Fótbolti

Karma heimsótti Glódísi Perlu eftir hrekkinn í Kína | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eins og kom fram í gærkvöldi var Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, busuð eftir að hún spilaði fyrsta landsleikinn.

Berglind stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 sigri gegn Úsbekistan í gærmorgun í lokaleik stelpnanna okkar á Sincere-æfingamótinu í Kína.

Í miðju viðtali við Stöð 2 fékk hún sturtu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Söndru Maríu Jessen en markvörðurinn ungi tók hrekknum vel - vildi bara að passað yrði upp á símann hennar.

Karma bankaði upp á hjá Glódísi Perlu skömmu síðar þegar hún var að stilla sér upp fyrir myndatöku ásamt framherjanum Berglindi Björg Þorvaldsdóttur.

Þegar þær brostu sínu breiðasta áður en smellt var af fór úðarakerfið á vellinum í Chongqing í gang og sprautaði beint á Glódísi og Berglindi. Sandra slapp þó með skrekkinn.

Þetta náðist á myndband þegar Freyr Alexandersson var í viðtali við Stöð 2 eftir leikinn en atvikið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu.

Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag.

Dagný: Mikilvægt að vinna síðasta leik ársins

Dagný Brynjarsdóttir var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×