„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2016 12:37 „Það sem kom út úr þessum fundi er að þessir flokkar lýsa sínum eindregna vilja til þess ef þeir fá til þess umboð kjósenda að setjast niður að loknum kosningum og láta reyna á myndun meirihlutastjórnar og við teljum að þessi samtöl hafi sýnt að það er mikill samhljómur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fjölmiðla eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna í morgun. Í kjölfar fundarins sendu formenna allra flokkanna, það er Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að fái þeir til þess meirihluta í kosningunum á laugardag þá muni þeir kanna möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi. Katrín tók það fram að það eigi eftir að kjósa. „Við metum stöðuna út frá umboði almennings það er auðvitað fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið að sjálfsögðu en þarna er vilji þessara flokka staðfestur til þess að láta reyna á samstarf.“ Að sögn Katrínar er ekki búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptinu ráðuneyta. Það sé bara búið að fara yfir þessar stóru línur.Segir að Píratar vilji vera sveigjanlegir Birgitta Jónsdóttir Pírati segir það algjörlega ljóst að nái þessir flokkar meirihluta þá ætli þeir að hefja viðræður um stjórnarmyndun. „Við viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið,“ sagði Birgitta við fjölmiðla eftir fundinn í dag. „Nú höfum við gert það sem hefur verið kallað lengi eftir í íslensku samfélagi fyrir kosningar að það sé skýr valkostur fyrir kosnignar og ef að þú greiðir þessum flokkum atkvæði þá ertu ekki að greiða atkvæði með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.“ Birgitta segir ekki sé byrjað að semja um neitt formlega en að í viðræðunum muni Píratar vera sveigjanlegir, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. „Við Píratar munum að sjálfsgöðu gera allt sem í okkar valdi stendur að fara í þannig umræður að við séum sveigjanleg. Við erum ekki þannig að við viljum eyðileggja möguleikann á því að geta haldið þessu samtali áfram eftir kosningar út af einhverju sem að maður myndi telja að væri eitthvað sem margir litu ekki á sem forgangsmál.“Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við formenn flokkanna eftir fundinn í dag og má sjá viðtölin í myndskeiðinu efst í fréttinni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
„Það sem kom út úr þessum fundi er að þessir flokkar lýsa sínum eindregna vilja til þess ef þeir fá til þess umboð kjósenda að setjast niður að loknum kosningum og láta reyna á myndun meirihlutastjórnar og við teljum að þessi samtöl hafi sýnt að það er mikill samhljómur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fjölmiðla eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna í morgun. Í kjölfar fundarins sendu formenna allra flokkanna, það er Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að fái þeir til þess meirihluta í kosningunum á laugardag þá muni þeir kanna möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi. Katrín tók það fram að það eigi eftir að kjósa. „Við metum stöðuna út frá umboði almennings það er auðvitað fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið að sjálfsögðu en þarna er vilji þessara flokka staðfestur til þess að láta reyna á samstarf.“ Að sögn Katrínar er ekki búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptinu ráðuneyta. Það sé bara búið að fara yfir þessar stóru línur.Segir að Píratar vilji vera sveigjanlegir Birgitta Jónsdóttir Pírati segir það algjörlega ljóst að nái þessir flokkar meirihluta þá ætli þeir að hefja viðræður um stjórnarmyndun. „Við viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið,“ sagði Birgitta við fjölmiðla eftir fundinn í dag. „Nú höfum við gert það sem hefur verið kallað lengi eftir í íslensku samfélagi fyrir kosningar að það sé skýr valkostur fyrir kosnignar og ef að þú greiðir þessum flokkum atkvæði þá ertu ekki að greiða atkvæði með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.“ Birgitta segir ekki sé byrjað að semja um neitt formlega en að í viðræðunum muni Píratar vera sveigjanlegir, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. „Við Píratar munum að sjálfsgöðu gera allt sem í okkar valdi stendur að fara í þannig umræður að við séum sveigjanleg. Við erum ekki þannig að við viljum eyðileggja möguleikann á því að geta haldið þessu samtali áfram eftir kosningar út af einhverju sem að maður myndi telja að væri eitthvað sem margir litu ekki á sem forgangsmál.“Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við formenn flokkanna eftir fundinn í dag og má sjá viðtölin í myndskeiðinu efst í fréttinni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49