Háir vextir og verðbólga - myntráð er lausnin Sturla Rafn Guðmundsson skrifar 27. október 2016 10:52 Á ungt fólk sér ekki viðreisnar von á Íslandi og eru verðbólga og háir vextir lögmál sem ekki er hægt að komast út úr? Frá því að ég fór í nám til Danmörku 1975 hef ég verið Evrópusinni. Þá þegar hafði ég eignast íbúð þar sem lánin voru að hluta til verðtryggð og það vara sama hvað ég borgaðI aldrei lækkuðu lánin. Einn danskur bekkjafélagi átti einnig íbúð en hans lán lækkuðu, það var enginn í bekknum sem skyldi að til væri kerfi sem væri svo fjandsamlegt lántakanum. Nú eru liðin 40 ár og enn býr fólk við þetta fjandsamlega kerfi og að auki himinháa vexti. Lítið hefur breyst og allavega ekki til batnaðar því nú getur ungt fólk ekki eignast íbúð, sem ég þó gat. Ísland hefur valið sér sömu gildi og aðrar Evrópuþjóðir. Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Nato. Þjóðin gerir kröfur um sömu menntun, atvinnutækifæri og lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir og í því sambandi tekið þátt í EES samstarfinu, sem hefur veitt okkur aðgang að innrimarkaði Evrópu. Um þetta hefur ríkt samstaða á alþingi, sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn, að minnstakosti hafa ekki komið fram tillögur að breyta þessu. Viðreisn hefur lagt til að fasttengja krónuna við annan gjaldmiðil með svo kölluðu myntráði. Með því myndi skapast gengisstöðugleiki og vaxtamunur við útlönd minnka verulega til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulífið. Andstæðingar okkar hafa jafngilt þessu og að ganga í ESB, sem er algjör fjarstæða, enda eru mörg lönd sem nýta sér þessa aðferð með góðum árangri ekki einusinni í Evrópu. Útflutningur okkar til Evrópulanda er um 85% af heildarútflutningi okkar. Innflutningur okkar frá þessu sömu löndum er um 50% og viðskipti okkar í Evrum og dönskum krónum er um 40%. Við höfum tekið um upp tvo þriðju af tilskipunum EES og við viljum taka upp norrræna módelið í samskiptum atvinnurekanda og launþega og lifistandard eins og á hinum Norðurlöndum. Ég verð að segja að mig setur hljóðan, þegar ég hugsa til þeirra sem finna ESB allt til foráttu, en aðillast samt það sem ég hef lýst hér á undan. Það var athyglisvert að heyra núverandi fosætisráðherra og formann Framsóknarflokksins segja, að á Íslandi væru okurvextir, en þessi orð lét hann fall í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudag. Hann taldi að það mætti lækka vexti á Íslandi en Seðlabankinn héldi stýrivöxtum of háum. Hann vildi samt ekki fasttengja krónuna og þar með koma í veg fyrir verðbólgu. Þá veltir maður fyrir sér hverjum er Seðlabankinn að þjóna og hvernig má það vera, að kjörnir fulltrúar hafa enga möguleika á að breyta stefnu Seðlabankans, ef þeir í raun og veru vilja. Líklegast er hér um að loforð að ræða sem verður gleymt í næstu viku eins og svo oft áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar einnig um að lækka vexti með stöðugleika í efnahagsmálum sem engri ríkisstjórn hefur enn tekist að efna. Viðreisn er með lausn, sem tekur bæði á verðbólgu og háum vöxtum, og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Gefur ungu fólki möguleika á að eignast húsnæði, öðrum að endurfjármagna óhagstæð lán og sparar ríkinu milljarða í vaxtagreiðslur, sem nýtast þá í að styrkja innviðina, sem ekki er vanþörf á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á ungt fólk sér ekki viðreisnar von á Íslandi og eru verðbólga og háir vextir lögmál sem ekki er hægt að komast út úr? Frá því að ég fór í nám til Danmörku 1975 hef ég verið Evrópusinni. Þá þegar hafði ég eignast íbúð þar sem lánin voru að hluta til verðtryggð og það vara sama hvað ég borgaðI aldrei lækkuðu lánin. Einn danskur bekkjafélagi átti einnig íbúð en hans lán lækkuðu, það var enginn í bekknum sem skyldi að til væri kerfi sem væri svo fjandsamlegt lántakanum. Nú eru liðin 40 ár og enn býr fólk við þetta fjandsamlega kerfi og að auki himinháa vexti. Lítið hefur breyst og allavega ekki til batnaðar því nú getur ungt fólk ekki eignast íbúð, sem ég þó gat. Ísland hefur valið sér sömu gildi og aðrar Evrópuþjóðir. Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Nato. Þjóðin gerir kröfur um sömu menntun, atvinnutækifæri og lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir og í því sambandi tekið þátt í EES samstarfinu, sem hefur veitt okkur aðgang að innrimarkaði Evrópu. Um þetta hefur ríkt samstaða á alþingi, sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn, að minnstakosti hafa ekki komið fram tillögur að breyta þessu. Viðreisn hefur lagt til að fasttengja krónuna við annan gjaldmiðil með svo kölluðu myntráði. Með því myndi skapast gengisstöðugleiki og vaxtamunur við útlönd minnka verulega til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulífið. Andstæðingar okkar hafa jafngilt þessu og að ganga í ESB, sem er algjör fjarstæða, enda eru mörg lönd sem nýta sér þessa aðferð með góðum árangri ekki einusinni í Evrópu. Útflutningur okkar til Evrópulanda er um 85% af heildarútflutningi okkar. Innflutningur okkar frá þessu sömu löndum er um 50% og viðskipti okkar í Evrum og dönskum krónum er um 40%. Við höfum tekið um upp tvo þriðju af tilskipunum EES og við viljum taka upp norrræna módelið í samskiptum atvinnurekanda og launþega og lifistandard eins og á hinum Norðurlöndum. Ég verð að segja að mig setur hljóðan, þegar ég hugsa til þeirra sem finna ESB allt til foráttu, en aðillast samt það sem ég hef lýst hér á undan. Það var athyglisvert að heyra núverandi fosætisráðherra og formann Framsóknarflokksins segja, að á Íslandi væru okurvextir, en þessi orð lét hann fall í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudag. Hann taldi að það mætti lækka vexti á Íslandi en Seðlabankinn héldi stýrivöxtum of háum. Hann vildi samt ekki fasttengja krónuna og þar með koma í veg fyrir verðbólgu. Þá veltir maður fyrir sér hverjum er Seðlabankinn að þjóna og hvernig má það vera, að kjörnir fulltrúar hafa enga möguleika á að breyta stefnu Seðlabankans, ef þeir í raun og veru vilja. Líklegast er hér um að loforð að ræða sem verður gleymt í næstu viku eins og svo oft áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar einnig um að lækka vexti með stöðugleika í efnahagsmálum sem engri ríkisstjórn hefur enn tekist að efna. Viðreisn er með lausn, sem tekur bæði á verðbólgu og háum vöxtum, og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Gefur ungu fólki möguleika á að eignast húsnæði, öðrum að endurfjármagna óhagstæð lán og sparar ríkinu milljarða í vaxtagreiðslur, sem nýtast þá í að styrkja innviðina, sem ekki er vanþörf á.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun