Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni Eva Pandora og Andri Þór Sturluson skrifar 25. október 2016 07:00 Markmið hverrar þjóðar hlýtur að vera það að landsmenn séu það bjartsýnir á framtíð sína, að þeir hlakki til að stuðla að áframhaldandi fjölgun hennar. Við þurfum fólk, hamingjusamt fólk sem treystir því að ákvörðunin um að eignast barn verði gæfurík. Til þess að ná þessu markmiði hafa þjóðir heimsins farið mjög mismunandi leiðir. Allt frá því að gera næstum ekki neitt eins og víða í Bandaríkjunum og til þess að senda öllum nýbökuðum foreldrum byrjunarpakka með helstu nauðsynjum til að styðja við bakið á þeim eins og í Finnlandi. Sumar hafa engan virðisaukaskatt á bleyjum og barnamat og margar hafa komist að þeirri niðurstöðu að fæðingarorlof sé mikilvægur réttur og stuðningur sem skilar sér til baka á fleiri vegu en einn. Í raun og veru stuðningur við hagsæld þjóðarinnar sjálfrar. Nú er svo komið fyrir okkur Íslendingum, sem þó stöndum mörgum framar í þessum efnum, að fæðingartíðni er að lækka og feður eru ekki að taka fæðingarorlof til jafns við mæður. Þar tapa allir. Feður verða af hugsanlega mestu gæðastundum sem lífið getur gefið okkur, ungbörn njóta ekki nálægðar föður síns og mæður skerða möguleika sína á vinnumarkaði. Og í þokkabót skerðast möguleikar allra kvenna á vinnumarkaðnum. Þetta viljum við laga. Fyrir marga er það svo mikið fjárhagslegt högg að eignast barn að því er frestað eða sleppt. Höggið slær svo samfélagið, sem bregst ekki við vandanum, til baka með lækkaðri fæðingartíðni, færri einstaklingum til að halda uppi samfélaginu og erfiðleikum, sem við þekkjum nú vel sem fámenn þjóð. Þetta þarf að laga. Lykilorðið er mannsæmandi Píratar stefna að því að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið þar sem allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum. Lykilorð eru allir og mannsæmandi. Píratar stefna einnig að því að lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði og vegna fæðingarstyrks verði aldrei lægri heldur en grunnneysluviðmið sem velferðarráðuneytið gefur út. Nú árið 2016 er þetta grunnviðmið 224.155 kr. fyrir par í sambúð á höfuðborgarsvæðinu með ungbarn fyrir utan húsnæðiskostnað. Þegar hann bætist við er ljóst að upphæðin dugar alls ekki fyrir framfærslu og er því ekki mannsæmandi. Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs er ákvæði um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Nýja stjórnarskráin er eitt megináhersluatriði Pírata. Foreldrum eiga að fá úthlutaða jafn marga mánuði til fæðingarorlofs ásamt því að geta skipt hluta tímans sín á milli eftir geðþótta. Ísland hefur langstystan fæðingarorlofstíma allra Norðurlandanna með 9 mánuði á meðan hin löndin hafa 12-16 mánuði. Þar sem erfitt er að fá pláss í daggæslu fyrir ungbörn undir 12 mánaða aldri hafa margir íslenskir foreldrar þurft að dreifa fæðingarorlofsgreiðslum sínum til lengri tíma til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofstíma og daggæslu. Það leiðir til frekari tekjuskerðingar fjölskyldunnar. Með lengingu fæðingarorlofstímans í 12 mánuði þar sem móðir fengi 3 mánuði, faðir 3 mánuði og 6 mánuðir væru sameiginlegir væri auðveldara fyrir foreldra að brúa þetta bil ásamt því að aukinn tími sem fjölskyldan fær saman stuðlar að vellíðan og velferð barns og foreldra. Að því markmiði stefnum við. Fæðingartíðni Íslendinga er nú sú lægsta síðan að mælingar hófust. Það þarf fólk til að halda úti þjóð. Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni. Förum í þetta núna. Fyrir hönd Pírata í fæðingarorlofi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Markmið hverrar þjóðar hlýtur að vera það að landsmenn séu það bjartsýnir á framtíð sína, að þeir hlakki til að stuðla að áframhaldandi fjölgun hennar. Við þurfum fólk, hamingjusamt fólk sem treystir því að ákvörðunin um að eignast barn verði gæfurík. Til þess að ná þessu markmiði hafa þjóðir heimsins farið mjög mismunandi leiðir. Allt frá því að gera næstum ekki neitt eins og víða í Bandaríkjunum og til þess að senda öllum nýbökuðum foreldrum byrjunarpakka með helstu nauðsynjum til að styðja við bakið á þeim eins og í Finnlandi. Sumar hafa engan virðisaukaskatt á bleyjum og barnamat og margar hafa komist að þeirri niðurstöðu að fæðingarorlof sé mikilvægur réttur og stuðningur sem skilar sér til baka á fleiri vegu en einn. Í raun og veru stuðningur við hagsæld þjóðarinnar sjálfrar. Nú er svo komið fyrir okkur Íslendingum, sem þó stöndum mörgum framar í þessum efnum, að fæðingartíðni er að lækka og feður eru ekki að taka fæðingarorlof til jafns við mæður. Þar tapa allir. Feður verða af hugsanlega mestu gæðastundum sem lífið getur gefið okkur, ungbörn njóta ekki nálægðar föður síns og mæður skerða möguleika sína á vinnumarkaði. Og í þokkabót skerðast möguleikar allra kvenna á vinnumarkaðnum. Þetta viljum við laga. Fyrir marga er það svo mikið fjárhagslegt högg að eignast barn að því er frestað eða sleppt. Höggið slær svo samfélagið, sem bregst ekki við vandanum, til baka með lækkaðri fæðingartíðni, færri einstaklingum til að halda uppi samfélaginu og erfiðleikum, sem við þekkjum nú vel sem fámenn þjóð. Þetta þarf að laga. Lykilorðið er mannsæmandi Píratar stefna að því að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið þar sem allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum. Lykilorð eru allir og mannsæmandi. Píratar stefna einnig að því að lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði og vegna fæðingarstyrks verði aldrei lægri heldur en grunnneysluviðmið sem velferðarráðuneytið gefur út. Nú árið 2016 er þetta grunnviðmið 224.155 kr. fyrir par í sambúð á höfuðborgarsvæðinu með ungbarn fyrir utan húsnæðiskostnað. Þegar hann bætist við er ljóst að upphæðin dugar alls ekki fyrir framfærslu og er því ekki mannsæmandi. Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs er ákvæði um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Nýja stjórnarskráin er eitt megináhersluatriði Pírata. Foreldrum eiga að fá úthlutaða jafn marga mánuði til fæðingarorlofs ásamt því að geta skipt hluta tímans sín á milli eftir geðþótta. Ísland hefur langstystan fæðingarorlofstíma allra Norðurlandanna með 9 mánuði á meðan hin löndin hafa 12-16 mánuði. Þar sem erfitt er að fá pláss í daggæslu fyrir ungbörn undir 12 mánaða aldri hafa margir íslenskir foreldrar þurft að dreifa fæðingarorlofsgreiðslum sínum til lengri tíma til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofstíma og daggæslu. Það leiðir til frekari tekjuskerðingar fjölskyldunnar. Með lengingu fæðingarorlofstímans í 12 mánuði þar sem móðir fengi 3 mánuði, faðir 3 mánuði og 6 mánuðir væru sameiginlegir væri auðveldara fyrir foreldra að brúa þetta bil ásamt því að aukinn tími sem fjölskyldan fær saman stuðlar að vellíðan og velferð barns og foreldra. Að því markmiði stefnum við. Fæðingartíðni Íslendinga er nú sú lægsta síðan að mælingar hófust. Það þarf fólk til að halda úti þjóð. Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni. Förum í þetta núna. Fyrir hönd Pírata í fæðingarorlofi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun