Piratar vilja aðgerðir í loftslagsmálum Albert Svan Sigurðsson skrifar 24. október 2016 14:36 Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og Píratar telja að Ísland geti rutt veginn fyrir önnur ríki og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Flokkurinn samþykkti í síðustu viku framsækna aðgerðastefnu í loftslagsmálum sem miðar við að hraða fyrri áætlunum ríkisvaldsins og bæta við úrræðum til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins árið 2025. Samkvæmt stefnu Pírata verður að leggja metnað í aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% af því sem hún var árið 1990, eins og Parísarsamningurinn gerir ráð fyrir. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur losun frá Íslandi hinsvegar aukist allverulega síðustu 25 ár, aðallega vegna mengunar frá stóriðju. Það er því full þörf á að koma á hvötum og ívilnunum fyrir fólk og fyrirtæki til að breyta ýmsu sem tengist orkunotkun og brennslu jarðefnaeldsneytis. Píratar vilja því beita lagaákvæðum um mengunarbótareglu og varúðarreglu á allar athafnir og starfsemi sem menga andrúmsloftið. Iðnfyrirtæki ættu að greiða mengunarbótagreiðslur sem eru hærri en sú upphæð sem besta fáanlega tækni í mengunarvarnabúnaði kostar í hverju tilfelli. Þannig myndast hvati fyrir iðnfyrirtæki að minnka vistspor sitt svo um munar. Píratar vilja stefna að því að bílafloti og fiskiskipafloti landsins noti eingöngu vistvæna orku úr innlendum endurnýjanlegum orkulindum og að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Til að flýta fyrir þeirri þróun vilja Píratar koma upp aðgengilegum rafhleðslukerfum um allt land, fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af nýjum rafbílum og öðrum visthæfum samgöngutækjum. Á sama tíma mætti gera úrbætur í aðgangi að þriggja fasa rafmagni og háhraðainterneti þar sem slíku er ábótavant.Til að uppfylla Parísarsamninginn er því miðað við að árið 2025 verði eingöngu flutt til landsins ökutæki ökutæki sem nýa visthæfa orku. Til að ná slíkum árangri á næstu 8 árum þarf meðal annars stórefla ívilnanir við kaup á rafbílum og öðrum visthæfum ökutækjum og miða við að þau verði ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á ökutækjum sem menga andrúmsloftið. Píratar vilja að gert verði átak í fjölgun rafhleðslustöðva í höfnum landsins til að greiða fyrir rafvæðingu skipastólsins, auk þess að innleiða 6. viðauka MARPOL samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að skip sem sigla í Íslenskri landhelgi noti einungis olíu með brennisteinsmagn innan við 0,1%. Í þessu sambandi má nefna að Píratar telja að olíuleit og olíuvinnsla í efnahagslögsögu landsins sé á skjön við Parísarsamninginn og vilja að hætt verði við öll slík áform. Gert er ráð fyrir að unnin verði metnaðarfull ný landabúnaðarstefna sem tekur tillit til þess að minnka þurfi útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá dýrahaldi, jarðrækt og annarri landnotkun. Fara þarf í markvissar aðgerðir um að ljúka vistheimt á framræstu landi fyrir árið 2025, en uppþurrkuð mýrlendi losa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum. Þetta má ýmist gera með því að fylla í framræsluskurði til að hækka grunnvatnsyfirborð eða styðja við markvissa skógrækt og landgræðslu. Íslendingar losa núna því sem nemur 14 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á mann á ári, en þegar við uppfyllum skilyrði Parísarsamingsins minnkar losunin í 6 tonn á mann. Með framsækinni aðgerðaáætlun viljum við að loftslagsmál verði tekin föstum tökum þannig að Ísland verði með þeim fyrstu að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins árið 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og Píratar telja að Ísland geti rutt veginn fyrir önnur ríki og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Flokkurinn samþykkti í síðustu viku framsækna aðgerðastefnu í loftslagsmálum sem miðar við að hraða fyrri áætlunum ríkisvaldsins og bæta við úrræðum til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins árið 2025. Samkvæmt stefnu Pírata verður að leggja metnað í aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% af því sem hún var árið 1990, eins og Parísarsamningurinn gerir ráð fyrir. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur losun frá Íslandi hinsvegar aukist allverulega síðustu 25 ár, aðallega vegna mengunar frá stóriðju. Það er því full þörf á að koma á hvötum og ívilnunum fyrir fólk og fyrirtæki til að breyta ýmsu sem tengist orkunotkun og brennslu jarðefnaeldsneytis. Píratar vilja því beita lagaákvæðum um mengunarbótareglu og varúðarreglu á allar athafnir og starfsemi sem menga andrúmsloftið. Iðnfyrirtæki ættu að greiða mengunarbótagreiðslur sem eru hærri en sú upphæð sem besta fáanlega tækni í mengunarvarnabúnaði kostar í hverju tilfelli. Þannig myndast hvati fyrir iðnfyrirtæki að minnka vistspor sitt svo um munar. Píratar vilja stefna að því að bílafloti og fiskiskipafloti landsins noti eingöngu vistvæna orku úr innlendum endurnýjanlegum orkulindum og að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Til að flýta fyrir þeirri þróun vilja Píratar koma upp aðgengilegum rafhleðslukerfum um allt land, fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af nýjum rafbílum og öðrum visthæfum samgöngutækjum. Á sama tíma mætti gera úrbætur í aðgangi að þriggja fasa rafmagni og háhraðainterneti þar sem slíku er ábótavant.Til að uppfylla Parísarsamninginn er því miðað við að árið 2025 verði eingöngu flutt til landsins ökutæki ökutæki sem nýa visthæfa orku. Til að ná slíkum árangri á næstu 8 árum þarf meðal annars stórefla ívilnanir við kaup á rafbílum og öðrum visthæfum ökutækjum og miða við að þau verði ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á ökutækjum sem menga andrúmsloftið. Píratar vilja að gert verði átak í fjölgun rafhleðslustöðva í höfnum landsins til að greiða fyrir rafvæðingu skipastólsins, auk þess að innleiða 6. viðauka MARPOL samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að skip sem sigla í Íslenskri landhelgi noti einungis olíu með brennisteinsmagn innan við 0,1%. Í þessu sambandi má nefna að Píratar telja að olíuleit og olíuvinnsla í efnahagslögsögu landsins sé á skjön við Parísarsamninginn og vilja að hætt verði við öll slík áform. Gert er ráð fyrir að unnin verði metnaðarfull ný landabúnaðarstefna sem tekur tillit til þess að minnka þurfi útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá dýrahaldi, jarðrækt og annarri landnotkun. Fara þarf í markvissar aðgerðir um að ljúka vistheimt á framræstu landi fyrir árið 2025, en uppþurrkuð mýrlendi losa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum. Þetta má ýmist gera með því að fylla í framræsluskurði til að hækka grunnvatnsyfirborð eða styðja við markvissa skógrækt og landgræðslu. Íslendingar losa núna því sem nemur 14 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á mann á ári, en þegar við uppfyllum skilyrði Parísarsamingsins minnkar losunin í 6 tonn á mann. Með framsækinni aðgerðaáætlun viljum við að loftslagsmál verði tekin föstum tökum þannig að Ísland verði með þeim fyrstu að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins árið 2025.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun