„Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2016 13:09 Björt Ólafsdóttir vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum, enda séu flokkarnir afar ólíkir. Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag. „Það hefur töluvert verið rætt um stjórnarsamstarf til hægri eða vinstri og við í Bjartri framtíð höfum verið skilgreind svolítið út og suður. Við ætlum bara að fá að gera það sjálf og lýsa okkar afstöðu til mögulegs stjórnarsamstarfs,“ segir Björt í samtali við Vísi, aðspurð um hvers eðlis blaðamannafundurinn í dag verður . Formenn Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sendu frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem þeir segja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar, fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum, ásamt því sem þeir telji samstarf þessara flokka skýran valkost við núverandi stjórnarflokka. Björt segir að ekki sé um stjórnarmyndunarviðræður að ræða, enda séu þær ótímabærar á þessari stundu. „Við getum ekki farið í stjórnarmyndunarumræður fyrr en fólk er búið að kjósa. Það er bara svoleiðis. Þetta eru ekki stjórnarmyndunarumræður heldur telja flokkarnir jákvætt að fara í samstarf er úrslit kosninganna fara þannig. Á þessum tveimur stuttu fundum sem hafa verið höfum við ekkert rætt málefnin eða hvar flokkarnir eru ósammála, heldur aðallega hvar flokkarnir eru sammála,“ útskýrir hún. Björt segir að áherslur Bjartrar framtíðar verði kynntar, því flokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að þeirra mál nái fram að ganga; þ.e kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, jöfnun atkvæðisréttar og fullt kjörtímabil. Hins vegar segir hún að flokkurinn sé reiðubúin til að starfa með hvaða flokki sem er, nema Íslensku þjóðfylkingunni, náist sátt um þessi mál. „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur. Það er hægt að skilgreina aðra sem vinstri flokka en við erum ekki þar í mörgum málum. Ef af þessu verður og ef kjósendur vilja það þá verða áherslur okkar svona. Við viljum vera mjög skýr með það fyrir kosningar. Við erum frjálslyndur, grænn, miðjuflokkur og það eru okkar áherslur, sem þýðir miklar kerfisbreytingar,“ segir Björt Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum, enda séu flokkarnir afar ólíkir. Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag. „Það hefur töluvert verið rætt um stjórnarsamstarf til hægri eða vinstri og við í Bjartri framtíð höfum verið skilgreind svolítið út og suður. Við ætlum bara að fá að gera það sjálf og lýsa okkar afstöðu til mögulegs stjórnarsamstarfs,“ segir Björt í samtali við Vísi, aðspurð um hvers eðlis blaðamannafundurinn í dag verður . Formenn Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sendu frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem þeir segja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar, fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum, ásamt því sem þeir telji samstarf þessara flokka skýran valkost við núverandi stjórnarflokka. Björt segir að ekki sé um stjórnarmyndunarviðræður að ræða, enda séu þær ótímabærar á þessari stundu. „Við getum ekki farið í stjórnarmyndunarumræður fyrr en fólk er búið að kjósa. Það er bara svoleiðis. Þetta eru ekki stjórnarmyndunarumræður heldur telja flokkarnir jákvætt að fara í samstarf er úrslit kosninganna fara þannig. Á þessum tveimur stuttu fundum sem hafa verið höfum við ekkert rætt málefnin eða hvar flokkarnir eru ósammála, heldur aðallega hvar flokkarnir eru sammála,“ útskýrir hún. Björt segir að áherslur Bjartrar framtíðar verði kynntar, því flokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að þeirra mál nái fram að ganga; þ.e kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, jöfnun atkvæðisréttar og fullt kjörtímabil. Hins vegar segir hún að flokkurinn sé reiðubúin til að starfa með hvaða flokki sem er, nema Íslensku þjóðfylkingunni, náist sátt um þessi mál. „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur. Það er hægt að skilgreina aðra sem vinstri flokka en við erum ekki þar í mörgum málum. Ef af þessu verður og ef kjósendur vilja það þá verða áherslur okkar svona. Við viljum vera mjög skýr með það fyrir kosningar. Við erum frjálslyndur, grænn, miðjuflokkur og það eru okkar áherslur, sem þýðir miklar kerfisbreytingar,“ segir Björt
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49