Sprengjum ferðamannabóluna Vésteinn Valgarðsson skrifar 28. október 2016 07:00 Í síðustu viku birti Seðlabankinn útreikninga sem sýndu að Ísland stæði frammi fyrir miklum samdrætti ef ferðamönnum fækkaði skyndilega. Engan ætti að undra það. Við höfum nú í nokkur ár setið ofan á bólu sem blæs upp og bíður eftir að springa.Þegar Spánn hrundi Ætli fólk viti almennt hvernig kreppan á Spáni kom til? Þið vitið, sem þeir hafa verið í síðan 2008 og hafa ekki ennþá rétt úr kútnum eftir. Fyrir kreppu var meiriháttar uppgangur í byggingu sumarhúsa. Þau ruku upp eins og enginn væri morgundagurinn. Hinn dæmigerði kaupandi var Þjóðverji á eftirlaunum. Verktakar skuldsettir spönsku bönkunum, sem aftur voru skuldsettir Deutsche Bank. Þegar þýska hagkerfið sló feilpúst 2008 (feilpúst, ekki hrun), hvað ætli hafi verið það fyrsta sem ráðdeildarsamir eldri Þjóðverjar hættu að kaupa sér? Rétt til getið: annað heimili í sólinni. Þegar eftirspurnin hætti að aukast og aukast, hrundi sumarhúsabólan og verktakarnir fóru á hausinn. Skuldirnar féllu á spönsku bankana og þeir fóru líka á hausinn. Til að skuldirnar féllu þá ekki á Deutsche Bank (hamingjan veit hvað hefði þá fallið næst) sáu þýska ríkisstjórnin og ESB til þess að spanska ríkið tæki skuldirnar á sig. Hagsýnir, Þjóðverjarnir. Spánn er ennþá sem tröllriðinn. Þar er ennþá annað hvert ungmenni atvinnulaust.Hver á að búa á öllum hótelunum? Víkur nú sögunni aftur til Íslands. Segjum að það komi kreppa í löndunum sem ferðamennirnir koma frá. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Hvað ætli verði það fyrsta sem fólk hættir að kaupa sér? Ætli það verði ekki flúðasiglingaævintýrið á Íslandi? Ef ferðamennirnir yrðu aftur „bara“ jafnmargir og árið 2012 yrði ný kreppa: Seðlabankinn spáir 10% samdrætti í útflutningi, 6,5% atvinnuleysi fyrsta árið og 7,9% árið eftir. Landsframleiðsla dregst saman um 3,9% fyrsta árið og önnur 1,3% árið eftir.Spánn norðursins? Hvað ber að gera? Bíða og vona það besta? Það er öruggasta leiðin til þess að allt fari á versta veg. Við munum detta úr þessum söðli. Spurningin er: Hvað ætlum við að detta langt? Það á tafarlaust að auka gjaldtöku á ferðamannaiðnaðinn. Ekki bara til þess að standa undir kostnaði hins opinbera af honum, heldur líka beinlínis til að vinna bug á vexti hans og búa okkur undir skellinn. Það er sárt, en það verður mun sárara ef ekkert er gert. Og fyrir alla muni: Ekki inn í ESB. Ef þeir sliguðu Spán, hvað gera þeir þá við okkur?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birti Seðlabankinn útreikninga sem sýndu að Ísland stæði frammi fyrir miklum samdrætti ef ferðamönnum fækkaði skyndilega. Engan ætti að undra það. Við höfum nú í nokkur ár setið ofan á bólu sem blæs upp og bíður eftir að springa.Þegar Spánn hrundi Ætli fólk viti almennt hvernig kreppan á Spáni kom til? Þið vitið, sem þeir hafa verið í síðan 2008 og hafa ekki ennþá rétt úr kútnum eftir. Fyrir kreppu var meiriháttar uppgangur í byggingu sumarhúsa. Þau ruku upp eins og enginn væri morgundagurinn. Hinn dæmigerði kaupandi var Þjóðverji á eftirlaunum. Verktakar skuldsettir spönsku bönkunum, sem aftur voru skuldsettir Deutsche Bank. Þegar þýska hagkerfið sló feilpúst 2008 (feilpúst, ekki hrun), hvað ætli hafi verið það fyrsta sem ráðdeildarsamir eldri Þjóðverjar hættu að kaupa sér? Rétt til getið: annað heimili í sólinni. Þegar eftirspurnin hætti að aukast og aukast, hrundi sumarhúsabólan og verktakarnir fóru á hausinn. Skuldirnar féllu á spönsku bankana og þeir fóru líka á hausinn. Til að skuldirnar féllu þá ekki á Deutsche Bank (hamingjan veit hvað hefði þá fallið næst) sáu þýska ríkisstjórnin og ESB til þess að spanska ríkið tæki skuldirnar á sig. Hagsýnir, Þjóðverjarnir. Spánn er ennþá sem tröllriðinn. Þar er ennþá annað hvert ungmenni atvinnulaust.Hver á að búa á öllum hótelunum? Víkur nú sögunni aftur til Íslands. Segjum að það komi kreppa í löndunum sem ferðamennirnir koma frá. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Hvað ætli verði það fyrsta sem fólk hættir að kaupa sér? Ætli það verði ekki flúðasiglingaævintýrið á Íslandi? Ef ferðamennirnir yrðu aftur „bara“ jafnmargir og árið 2012 yrði ný kreppa: Seðlabankinn spáir 10% samdrætti í útflutningi, 6,5% atvinnuleysi fyrsta árið og 7,9% árið eftir. Landsframleiðsla dregst saman um 3,9% fyrsta árið og önnur 1,3% árið eftir.Spánn norðursins? Hvað ber að gera? Bíða og vona það besta? Það er öruggasta leiðin til þess að allt fari á versta veg. Við munum detta úr þessum söðli. Spurningin er: Hvað ætlum við að detta langt? Það á tafarlaust að auka gjaldtöku á ferðamannaiðnaðinn. Ekki bara til þess að standa undir kostnaði hins opinbera af honum, heldur líka beinlínis til að vinna bug á vexti hans og búa okkur undir skellinn. Það er sárt, en það verður mun sárara ef ekkert er gert. Og fyrir alla muni: Ekki inn í ESB. Ef þeir sliguðu Spán, hvað gera þeir þá við okkur?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun