Gunnar Bragi: „Mér urðu á smávægileg mistök“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. október 2016 16:31 Gunnar Bragi er ánægður með nýja stjórn Matís. Vísir/Stefán „Ég gekk í þetta verk núna og mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstaklingi í formennskuna. Það reyndist rangt. Ég fór þá í að leiðrétta það en það er það sem við erum að gera núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skipan einstaklinga í stjórn Matís. Brynhildur Davíðsdóttir hafði verið skipuð til að gegna formennsku í stjórninni og hafði hún verið kjörin á aðalfundi. Hún hafði hinsvegar hafnað boðinu um stjórnarsetuna. Gunnar Bragi hefur gert það að tillögu sinni að Sjöfn Sigurgísladóttir taki við formennskunni. „Ætlun mín var að hafa stjórnarformanninn úr háskólasamfélaginu, með slíka reynslu. Ég er mjög ánægður með að Sjöfn Sigurgísladóttir ætlar að taka þetta að sér. Hún var forstjóri Matís einu sinni þannig að ég er kátur með þetta.“Sjá: Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum. Friðrik Friðriksson, fráfarandi formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að vinnubrögð Gunnars Braga væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik. Gunnar Bragi er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sýnt fram á ámælisverð vinnubrögð. Gunnar Bragi skipaði þá aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís.Sjá: Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmanna sinn í stjórn Matís. Þetta hefur sætt gagnrýni enda stutt í að kjörtímabilinu lýkur. Gunnar Bragi blæs á slíka gagnrýni og segir að tafir á málinu í sumar orsaki það að skipunin gekk í gegn svo seint. „Út úr stjórninni fóru aðilar sem tengjast bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og in fara aðilar sem tengjast báðum flokkum. Allt hæfir einstaklingar með góða reynslu og góða menntun. Þannig að ég blæs á slíkt,“ segir hann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
„Ég gekk í þetta verk núna og mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstaklingi í formennskuna. Það reyndist rangt. Ég fór þá í að leiðrétta það en það er það sem við erum að gera núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skipan einstaklinga í stjórn Matís. Brynhildur Davíðsdóttir hafði verið skipuð til að gegna formennsku í stjórninni og hafði hún verið kjörin á aðalfundi. Hún hafði hinsvegar hafnað boðinu um stjórnarsetuna. Gunnar Bragi hefur gert það að tillögu sinni að Sjöfn Sigurgísladóttir taki við formennskunni. „Ætlun mín var að hafa stjórnarformanninn úr háskólasamfélaginu, með slíka reynslu. Ég er mjög ánægður með að Sjöfn Sigurgísladóttir ætlar að taka þetta að sér. Hún var forstjóri Matís einu sinni þannig að ég er kátur með þetta.“Sjá: Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum. Friðrik Friðriksson, fráfarandi formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að vinnubrögð Gunnars Braga væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik. Gunnar Bragi er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sýnt fram á ámælisverð vinnubrögð. Gunnar Bragi skipaði þá aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís.Sjá: Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmanna sinn í stjórn Matís. Þetta hefur sætt gagnrýni enda stutt í að kjörtímabilinu lýkur. Gunnar Bragi blæs á slíka gagnrýni og segir að tafir á málinu í sumar orsaki það að skipunin gekk í gegn svo seint. „Út úr stjórninni fóru aðilar sem tengjast bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og in fara aðilar sem tengjast báðum flokkum. Allt hæfir einstaklingar með góða reynslu og góða menntun. Þannig að ég blæs á slíkt,“ segir hann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00
Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00