Forgangsröðum í þágu menntunar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 24. október 2016 13:50 Síðastliðna daga hefur mikið verið rætt um bága stöðu háskólanna undir yfirskriftinni Háskólar í hættu. Meðal þess sem fram hefur komið er að framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum er um það bil helmingi lægri en framlög á hvern nemanda í sambærilegum háskólum á Norðurlöndunum. Þessi munur gerir það að verkum að íslensku skólarnir ná ekki að endurnýja tæki og þróa kennsluhætti jafn hratt og hægt er að gera annars staðar á Norðurlöndunum. Það er óásættanlegt því ábyrgð háskólanna felst m.a. í því að undirbúa nemendur sem hefja störf á síbreytilegum atvinnumarkaði að námi loknu, þeir nemendur þurfa að hafa aðgang að nýjasta tæknibúnaði og þekkja nýjustu vísindi hvert á sínu sviði. Skortur á fjármunum veldur því að kennt er í stærri hópum og kennarar fá minna svigrúm til þess að þróa kennsluhætti og það námsframboð sem boðið er upp á. Allt bitnar þetta á gæðum námsins sem íslenskir háskólar bjóða upp á. Það er einnig ákaflega sorglegt að sama umræða á sér stað á vettvangi framhalds- og grunnskólanna, breytingar á starfsmati og hagræðingaraðgerðir í kjölfar kreppunar hafa orðið til þess að viðvarandi skortur er á fjármagni í grunn- og framhaldsskólum, tæki eru ekki endurnýjuð, stoðþjónustu við nemendur er ábótavant og hætt er við því að við þessar aðstæður verði þróun nýrra námsaðferða ófullnægjandi. Það hefur lengi ríkt þverpólítísk sátt um að fjárfesting í menntakerfinu sé jákvæð fjárfesting fyrir samfélagið sem borgar sig margfalt til baka. Ég skora því á alla flokka sem nú eru í framboði til Alþingis að heita því að gera markvisst átak eftir kosningar í því að efla öll menntakerfi landsins. Setja þarf fram aðgerðaráætlun og gera ráð fyrir auknum fjármunum þar sem þeirra er mest þörf. Skólakerfi á Íslandi ætti að byggja á einstaklingsmiðaðri nálgun og fjölbreyttu námsúrvali þar sem nemendur hafa tækifæri til að þroskast og njóta framúrskarandi menntunar á þeim sviðum sem þeir kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Síðastliðna daga hefur mikið verið rætt um bága stöðu háskólanna undir yfirskriftinni Háskólar í hættu. Meðal þess sem fram hefur komið er að framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum er um það bil helmingi lægri en framlög á hvern nemanda í sambærilegum háskólum á Norðurlöndunum. Þessi munur gerir það að verkum að íslensku skólarnir ná ekki að endurnýja tæki og þróa kennsluhætti jafn hratt og hægt er að gera annars staðar á Norðurlöndunum. Það er óásættanlegt því ábyrgð háskólanna felst m.a. í því að undirbúa nemendur sem hefja störf á síbreytilegum atvinnumarkaði að námi loknu, þeir nemendur þurfa að hafa aðgang að nýjasta tæknibúnaði og þekkja nýjustu vísindi hvert á sínu sviði. Skortur á fjármunum veldur því að kennt er í stærri hópum og kennarar fá minna svigrúm til þess að þróa kennsluhætti og það námsframboð sem boðið er upp á. Allt bitnar þetta á gæðum námsins sem íslenskir háskólar bjóða upp á. Það er einnig ákaflega sorglegt að sama umræða á sér stað á vettvangi framhalds- og grunnskólanna, breytingar á starfsmati og hagræðingaraðgerðir í kjölfar kreppunar hafa orðið til þess að viðvarandi skortur er á fjármagni í grunn- og framhaldsskólum, tæki eru ekki endurnýjuð, stoðþjónustu við nemendur er ábótavant og hætt er við því að við þessar aðstæður verði þróun nýrra námsaðferða ófullnægjandi. Það hefur lengi ríkt þverpólítísk sátt um að fjárfesting í menntakerfinu sé jákvæð fjárfesting fyrir samfélagið sem borgar sig margfalt til baka. Ég skora því á alla flokka sem nú eru í framboði til Alþingis að heita því að gera markvisst átak eftir kosningar í því að efla öll menntakerfi landsins. Setja þarf fram aðgerðaráætlun og gera ráð fyrir auknum fjármunum þar sem þeirra er mest þörf. Skólakerfi á Íslandi ætti að byggja á einstaklingsmiðaðri nálgun og fjölbreyttu námsúrvali þar sem nemendur hafa tækifæri til að þroskast og njóta framúrskarandi menntunar á þeim sviðum sem þeir kjósa.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar