LeBron bað um ís og að sjálfsögðu fékk kóngurinn ís Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 17:00 LeBron James og dóttir hans á góðri stundu. Vísir/Getty LeBron James er ekki kallaður kóngurinn í NBA-körfuboltanum að ástæðulausu. Það sem kóngurinn vill mun kóngurinn fá. Gott dæmi um það er umgjörðin í kringum fyrsta leik Cleveland Cavaliers liðsins sem NBA-meistari. NBA-deildin hefst í kvöld með leik Cleveland Cavaliers og New York Knicks en fyrir leikinn verður sérstök verðlaunahátíð í Quicken Loans höllinni þar sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Cleveland liðsins á síðasta ári fá afhenta meistarahringi sína. Á sama tíma á hafnarboltavellinum við hliðina mun Cleveland Indians liðið spila fyrsta leikinn í úrslitum hafnarbolta deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn frá 1997 sem hafnarboltalið Cleveland spilar til úrslita og það er einmitt á sama kvöldi og körfuboltalið borgarinnar tekur við hringunum sínum. LeBron James var spurður um það í síðustu viku hvort það væri eitthvað sem honum dytti í hug til að gera þetta kvöld enn betra. Svar hans var: „Ég veit það ekki, kannski að hafa ísbíl fyrir utan báðar hallirnar á sama tíma líka. Það yrði rúsínan í pylsuendanum (ísinn á toppi kökunnar),“ svaraði LeBron James. Blue Bunny ísgerðin stökk til að varð við ósk kóngsins í Cleveland. Ísgerðin mun mæta með ísbíl og bjóða stuðningsmönnum Cleveland-liðanna upp á frían ís fyrir leikina. Cleveland Cavaliers ætlar líka að byrja sinn leik hálftíma fyrr til að auðvelda stuðningsfólki sínu að fylgjast með báðum leikjum þetta risakvöld í íþróttasögu Cleveland-borgar. Það verður allt að gerast í Cleveland í kvöld.Hey Cleveland, @KingJames asked for an ice cream truck to make tomorrow even more fun. Free ice cream is coming – see you soon! #WonForAll pic.twitter.com/mndv7TsJtB— Blue_Bunny (@Blue_Bunny) October 24, 2016 NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
LeBron James er ekki kallaður kóngurinn í NBA-körfuboltanum að ástæðulausu. Það sem kóngurinn vill mun kóngurinn fá. Gott dæmi um það er umgjörðin í kringum fyrsta leik Cleveland Cavaliers liðsins sem NBA-meistari. NBA-deildin hefst í kvöld með leik Cleveland Cavaliers og New York Knicks en fyrir leikinn verður sérstök verðlaunahátíð í Quicken Loans höllinni þar sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Cleveland liðsins á síðasta ári fá afhenta meistarahringi sína. Á sama tíma á hafnarboltavellinum við hliðina mun Cleveland Indians liðið spila fyrsta leikinn í úrslitum hafnarbolta deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn frá 1997 sem hafnarboltalið Cleveland spilar til úrslita og það er einmitt á sama kvöldi og körfuboltalið borgarinnar tekur við hringunum sínum. LeBron James var spurður um það í síðustu viku hvort það væri eitthvað sem honum dytti í hug til að gera þetta kvöld enn betra. Svar hans var: „Ég veit það ekki, kannski að hafa ísbíl fyrir utan báðar hallirnar á sama tíma líka. Það yrði rúsínan í pylsuendanum (ísinn á toppi kökunnar),“ svaraði LeBron James. Blue Bunny ísgerðin stökk til að varð við ósk kóngsins í Cleveland. Ísgerðin mun mæta með ísbíl og bjóða stuðningsmönnum Cleveland-liðanna upp á frían ís fyrir leikina. Cleveland Cavaliers ætlar líka að byrja sinn leik hálftíma fyrr til að auðvelda stuðningsfólki sínu að fylgjast með báðum leikjum þetta risakvöld í íþróttasögu Cleveland-borgar. Það verður allt að gerast í Cleveland í kvöld.Hey Cleveland, @KingJames asked for an ice cream truck to make tomorrow even more fun. Free ice cream is coming – see you soon! #WonForAll pic.twitter.com/mndv7TsJtB— Blue_Bunny (@Blue_Bunny) October 24, 2016
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira