Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2016 19:30 Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50