Þegar Hallgrímskirkja var vígð við sögulega athöfn Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. október 2016 10:00 Hallgrímskirkja er ein glæsilegasta bygging borgarinnar og þótt víðar væri leitað. Vísir/GVA Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var Hallgrímskirkja vígð og við það tækifæri gengu 2.000 kirkjugestir til altaris, sem var þá met. Kirkjan var að mestu leyti fjármögnuð af einstaklingum og einstaklega mikil sjálfboðavinna fór í að undirbúa vígsluathöfnina. 41 ár í byggingu Bygging Hallgrímskirkju hófst árið 1941 og stóð yfir allt til ársins 1986 þegar hún var vígð og er þessi 41 árs byggingarsaga sú lengsta nokkurrar byggingar hérlendis. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins var arkitekt Hallgrímskirkju en hann var fenginn til að teikna kirkju í Skólavörðuholtinu árið 1937. „Það var mikill spenningur síðustu vikurnar hvort þetta hefðist í tæka tíð sem og það gerði með miklum glæsibrag. Þarna voru flestir prestar landsins viðstaddir og Vigdís forseti, Jón Helgason kirkjumálaráðherra líka og svo biskupar frá Norðurlöndunum. Messunni var sjónvarpað sem var mikil nýbreytni, ég held að kirkjuvígslu hafi ekki verið sjónvarpað áður,“ segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem á þessum tíma var sóknarprestur í Hallgrímssókn og viðstaddur vígsluna. „Það var mikið lagt í söng – Mótettukórinn og sálmar eftir Hallgrím Pétursson, útsetningar eftir Þorkel Sigurbjörnsson – mjög glæsilegar. Þetta var einhver allra fjölmennasta messa sem hafði verið fram að þessu og fjölmennasta altarisganga Íslandssögunnar var fullyrt – sumir sögðu að þarna hefðu verið fimmtán hundruð manns.“ Feðgarnir Gói, Karl og Sigurbjörn hjálpa til við að koma Hallgrímskirkju í stand kortér fyrir vígslu. Gríðarmikil sjálfboðavinna Árið 1948 var fyrsti áfangi kirkjunnar tilbúinn en það var kapellan undir núverandi kór kirkjunnar. Árið 1974 voru turninn og kirkjuvængirnir með nýrri kapellu fullgerðir og síðan að lokum árið 1986 var kirkjuskipið vígt og var það gert á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. „Það átti að ljúka kirkjunni árið 1974 en þá voru 300 ár liðin frá andláti Hallgríms Péturssonar, en hann dó árið 1674 – en það tókst nú ekki og þá var stefnt á 200 ára afmæli Reykjavíkur,“ segir Karl. Árið 1992 var orgelið vígt. Það var smíðað af þýskum orgelsmiðum og er 15 metra hátt, 25 tonn að þyngd og er stærsta kirkjuorgel á landinu. Fjármögnun orgelsins fór meðal annars þannig fram að einstaklingar og fyrirtæki gátu keypt pípur í orgelinu sem svo voru merktar kaupendum. „Það sem er sérstakt við bygginguna og það sem ég held að sé einsdæmi við byggingu opinberrar byggingar á Íslandi var að hún var meira og minna fjármögnuð af einstaklingum og sjálfboðavinna var gríðarmikil. Þegar verið var að undirbúa vígsluna kom fjöldi fólks að því að undirbúa hana – hreinsa útbyggingar eftir iðnaðarmennina og gera klárt fyrir vígsluathöfnina, bera inn stóla og bekki. Þetta voru allt sjálfboðaliðar sem unnu myrkranna á milli og miklu meira en það,“ segir Karl en hann tók að sjálfsögðu sjálfur þátt í að vinna við að koma öllu þarna í stand fyrir stóru stundina ásamt föður sínum og syni. Reykjavík Hallgrímskirkja Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var Hallgrímskirkja vígð og við það tækifæri gengu 2.000 kirkjugestir til altaris, sem var þá met. Kirkjan var að mestu leyti fjármögnuð af einstaklingum og einstaklega mikil sjálfboðavinna fór í að undirbúa vígsluathöfnina. 41 ár í byggingu Bygging Hallgrímskirkju hófst árið 1941 og stóð yfir allt til ársins 1986 þegar hún var vígð og er þessi 41 árs byggingarsaga sú lengsta nokkurrar byggingar hérlendis. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins var arkitekt Hallgrímskirkju en hann var fenginn til að teikna kirkju í Skólavörðuholtinu árið 1937. „Það var mikill spenningur síðustu vikurnar hvort þetta hefðist í tæka tíð sem og það gerði með miklum glæsibrag. Þarna voru flestir prestar landsins viðstaddir og Vigdís forseti, Jón Helgason kirkjumálaráðherra líka og svo biskupar frá Norðurlöndunum. Messunni var sjónvarpað sem var mikil nýbreytni, ég held að kirkjuvígslu hafi ekki verið sjónvarpað áður,“ segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem á þessum tíma var sóknarprestur í Hallgrímssókn og viðstaddur vígsluna. „Það var mikið lagt í söng – Mótettukórinn og sálmar eftir Hallgrím Pétursson, útsetningar eftir Þorkel Sigurbjörnsson – mjög glæsilegar. Þetta var einhver allra fjölmennasta messa sem hafði verið fram að þessu og fjölmennasta altarisganga Íslandssögunnar var fullyrt – sumir sögðu að þarna hefðu verið fimmtán hundruð manns.“ Feðgarnir Gói, Karl og Sigurbjörn hjálpa til við að koma Hallgrímskirkju í stand kortér fyrir vígslu. Gríðarmikil sjálfboðavinna Árið 1948 var fyrsti áfangi kirkjunnar tilbúinn en það var kapellan undir núverandi kór kirkjunnar. Árið 1974 voru turninn og kirkjuvængirnir með nýrri kapellu fullgerðir og síðan að lokum árið 1986 var kirkjuskipið vígt og var það gert á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. „Það átti að ljúka kirkjunni árið 1974 en þá voru 300 ár liðin frá andláti Hallgríms Péturssonar, en hann dó árið 1674 – en það tókst nú ekki og þá var stefnt á 200 ára afmæli Reykjavíkur,“ segir Karl. Árið 1992 var orgelið vígt. Það var smíðað af þýskum orgelsmiðum og er 15 metra hátt, 25 tonn að þyngd og er stærsta kirkjuorgel á landinu. Fjármögnun orgelsins fór meðal annars þannig fram að einstaklingar og fyrirtæki gátu keypt pípur í orgelinu sem svo voru merktar kaupendum. „Það sem er sérstakt við bygginguna og það sem ég held að sé einsdæmi við byggingu opinberrar byggingar á Íslandi var að hún var meira og minna fjármögnuð af einstaklingum og sjálfboðavinna var gríðarmikil. Þegar verið var að undirbúa vígsluna kom fjöldi fólks að því að undirbúa hana – hreinsa útbyggingar eftir iðnaðarmennina og gera klárt fyrir vígsluathöfnina, bera inn stóla og bekki. Þetta voru allt sjálfboðaliðar sem unnu myrkranna á milli og miklu meira en það,“ segir Karl en hann tók að sjálfsögðu sjálfur þátt í að vinna við að koma öllu þarna í stand fyrir stóru stundina ásamt föður sínum og syni.
Reykjavík Hallgrímskirkja Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira