Samsteypustjórnmál Haukur Logi Karlsson skrifar 25. október 2016 07:00 Núverandi kosningakerfi er hannað með þeim hætti að hagsmuna- og hugsjónabandalög sem ná til um það bil 10% þjóðarinnar geta vænst þess að vinna þingmenn, og þá að jafnaði 5-7 manna þingflokk. Eftir því sem bandalögin eru sértækari, minnka möguleikar þeirra á nægilega breiðri skírskotun til að ná kjöri, og eftir því sem þau eru almennari er meiri hætta á að þau klofni á mótum sértækra hagsmuna eða hugsjóna. Það er því innbyggð í kerfið ákveðin tregða gagnvart myndun breiðra hagsmuna- og hugsjónabandalaga, um leið og þröskuldur útilokar mjög sértæk bandalög. Frá sjónarhóli kjósandans tryggir núverandi kerfi að jafnan er úr nokkrum kostum að velja. Þannig gætu verið nokkrir flokkar sem boða stefnu sem hugnast kjósandanum, en eru kannski skipaðir fólki sem honum líst misvel á að muni koma henni í verk. Í kerfi samsteypustjórnmála má líta á kosningar sem nokkurs konar uppboð á hugmyndum og fólki til að framkvæma þær. Kjósandinn leggur lóð sitt á vogarskálarnar með framboði til merkis um að hann vilji að fólkið og hugmyndirnar þar að baki hljóti aukið vægi þegar kemur að því að mynda stjórn að loknum kosningum. Í kerfi samsteypustjórnmála gengur kjósandinn ekki með þær grillur í höfðinu að einn flokkur muni ráða öllu að loknum kosningum og þannig koma öllum sínum hugmyndum í framkvæmd. Kosningastefnuskrár stjórnmálaflokka í kerfi samsteypustjórnmála ber að túlka í því ljósi; þær eru ekki bókstafleg loforð, heldur fremur samningsmarkmið ef til stjórnarmyndunar kæmi. Þetta er, eða ætti að vera öllum kjósendum ljóst. Að loknum kosningum ræður fylgi flokka hversu sterka samningsstöðu þeir hafa til að koma markmiðum sínum í framkvæmd í samstarfi við aðra flokka. Kjósendur kunna að treysta ákveðnu fólki fram yfir annað til að framfylgja svipuðum stefnumálum, og kjósendur geta gefið ákveðnum hugmyndum sérstakt vægi með atkvæðum sínum. Á grundvelli vals kjósenda er stefna málamiðlunar mörkuð fyrir framhaldið í stjórnarsáttmála af fólki sem til þess var treyst af kjósendum. Væntar stjórnarsamsteypur myndaðar skömmu fyrir kosningar um ákveðið fólk eða ákveðnar hugmyndir taka val af kjósendum sem þeir annars mundu hafa. Ef búið er að semja um málamiðlanir áður en atkvæðin eru talin, missa kjósendurnir af tækifærinu til að leggja sitt lóð á vogina með sjónarmiðum einhvers af aðilum samsteypunnar. Heiðarlegra væri að sameina framboð sem vilja ganga bundin til kosninga um ákveðin stefnumál eða fólk. Ef semja á um málamiðlun á milli ólíkra framboða áður en atkvæðin eru talin er valfrelsi kjósenda gefið langt nef. Enda má spyrja: hugmyndir hvaða framboðs eiga að hafa mest vægi við slíka fyrirfram stjórnarmyndun og á hverju á vægið að byggja, ef ekki samningsstöðu sem leiðir af úrslitum kosninga?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Núverandi kosningakerfi er hannað með þeim hætti að hagsmuna- og hugsjónabandalög sem ná til um það bil 10% þjóðarinnar geta vænst þess að vinna þingmenn, og þá að jafnaði 5-7 manna þingflokk. Eftir því sem bandalögin eru sértækari, minnka möguleikar þeirra á nægilega breiðri skírskotun til að ná kjöri, og eftir því sem þau eru almennari er meiri hætta á að þau klofni á mótum sértækra hagsmuna eða hugsjóna. Það er því innbyggð í kerfið ákveðin tregða gagnvart myndun breiðra hagsmuna- og hugsjónabandalaga, um leið og þröskuldur útilokar mjög sértæk bandalög. Frá sjónarhóli kjósandans tryggir núverandi kerfi að jafnan er úr nokkrum kostum að velja. Þannig gætu verið nokkrir flokkar sem boða stefnu sem hugnast kjósandanum, en eru kannski skipaðir fólki sem honum líst misvel á að muni koma henni í verk. Í kerfi samsteypustjórnmála má líta á kosningar sem nokkurs konar uppboð á hugmyndum og fólki til að framkvæma þær. Kjósandinn leggur lóð sitt á vogarskálarnar með framboði til merkis um að hann vilji að fólkið og hugmyndirnar þar að baki hljóti aukið vægi þegar kemur að því að mynda stjórn að loknum kosningum. Í kerfi samsteypustjórnmála gengur kjósandinn ekki með þær grillur í höfðinu að einn flokkur muni ráða öllu að loknum kosningum og þannig koma öllum sínum hugmyndum í framkvæmd. Kosningastefnuskrár stjórnmálaflokka í kerfi samsteypustjórnmála ber að túlka í því ljósi; þær eru ekki bókstafleg loforð, heldur fremur samningsmarkmið ef til stjórnarmyndunar kæmi. Þetta er, eða ætti að vera öllum kjósendum ljóst. Að loknum kosningum ræður fylgi flokka hversu sterka samningsstöðu þeir hafa til að koma markmiðum sínum í framkvæmd í samstarfi við aðra flokka. Kjósendur kunna að treysta ákveðnu fólki fram yfir annað til að framfylgja svipuðum stefnumálum, og kjósendur geta gefið ákveðnum hugmyndum sérstakt vægi með atkvæðum sínum. Á grundvelli vals kjósenda er stefna málamiðlunar mörkuð fyrir framhaldið í stjórnarsáttmála af fólki sem til þess var treyst af kjósendum. Væntar stjórnarsamsteypur myndaðar skömmu fyrir kosningar um ákveðið fólk eða ákveðnar hugmyndir taka val af kjósendum sem þeir annars mundu hafa. Ef búið er að semja um málamiðlanir áður en atkvæðin eru talin, missa kjósendurnir af tækifærinu til að leggja sitt lóð á vogina með sjónarmiðum einhvers af aðilum samsteypunnar. Heiðarlegra væri að sameina framboð sem vilja ganga bundin til kosninga um ákveðin stefnumál eða fólk. Ef semja á um málamiðlun á milli ólíkra framboða áður en atkvæðin eru talin er valfrelsi kjósenda gefið langt nef. Enda má spyrja: hugmyndir hvaða framboðs eiga að hafa mest vægi við slíka fyrirfram stjórnarmyndun og á hverju á vægið að byggja, ef ekki samningsstöðu sem leiðir af úrslitum kosninga?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun