Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn birti myndband á Facebook þar sem mátti sjá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra skreyta köku. Mynd/Skjáskot Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við myndina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar.Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á samfélagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóðendur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á samfélagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélagsmiðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlutfall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoðanir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikilvæga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóðendum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðardóttur þar sem hún útskýrir kvótakerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur innkoma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Facebook og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Facebook, að honum sýnist Sjálfstæðismenn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um framboð sitt á samfélagsmiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við myndina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar.Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á samfélagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóðendur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á samfélagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélagsmiðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlutfall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoðanir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikilvæga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóðendum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðardóttur þar sem hún útskýrir kvótakerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur innkoma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Facebook og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Facebook, að honum sýnist Sjálfstæðismenn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um framboð sitt á samfélagsmiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira