Kosningahelgin frá A til Ö: Ítarleg umfjöllun á fréttastofu 365 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2016 17:00 Fréttamenn á fréttastofu 365 verða með puttann á púlsinum um kosningahelgina. Vísir/Stefán Klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 29. október, opna flestir kjörstaðir landsins og landsmenn geta gengið til kosninga. Um leið fer í hönd mikil fréttahelgi þar sem fréttastofa 365 mun leggja sig alla fram um að koma helstu fregnum af gangi mála í kosningunum til lesenda, áhorfenda og áheyrenda sinna. Að neðan má sjá nokkrar vörður í dagskrá fréttastofunnar svo landsmenn viti nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig þeir geta fylgst með gangi mála. Kosningavaktin á Vísi hefst snemma í fyrramálið og verða fréttamenn á vöktum á vefnum allan sólarhringinn, alla helgina. Teknir verða snúningar á öllum helstu málum sem koma upp, kjörtölur settar fram um leið og þær berast og fylgst með stöðunni út um allt land. Landsmenn eru sem fyrr hvattir til að senda ábendingar og myndir frá kosningahelginni á ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis.Að nýta kjörseðilinn til fullnustu Í Fréttablaðinu á morgun er fréttaskýring um hvernig er hægt að hámarka nýtni kjörseðilins með nákvæmum leiðbeiningum fyrir kjósendur. Einnig eru kjördagar og kjörsókn á Íslandi skoðuð í sögulegu ljósi og stefna flokkanna er útskýrð á gamansaman hátt fyrir þá sem hafa engan áhuga á kosningum. Á laugardagskvöldið verður Logi Bergmann með Risastóra kosningaþáttinn þar sem skemmtilegur snúningur verður tekinn á kosningunum. Þegar kjörstöðum lokar klukkan 22 tekur fréttastofan við keflinu af Loga. Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson verða í aðalhlutverkum ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 sem flakka á milli kosningavaka flokkanna og taka viðtöl við helstu persónur og leikendur kosninganna.Kynningu á Risastóra kosningaþættinum má sjá í spilaranum að neðan.Öll kosningaumfjöllun á Stöð 2 um helgina er í opinni dagskrá og einnig á Vísi. Þá munu allar upptökur verða um leið aðgengilegar á Vísi.Laugardagur06:00 Fréttablaðið borið út 07:00 Kosningavaktin hefst á Vísi 09:00 Kjörstaðir opna 10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 20:45 Stóri kosningaþátturinn með Loga Bergmann á Stöð 2 22:00 Kjörstaðir loka. Fyrstu tölur berast í hús. Fréttastofa tekur við kosningaþættinumSunnudagur10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 10:05 Sprengisandur á Bylgjunni (bein sjónvarpsútsending á Vísi) 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 og umræðuþáttur í stjórn Heimis Más 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 24:00 Kosningavaktinni lýkur á VísiMánudagur06:00 Fréttablaðið borið út. Kosningahelgin gerð upp. Kosningar 2016 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 29. október, opna flestir kjörstaðir landsins og landsmenn geta gengið til kosninga. Um leið fer í hönd mikil fréttahelgi þar sem fréttastofa 365 mun leggja sig alla fram um að koma helstu fregnum af gangi mála í kosningunum til lesenda, áhorfenda og áheyrenda sinna. Að neðan má sjá nokkrar vörður í dagskrá fréttastofunnar svo landsmenn viti nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig þeir geta fylgst með gangi mála. Kosningavaktin á Vísi hefst snemma í fyrramálið og verða fréttamenn á vöktum á vefnum allan sólarhringinn, alla helgina. Teknir verða snúningar á öllum helstu málum sem koma upp, kjörtölur settar fram um leið og þær berast og fylgst með stöðunni út um allt land. Landsmenn eru sem fyrr hvattir til að senda ábendingar og myndir frá kosningahelginni á ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis.Að nýta kjörseðilinn til fullnustu Í Fréttablaðinu á morgun er fréttaskýring um hvernig er hægt að hámarka nýtni kjörseðilins með nákvæmum leiðbeiningum fyrir kjósendur. Einnig eru kjördagar og kjörsókn á Íslandi skoðuð í sögulegu ljósi og stefna flokkanna er útskýrð á gamansaman hátt fyrir þá sem hafa engan áhuga á kosningum. Á laugardagskvöldið verður Logi Bergmann með Risastóra kosningaþáttinn þar sem skemmtilegur snúningur verður tekinn á kosningunum. Þegar kjörstöðum lokar klukkan 22 tekur fréttastofan við keflinu af Loga. Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson verða í aðalhlutverkum ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 sem flakka á milli kosningavaka flokkanna og taka viðtöl við helstu persónur og leikendur kosninganna.Kynningu á Risastóra kosningaþættinum má sjá í spilaranum að neðan.Öll kosningaumfjöllun á Stöð 2 um helgina er í opinni dagskrá og einnig á Vísi. Þá munu allar upptökur verða um leið aðgengilegar á Vísi.Laugardagur06:00 Fréttablaðið borið út 07:00 Kosningavaktin hefst á Vísi 09:00 Kjörstaðir opna 10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 20:45 Stóri kosningaþátturinn með Loga Bergmann á Stöð 2 22:00 Kjörstaðir loka. Fyrstu tölur berast í hús. Fréttastofa tekur við kosningaþættinumSunnudagur10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 10:05 Sprengisandur á Bylgjunni (bein sjónvarpsútsending á Vísi) 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 og umræðuþáttur í stjórn Heimis Más 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 24:00 Kosningavaktinni lýkur á VísiMánudagur06:00 Fréttablaðið borið út. Kosningahelgin gerð upp.
Kosningar 2016 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira