstu málum sem koma upp, kjörtölur settar fram um leið og þær berast og fylgst með stöðunni út um allt land. Landsmenn eru sem fyrr hvattir til að senda ábendingar og myndir frá kosningahelginni á ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis.Að nýta kjörseðilinn til fullnustu Í Fréttablaðinu á morgun er fréttaskýring um hvernig er hægt að hámarka nýtni kjörseðilins með nákvæmum leiðbeiningum fyrir kjósendur. Einnig eru kjördagar og kjörsókn á Íslandi skoðuð í sögulegu ljósi og stefna flokkanna er útskýrð á gamansaman hátt fyrir þá sem hafa engan áhuga á kosningum. Á laugardagskvöldið verður Logi Bergmann með Risastóra kosningaþáttinn þar sem skemmtilegur snúningur verður tekinn á kosningunum. Þegar kjörstöðum lokar klukkan 22 tekur fréttastofan við keflinu af Loga. Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson verða í aðalhlutverkum ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 sem flakka á milli kosningavaka flokkanna og taka viðtöl við helstu persónur og leikendur kosninganna.Kynningu á Risastóra kosningaþættinum má sjá í spilaranum að neðan.Öll kosningaumfjöllun á Stöð 2 um helgina er í opinni dagskrá og einnig á Vísi. Þá munu allar upptökur verða um leið aðgengilegar á Vísi.Laugardagur06:00 Fréttablaðið borið út 07:00 Kosningavaktin hefst á Vísi 09:00 Kjörstaðir opna 10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 20:45 Stóri kosningaþátturinn með Loga Bergmann á Stöð 2 22:00 Kjörstaðir loka. Fyrstu tölur berast í hús. Fréttastofa tekur við kosningaþættinumSunnudagur10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 10:05 Sprengisandur á Bylgjunni (bein sjónvarpsútsending á Vísi) 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 og umræðuþáttur í stjórn Heimis Más 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 24:00 Kosningavaktinni lýkur á VísiMánudagur06:00 Fréttablaðið borið út. Kosningahelgin gerð upp. Kosningar 2016 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 29. október, opna flestir kjörstaðir landsins og landsmenn geta gengið til kosninga. Um leið fer í hönd mikil fréttahelgi þar sem fréttastofa 365 mun leggja sig alla fram um að koma helstu fregnum af gangi mála í kosningunum til lesenda, áhorfenda og áheyrenda sinna. Að neðan má sjá nokkrar vörður í dagskrá fréttastofunnar svo landsmenn viti nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig þeir geta fylgst með gangi mála. Kosningavaktin á Vísi hefst snemma í fyrramálið og verða fréttamenn á vöktum á vefnum allan sólarhringinn, alla helgina. Teknir verða snúningar á öllum helstu málum sem koma upp, kjörtölur settar fram um leið og þær berast og fylgst með stöðunni út um allt land. Landsmenn eru sem fyrr hvattir til að senda ábendingar og myndir frá kosningahelginni á ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis.Að nýta kjörseðilinn til fullnustu Í Fréttablaðinu á morgun er fréttaskýring um hvernig er hægt að hámarka nýtni kjörseðilins með nákvæmum leiðbeiningum fyrir kjósendur. Einnig eru kjördagar og kjörsókn á Íslandi skoðuð í sögulegu ljósi og stefna flokkanna er útskýrð á gamansaman hátt fyrir þá sem hafa engan áhuga á kosningum. Á laugardagskvöldið verður Logi Bergmann með Risastóra kosningaþáttinn þar sem skemmtilegur snúningur verður tekinn á kosningunum. Þegar kjörstöðum lokar klukkan 22 tekur fréttastofan við keflinu af Loga. Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson verða í aðalhlutverkum ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 sem flakka á milli kosningavaka flokkanna og taka viðtöl við helstu persónur og leikendur kosninganna.Kynningu á Risastóra kosningaþættinum má sjá í spilaranum að neðan.Öll kosningaumfjöllun á Stöð 2 um helgina er í opinni dagskrá og einnig á Vísi. Þá munu allar upptökur verða um leið aðgengilegar á Vísi.Laugardagur06:00 Fréttablaðið borið út 07:00 Kosningavaktin hefst á Vísi 09:00 Kjörstaðir opna 10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 20:45 Stóri kosningaþátturinn með Loga Bergmann á Stöð 2 22:00 Kjörstaðir loka. Fyrstu tölur berast í hús. Fréttastofa tekur við kosningaþættinumSunnudagur10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 10:05 Sprengisandur á Bylgjunni (bein sjónvarpsútsending á Vísi) 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 og umræðuþáttur í stjórn Heimis Más 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 24:00 Kosningavaktinni lýkur á VísiMánudagur06:00 Fréttablaðið borið út. Kosningahelgin gerð upp.
Kosningar 2016 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent