Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2016 19:30 Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50