Það varð alvarlegt bílslys! Guðlaugur Þór Þórðarson og Vilhjálmur Árnason skrifar 27. október 2016 07:00 Hver kannast ekki við fyrirsögn af þessum toga? Hún vekur ótta og kvíða hjá flestum og fólk veigrar sér við að lesa fréttina sem fylgir af ótta við að þekkja þann eða þá sem hún fjallar um. Váfréttir í þessum dúr eru því miður alltof algengar. Um 200 einstaklingar slasast alvarlega, eða láta lífið, á hverju einasta ári. Þetta eru slys sem skilja eftir sig mikinn harmleik í samfélaginu og skilja oft á tíðum ungt og efnilegt fólk eftir örkumla eða það kveður heiminn langt fyrir aldur fram. Þá leggja svona slys gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið og kosta samfélagið okkar um það bil 50 milljarða á ári. Eftir stendur því stóra spurningin, þarf þetta raunverulega að vera svona?Lausnirnar eru til staðar Við búum svo vel á Íslandi að eiga til mikið af gögnum um slys og ástæður þeirra, ástand vegakerfisins o.s.frv. Þá eru til alþjóðleg kerfi eins og Eurotrap, Vita og fleiri sem vinna með þau gögn sem við eigum. Með því að móta skýra stefnu og setja sér markmið er hægt að nýta þessi gögn til að útrýma umferðarslysum.Stefnum á 5 stjörnur Við eigum því að setja okkur þá stefnu að hér á landi verði 5 stjörnu bílar, 5 stjörnu ökumenn og 5 stjörnu vegakerfi. Öruggari bílar, svokallaðir 5 stjörnu bílar, eru komnir til sögunnar. Koma þeirra á markaðinn hefur orðið til þess að líkurnar á því að ökumenn og farþegar bifreiða lifi af umferðaróhöpp hafa aukist, auk þess sem hættan á að þeir slasist alvarlega hefur minnkað. Orsök rúmlega 90% umferðarslysa má rekja til mannlegra mistaka. Það er hægt að ná góðum árangri í að gera fólk að 5 stjörnu ökumönnum með auknu eftirliti lögreglu og öflugri umferðarfræðslu. Mikilvægt er þó að vegirnir séu einnig 5 stjörnu svo hægt sé draga úr mistökum ökumanna og lágmarka skaðann þegar þau eiga sér stað.Góðar fyrirmyndir Í dag eru þrjú lönd til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Svíþjóð hefur sett sér markmið um að 75% ferða verði á öruggum vegum árið 2020. Holland segir lágmark 3 stjörnur á helstu vegum fyrir 2020 og Nýja-Sjáland vill 4 stjörnur fyrir alla þjóðfélagslega mikilvæga vegi. Þess má geta að Alþjóðabankinn lánar ekki til vegaframkvæmda nema hönnun vegarins uppfylli 3 stjörnu markmið.Fækkum váfréttunum Við leggjum því til að í fyrsta áfanga verði byrjað á að bregðast við á slysamestu og áhættusömustu vegum landsins með nauðsynlegum endurbótum; að stefna verði sett um að allir vegir með umferð upp á 10.000 bíla eða meira á dag verði 5 stjörnu og að vegir með 5 til 10 þúsund bíla verði 4 stjörnu vegir. Þannig myndum við á skömmum tíma fækka alvarlegum umferðarslysum um helming. Leggjum okkar af mörkum til að draga úr váfréttunum og komum Íslandi á rétta leið í umferðaröryggi. Setjum X við D.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við fyrirsögn af þessum toga? Hún vekur ótta og kvíða hjá flestum og fólk veigrar sér við að lesa fréttina sem fylgir af ótta við að þekkja þann eða þá sem hún fjallar um. Váfréttir í þessum dúr eru því miður alltof algengar. Um 200 einstaklingar slasast alvarlega, eða láta lífið, á hverju einasta ári. Þetta eru slys sem skilja eftir sig mikinn harmleik í samfélaginu og skilja oft á tíðum ungt og efnilegt fólk eftir örkumla eða það kveður heiminn langt fyrir aldur fram. Þá leggja svona slys gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið og kosta samfélagið okkar um það bil 50 milljarða á ári. Eftir stendur því stóra spurningin, þarf þetta raunverulega að vera svona?Lausnirnar eru til staðar Við búum svo vel á Íslandi að eiga til mikið af gögnum um slys og ástæður þeirra, ástand vegakerfisins o.s.frv. Þá eru til alþjóðleg kerfi eins og Eurotrap, Vita og fleiri sem vinna með þau gögn sem við eigum. Með því að móta skýra stefnu og setja sér markmið er hægt að nýta þessi gögn til að útrýma umferðarslysum.Stefnum á 5 stjörnur Við eigum því að setja okkur þá stefnu að hér á landi verði 5 stjörnu bílar, 5 stjörnu ökumenn og 5 stjörnu vegakerfi. Öruggari bílar, svokallaðir 5 stjörnu bílar, eru komnir til sögunnar. Koma þeirra á markaðinn hefur orðið til þess að líkurnar á því að ökumenn og farþegar bifreiða lifi af umferðaróhöpp hafa aukist, auk þess sem hættan á að þeir slasist alvarlega hefur minnkað. Orsök rúmlega 90% umferðarslysa má rekja til mannlegra mistaka. Það er hægt að ná góðum árangri í að gera fólk að 5 stjörnu ökumönnum með auknu eftirliti lögreglu og öflugri umferðarfræðslu. Mikilvægt er þó að vegirnir séu einnig 5 stjörnu svo hægt sé draga úr mistökum ökumanna og lágmarka skaðann þegar þau eiga sér stað.Góðar fyrirmyndir Í dag eru þrjú lönd til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Svíþjóð hefur sett sér markmið um að 75% ferða verði á öruggum vegum árið 2020. Holland segir lágmark 3 stjörnur á helstu vegum fyrir 2020 og Nýja-Sjáland vill 4 stjörnur fyrir alla þjóðfélagslega mikilvæga vegi. Þess má geta að Alþjóðabankinn lánar ekki til vegaframkvæmda nema hönnun vegarins uppfylli 3 stjörnu markmið.Fækkum váfréttunum Við leggjum því til að í fyrsta áfanga verði byrjað á að bregðast við á slysamestu og áhættusömustu vegum landsins með nauðsynlegum endurbótum; að stefna verði sett um að allir vegir með umferð upp á 10.000 bíla eða meira á dag verði 5 stjörnu og að vegir með 5 til 10 þúsund bíla verði 4 stjörnu vegir. Þannig myndum við á skömmum tíma fækka alvarlegum umferðarslysum um helming. Leggjum okkar af mörkum til að draga úr váfréttunum og komum Íslandi á rétta leið í umferðaröryggi. Setjum X við D.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun