„Maðurinn er heilabilaður!“ Ívar Halldórsson skrifar 24. október 2016 18:17 Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri orðið „heilabilaður“ notað til að lýsa ástandi einstaklings sem þjáist af einhverri tegund heilaskaða eða heilasjúkdómi. „Maðurinn er heilabilaður“, heyrði ég fréttamann segja í sjónvarpsfréttatíma um daginn, á meðan myndband af manneskju með alvarlegan heilasjúkdóm var látið rúlla á skjánum. Heilabilaður!? Er ekki til nærgætnara og faglegra orð í okkar ágæta orðasafni en þetta; fyrir persónu sem glímir við alvarlegan heilasjúkdóm. "Maðurinn er heilabilaður", er fullyrðing sem maður býst frekar við að heyra frá einhverjum sem kýs að tala niðrandi um náunga sinn, en ekki frá fréttamanni sem er að fjalla faglega um viðkvæma og persónulega frétt í opinberum fjölmiðli. Ég fann alla vega til með aðstandendum þegar orðið var óspart notað í fréttatímanum. Mér fannst upplifunin óþægileg. Bílar og rafmagnstannburstar bila. „Bíllinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á verkstæði“, hljómar eðlilegra en: „Maðurinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á spítala.“ Ekki held ég að læknar spyrji sjúklinga sína hvort þeir séu eitthvað bilaðir. Þeir spyrja kannski hvort þeir séu eitthvað lasnir eða eitthvað meiddir - en ekki bilaðir. Ekki hef ég heyrt fólk segja að manneskja sé hjartabiluð, nýrnabiluð eða ristilsbiluð. Manneskja er með hjartasjúkdóm, ristilssjúkdóm eða nýrnasjúkdóm. Væri þá ekki faglegra, fallegra og einfaldlega eðlilegra að segja að manneskja sé með heilasjúkdóm? Auðvitað er talað um hjartabilun, nýrnabilun og bilun á ýmsum líffærum; þótt mér finnst það reyndar alltaf pínu skrýtið. En það er þó annað finnst mér að tala um bilun á líffæri, en bilun á persónu. Að segja að einhver maður sé heilabilaður finnst mér meira niðurlægjandi, en að segja að heili viðkomandi sé skaðaður vegna sjúkdóms. Þá finnst mér mun óheppilegra að tala um bilaðan heila en bilað hjarta eða bilað nýra. Heilinn tengist gáfum og rökhyggju á meðan önnur líffæri tengjast ekki slíku á sama hátt. Bilun í heila vísar í huga margra ósjálfrátt til skorts á gáfum eða lítillar skynsemi, og er þá þessi orðasamsetning notuð til að gefa til kynna að einhver sé heimskur eða vitlaus. Mér leið alla vega illa og fann ég þarna ósjálfrátt til með fjölskyldu mannsins, þegar fréttaþulurinn sagði manninn fyrir framan myndavélina heilabilaðan í fréttatímanum. Enda ljóst að fjöldi annara og betri orða-leiða stendur til boða, þegar lýsa þarf slæmu líkamlegu ástandi á mannúðlegan máta. Mér finnst að við gætum öll sýnt meiri nærgætni þegar við tölum um fólk sem glímir við alvarlega heilasjúkdóma. Það skiptir fjölskyldur þessara einstaklinga gríðarlega miklu máli að ástvinir þeirra haldi verðskuldaðri reisn opinberlega þótt verið sé að ræða erfitt og óheppilegt ástand þeirra. Að sýna nærgætni og skilning með því að velja orðin vel í viðkvæmum aðstæðum, er að mínu mati heila málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Sjá meira
Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri orðið „heilabilaður“ notað til að lýsa ástandi einstaklings sem þjáist af einhverri tegund heilaskaða eða heilasjúkdómi. „Maðurinn er heilabilaður“, heyrði ég fréttamann segja í sjónvarpsfréttatíma um daginn, á meðan myndband af manneskju með alvarlegan heilasjúkdóm var látið rúlla á skjánum. Heilabilaður!? Er ekki til nærgætnara og faglegra orð í okkar ágæta orðasafni en þetta; fyrir persónu sem glímir við alvarlegan heilasjúkdóm. "Maðurinn er heilabilaður", er fullyrðing sem maður býst frekar við að heyra frá einhverjum sem kýs að tala niðrandi um náunga sinn, en ekki frá fréttamanni sem er að fjalla faglega um viðkvæma og persónulega frétt í opinberum fjölmiðli. Ég fann alla vega til með aðstandendum þegar orðið var óspart notað í fréttatímanum. Mér fannst upplifunin óþægileg. Bílar og rafmagnstannburstar bila. „Bíllinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á verkstæði“, hljómar eðlilegra en: „Maðurinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á spítala.“ Ekki held ég að læknar spyrji sjúklinga sína hvort þeir séu eitthvað bilaðir. Þeir spyrja kannski hvort þeir séu eitthvað lasnir eða eitthvað meiddir - en ekki bilaðir. Ekki hef ég heyrt fólk segja að manneskja sé hjartabiluð, nýrnabiluð eða ristilsbiluð. Manneskja er með hjartasjúkdóm, ristilssjúkdóm eða nýrnasjúkdóm. Væri þá ekki faglegra, fallegra og einfaldlega eðlilegra að segja að manneskja sé með heilasjúkdóm? Auðvitað er talað um hjartabilun, nýrnabilun og bilun á ýmsum líffærum; þótt mér finnst það reyndar alltaf pínu skrýtið. En það er þó annað finnst mér að tala um bilun á líffæri, en bilun á persónu. Að segja að einhver maður sé heilabilaður finnst mér meira niðurlægjandi, en að segja að heili viðkomandi sé skaðaður vegna sjúkdóms. Þá finnst mér mun óheppilegra að tala um bilaðan heila en bilað hjarta eða bilað nýra. Heilinn tengist gáfum og rökhyggju á meðan önnur líffæri tengjast ekki slíku á sama hátt. Bilun í heila vísar í huga margra ósjálfrátt til skorts á gáfum eða lítillar skynsemi, og er þá þessi orðasamsetning notuð til að gefa til kynna að einhver sé heimskur eða vitlaus. Mér leið alla vega illa og fann ég þarna ósjálfrátt til með fjölskyldu mannsins, þegar fréttaþulurinn sagði manninn fyrir framan myndavélina heilabilaðan í fréttatímanum. Enda ljóst að fjöldi annara og betri orða-leiða stendur til boða, þegar lýsa þarf slæmu líkamlegu ástandi á mannúðlegan máta. Mér finnst að við gætum öll sýnt meiri nærgætni þegar við tölum um fólk sem glímir við alvarlega heilasjúkdóma. Það skiptir fjölskyldur þessara einstaklinga gríðarlega miklu máli að ástvinir þeirra haldi verðskuldaðri reisn opinberlega þótt verið sé að ræða erfitt og óheppilegt ástand þeirra. Að sýna nærgætni og skilning með því að velja orðin vel í viðkvæmum aðstæðum, er að mínu mati heila málið.
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar