Hvar á menningin heima? Páll Rafnar Þorsteinsson og Birna Hafstein skrifar 24. október 2016 22:03 „Menning er að gera hlutina vel.” Þannig komst Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor eitt sinn að orði. En þegar spurt er hvað Íslendingar gera vel þá verða margir til þess að nefna bókmenntir eða listir. Hróður Íslendinga á alþjóðavísu er að miklu leyti borinn af menningararfleifðinni. Löngum voru það fornbókmenntirnar sem nærðu þjóðarstoltið, en á síðari árum hafa íslenskir listamenn á ýmsum sviðum, ekki síst tónlistarfólk, haldið merkinu á lofti.VerðmætasköpunBlómlegt tónlistarlíf má áreiðanlega að miklu leyti rekja til öflugs starfs tónlistarskóla víða um land á síðustu öld. Að sama skapi má gera ráð fyrir að traustar stoðir listnáms séu forsenda grósku í listsköpun. Í dag starfa hátt í 20.000 manns á sviði skapandi greina. Til þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að svipaður fjöldi starfar við landbúnað og sjávarútveg samanlagt. Menningargeirinn veltir um 200 milljörðum árlega og skapar á þriðja tug milljarða í útflutningsgetkjur. Hér er miðað við gamlar tölur frá árinu 2009 og aðeins tekið tillit til virðisaukaskattskyldra tekna. Þá skila skapandi greinar 4-5% til landsframleiðslunar á meðan landbúnaður skilar 1%. Nú er talið er að þær verði einhver mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi í náinni framtíð. Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1998 og hóf starfsemi ári síðar. Hlutverk skólans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina en jafnframt að vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um menningu til almennings. LHÍ er miðstöð þekkingarsköpunar á sviði skapandi greina og stuðlar að fagmennsku á þessu sviði, sem verður sífellt mikilvægari hluti af íslensku samfélagi og atvinnulífi.Óhætt er að fullyrða að LHÍ hafi bæði mikilvægu fræðilegu og faglegu hlutverki að gegna og líka umtalsverða samfélagslega þýðingu. Það var enda pólitísk ákvörðun á sínum tíma að byggja upp kennslu- og rannsóknasetur sem staðið gæti undir atvinnu- og nýsköpun á svið menningar og lista.Olnbogabarnið LHÍNú tæpum tveimur áratugum eftir stofnun er skólinn enn á hrakhólum. Húsakosturinn er er ófullnægjandi og starfsemin er dreifð á fjóra staði sem dempar þau skapandi samlegðaráhrif sem ættu að verða í samspili ólíkra listgreina innan sterkrar listaakademíu. Líkt og aðrir háskólar á Íslandi hefur skólinn búið við fjársvelti sem dregur þrótt úr starfseminni. Listaháskólinn hefur að auki verið sveltur af rannsóknafjármagni. Fjárveitingar til rannsókna eru hverfandi í samanburði við aðra háskóla hér á landi. Það verður vart sagt að stjórnvöld hafi gert hlutina vel þegar menning og listir eru annars vegar. Ekkert verður til úr engu, jafnvel ekki frumsköpun listamanna. Því þarf að styrkja umgjörð skapandi greina. Það þarf að fjármagna framsæknar rannsóknir á þessu sviði. Það þarf að styðja og efla listmenntun. Menningar- og listnám þarf að eiga heimili. Við viljum sameina Listaháskóla Íslands á einn stað. Við viljum vanda okkur. Við viljum gera hlutina vel.Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingurBirna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikaraHöfundar eru í 3. og 4. Sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
„Menning er að gera hlutina vel.” Þannig komst Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor eitt sinn að orði. En þegar spurt er hvað Íslendingar gera vel þá verða margir til þess að nefna bókmenntir eða listir. Hróður Íslendinga á alþjóðavísu er að miklu leyti borinn af menningararfleifðinni. Löngum voru það fornbókmenntirnar sem nærðu þjóðarstoltið, en á síðari árum hafa íslenskir listamenn á ýmsum sviðum, ekki síst tónlistarfólk, haldið merkinu á lofti.VerðmætasköpunBlómlegt tónlistarlíf má áreiðanlega að miklu leyti rekja til öflugs starfs tónlistarskóla víða um land á síðustu öld. Að sama skapi má gera ráð fyrir að traustar stoðir listnáms séu forsenda grósku í listsköpun. Í dag starfa hátt í 20.000 manns á sviði skapandi greina. Til þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að svipaður fjöldi starfar við landbúnað og sjávarútveg samanlagt. Menningargeirinn veltir um 200 milljörðum árlega og skapar á þriðja tug milljarða í útflutningsgetkjur. Hér er miðað við gamlar tölur frá árinu 2009 og aðeins tekið tillit til virðisaukaskattskyldra tekna. Þá skila skapandi greinar 4-5% til landsframleiðslunar á meðan landbúnaður skilar 1%. Nú er talið er að þær verði einhver mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi í náinni framtíð. Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1998 og hóf starfsemi ári síðar. Hlutverk skólans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina en jafnframt að vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um menningu til almennings. LHÍ er miðstöð þekkingarsköpunar á sviði skapandi greina og stuðlar að fagmennsku á þessu sviði, sem verður sífellt mikilvægari hluti af íslensku samfélagi og atvinnulífi.Óhætt er að fullyrða að LHÍ hafi bæði mikilvægu fræðilegu og faglegu hlutverki að gegna og líka umtalsverða samfélagslega þýðingu. Það var enda pólitísk ákvörðun á sínum tíma að byggja upp kennslu- og rannsóknasetur sem staðið gæti undir atvinnu- og nýsköpun á svið menningar og lista.Olnbogabarnið LHÍNú tæpum tveimur áratugum eftir stofnun er skólinn enn á hrakhólum. Húsakosturinn er er ófullnægjandi og starfsemin er dreifð á fjóra staði sem dempar þau skapandi samlegðaráhrif sem ættu að verða í samspili ólíkra listgreina innan sterkrar listaakademíu. Líkt og aðrir háskólar á Íslandi hefur skólinn búið við fjársvelti sem dregur þrótt úr starfseminni. Listaháskólinn hefur að auki verið sveltur af rannsóknafjármagni. Fjárveitingar til rannsókna eru hverfandi í samanburði við aðra háskóla hér á landi. Það verður vart sagt að stjórnvöld hafi gert hlutina vel þegar menning og listir eru annars vegar. Ekkert verður til úr engu, jafnvel ekki frumsköpun listamanna. Því þarf að styrkja umgjörð skapandi greina. Það þarf að fjármagna framsæknar rannsóknir á þessu sviði. Það þarf að styðja og efla listmenntun. Menningar- og listnám þarf að eiga heimili. Við viljum sameina Listaháskóla Íslands á einn stað. Við viljum vanda okkur. Við viljum gera hlutina vel.Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingurBirna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikaraHöfundar eru í 3. og 4. Sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun