Elliði til varnar Smára McCarthy og stærðfræðikunnáttu hans Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2016 12:59 Fátt er nú meira rætt á samfélagsmiðlum en stærðfræðimenntun Smára McCarthy. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og gegnheill og grjótharður Sjálfstæðismaður, hefur óvænt risið upp til varnar Smára McCarthy Pírata og efasemdum um stærðfræðiþekkingu hans. Elliði upplýsir að hann hefi kennt Smára stærðfærði 313 í framhaldsskóla og fullyrðir að „Smári náði ágætis tökum á tölfræði hjá sér, þar með talin Pearsons r, þáttagreiningu og fl. Það mun án vafa nýtast honum á nýjum vettvangi,“ segir Elliði. Ekki þarf að vera bókmenntafræðingur eða lærður í textagreiningu til að átta sig á því að bæjarstjórinn hefur ákaflega gaman að þessum vandræðagangi Smára, sem er einn helsti foringi Pírata. Heit umræða hefur geisað á Facebook um stærðfræðikunnáttu Smára McCarthy og það að hann hafi orðið uppvís af að ljúga til um gráðu.Sigrún Helga Lund var í stærðfræðinámi á sama tíma og Smári McCarthy í Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmÞannig er að Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, setti fram athugasemd þess efnis að Smári hafi ekki klárað nema helminginn af námi sínu og henni finnst skrítið að athugasemdir við námsferil hans komi fram núna, rétt fyrir kosningar. Eyjan fjallaði um málið. Og þá það að hann hafi verið titlaður stærðfræðingur. Sigrún Helga er einn frambjóðenda Viðreisnar.Smári leggur spilin á borðið umsvifalaust Viðar Þorsteinsson heimsspekingur spyr Smára hreint út á Facebooksíðu sinni hvernig hann skýri það að hafa sagst með B.Sc. gráðu á ferilskrá á LnikedIn ef hann lauk aldrei náminu? Smári leggur umsvifalaust öll spil á borðið: „Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“Sigmundur Davíð og Smári McCarthy Óneitanlega minnir þetta mál á það sem snéri að meintu doktorsprófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Einn þeirra sem lætur sig málið varða er foringi Framsóknarmanna eystra, Stefán Bogi Sveinsson, og honum þykir gæta tvískinnungs í því samhengi: „Áhugaverða sniðmengi* dagsins: Fólk sem fór mikinn í umræðu um það hvort Sigmundur Davíð hefði sagt ósatt um menntun sína annars vegar, en finnst það óþarfa smásmuguháttur og til marks um óheiðarlega pólitík að draga athygli að misræmi milli þess sem Smári McCarthy hefur sagt um menntun sína og veruleikans. Hef óljósan grun um að blaðamenn séu einkennilega stór hluti þessa mengis. *Það eru engar líkur á að ég noti þetta hugtak rétt, því ég er alls ekki stærðfræðingur, bara svo því sé til haga haldið.“ Kosningar 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og gegnheill og grjótharður Sjálfstæðismaður, hefur óvænt risið upp til varnar Smára McCarthy Pírata og efasemdum um stærðfræðiþekkingu hans. Elliði upplýsir að hann hefi kennt Smára stærðfærði 313 í framhaldsskóla og fullyrðir að „Smári náði ágætis tökum á tölfræði hjá sér, þar með talin Pearsons r, þáttagreiningu og fl. Það mun án vafa nýtast honum á nýjum vettvangi,“ segir Elliði. Ekki þarf að vera bókmenntafræðingur eða lærður í textagreiningu til að átta sig á því að bæjarstjórinn hefur ákaflega gaman að þessum vandræðagangi Smára, sem er einn helsti foringi Pírata. Heit umræða hefur geisað á Facebook um stærðfræðikunnáttu Smára McCarthy og það að hann hafi orðið uppvís af að ljúga til um gráðu.Sigrún Helga Lund var í stærðfræðinámi á sama tíma og Smári McCarthy í Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmÞannig er að Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, setti fram athugasemd þess efnis að Smári hafi ekki klárað nema helminginn af námi sínu og henni finnst skrítið að athugasemdir við námsferil hans komi fram núna, rétt fyrir kosningar. Eyjan fjallaði um málið. Og þá það að hann hafi verið titlaður stærðfræðingur. Sigrún Helga er einn frambjóðenda Viðreisnar.Smári leggur spilin á borðið umsvifalaust Viðar Þorsteinsson heimsspekingur spyr Smára hreint út á Facebooksíðu sinni hvernig hann skýri það að hafa sagst með B.Sc. gráðu á ferilskrá á LnikedIn ef hann lauk aldrei náminu? Smári leggur umsvifalaust öll spil á borðið: „Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“Sigmundur Davíð og Smári McCarthy Óneitanlega minnir þetta mál á það sem snéri að meintu doktorsprófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Einn þeirra sem lætur sig málið varða er foringi Framsóknarmanna eystra, Stefán Bogi Sveinsson, og honum þykir gæta tvískinnungs í því samhengi: „Áhugaverða sniðmengi* dagsins: Fólk sem fór mikinn í umræðu um það hvort Sigmundur Davíð hefði sagt ósatt um menntun sína annars vegar, en finnst það óþarfa smásmuguháttur og til marks um óheiðarlega pólitík að draga athygli að misræmi milli þess sem Smári McCarthy hefur sagt um menntun sína og veruleikans. Hef óljósan grun um að blaðamenn séu einkennilega stór hluti þessa mengis. *Það eru engar líkur á að ég noti þetta hugtak rétt, því ég er alls ekki stærðfræðingur, bara svo því sé til haga haldið.“
Kosningar 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira