Saka Eygló um blekkingarleik af verstu gerð Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2016 09:57 Ellen Calmon er formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Anton Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að öryrkjar hafi ekki fengið kjarabætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÖBÍ þar sem brugðist er við orðum Eyglóar, sem hún lét falla í fréttum RÚV 9. október. Segir að með yfirlýsingu sinni hafi ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. „Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega. ÖBÍ tók virkan þátt í starfi nefndar um endurskoðun laga um almannatrygginga. ÖBÍ skilaði meðal annars skýrslu til nefndarinnar í maí 2015 með tillögum bandalagsins að heildstæðu starfsgetumatskerfi og framfærslu á grundvelli þess. Lagðar voru til breytingar á kerfinu sem hefðu falið í sér sátt og málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar. Nær ekkert tillit var tekið til tillagna ÖBÍ í skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Niðurstöður nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar voru einfaldlega aðrar en þær sem ÖBÍ lagði til. Bandalagið gat því ekki skrifað undir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og skilaði séráliti. Í framhaldi af skýrslu nefndarinnar var ákveðið að vinna að frumvarpi að lögum. Frumvarpið átti að grundvallast af tillögum nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar voru allar hugmyndir ÖBÍ barðar niður og því var rökrétt að bandalagið gæti ekki tekið þátt í slíkri vinnu. Mikilvægt er einnig að vekja athylgi á því að kerfisbreytingar eru ekki skilyrði þess að hagur fólks sé bættur. Nauðsynlegar úrbætur, s.s. að taka úr krónu á móti krónu skerðingar (sérstöku framfærsluuppbótina), er hægt að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi og án þess að taka upp starfsgetumat. Það ætti að teljast augljóst að ráðherra getur einfaldlega ekki varpað frá sér ábyrgðinni af því að hækka ekki lífeyrisgreiðslur til annarra en þeirra sem tóku þátt í endanlegri ákvörðun. Grundvallaratriði málsins er að bættur hagur örorkulífeyrisþega er alltaf ákvörðun stjórnvalda á hverjum tíma. ÖBÍ hefur aldrei og mun aldrei standa gegn bættum hag örorkulífeyrisþega. Að halda öðru fram eru blekkingarleikur af verstu gerð,“ segir í yfirlýsingunni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að öryrkjar hafi ekki fengið kjarabætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÖBÍ þar sem brugðist er við orðum Eyglóar, sem hún lét falla í fréttum RÚV 9. október. Segir að með yfirlýsingu sinni hafi ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. „Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega. ÖBÍ tók virkan þátt í starfi nefndar um endurskoðun laga um almannatrygginga. ÖBÍ skilaði meðal annars skýrslu til nefndarinnar í maí 2015 með tillögum bandalagsins að heildstæðu starfsgetumatskerfi og framfærslu á grundvelli þess. Lagðar voru til breytingar á kerfinu sem hefðu falið í sér sátt og málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar. Nær ekkert tillit var tekið til tillagna ÖBÍ í skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Niðurstöður nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar voru einfaldlega aðrar en þær sem ÖBÍ lagði til. Bandalagið gat því ekki skrifað undir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og skilaði séráliti. Í framhaldi af skýrslu nefndarinnar var ákveðið að vinna að frumvarpi að lögum. Frumvarpið átti að grundvallast af tillögum nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar voru allar hugmyndir ÖBÍ barðar niður og því var rökrétt að bandalagið gæti ekki tekið þátt í slíkri vinnu. Mikilvægt er einnig að vekja athylgi á því að kerfisbreytingar eru ekki skilyrði þess að hagur fólks sé bættur. Nauðsynlegar úrbætur, s.s. að taka úr krónu á móti krónu skerðingar (sérstöku framfærsluuppbótina), er hægt að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi og án þess að taka upp starfsgetumat. Það ætti að teljast augljóst að ráðherra getur einfaldlega ekki varpað frá sér ábyrgðinni af því að hækka ekki lífeyrisgreiðslur til annarra en þeirra sem tóku þátt í endanlegri ákvörðun. Grundvallaratriði málsins er að bættur hagur örorkulífeyrisþega er alltaf ákvörðun stjórnvalda á hverjum tíma. ÖBÍ hefur aldrei og mun aldrei standa gegn bættum hag örorkulífeyrisþega. Að halda öðru fram eru blekkingarleikur af verstu gerð,“ segir í yfirlýsingunni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13