Við lifum á merkilegum tímum Hildur Þórisdóttir skrifar 24. október 2016 00:00 Við lifum á merkilegum tímum. Tímum sem geta varðað leiðina til framtíðar þar sem við munum upplifa raunverulegar kerfisbreytingar. Það er sú draumsýn sem ég og margir aðrir hafa um þessar mundir. Samfélag þar sem við öll njótum góðs af auðlindunum okkar, en ekki bara sumir. Þar sem eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur búa ekki við skort heldur lífsins gæði sem allir eiga rétt á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Þessi draumsýn felur í sér að allir hafi aðgang að námi. Líka þeir sem eru orðnir eldri en 25 ára og hafa af einhverjum ástæðum helst úr menntaskólalestinni. Við förum nefnilega ekki öll sömu leið í lífinu og það er líka í góðu lagi. Lífið er nefnilega ekki einsleitt heldur allskonar og það er okkar skylda sem samfélags að það sé svigrúm til staðar fyrir þá sem vilja afla sér menntunar seinna á lífsleiðinni. Við græðum nefnilega öll á því að fólk fái að blómstra og nýta hæfileika sína á sínum eigin forsendum en ekki innan hins þrönga regluverks sem stjórnsýslan á það til að skapa. Sviðsmyndin sem mig dreymir um felur líka í sér að barnafjölskyldur hafi það gott í 12 mánaða fæðingarorlofinu sínu með nýfædda fjölskyldumeðliminum. Fyrstu ár barna eru nefnilega svo gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð þeirra og þá getur skipt sköpum hvort mamma og pabbi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í fæðingarorlofinu eða vera svefnlaus yfir því hvernig þau eiga að brúa bilið þegar 9 mánaða orlofinu lýkur. Staðreyndin er nefnilega sú að við hlúum alls ekki nægilega vel að barnafjölskyldum sem hefur leitt af sér mun lægri fæðingartíðni og þá dapurlegu staðreynd að feður taka sér í mun minni mæli fæðingarorlof vegna þeirrar miklu tekjuskerðingar sem það hefur í för með sér. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á launamun kynjanna og jafnréttisbaráttuna á vinnumarkaði sem enn á langt í land. Samt er komið árið 2016. Mig dreymir um heilbrigðiskerfi þar sem er hlúð að frábæra heilbrigðisstarfsfólkinu okkar sem vinnur kraftaverk á degi hverjum. Að við höldum okkar besta fagfólki vegna þess að launin og vinnuaðstæðurnar eru fyllilega samkeppnishæfar við það sem best gerist í kringum okkur. Að sjúklingar fái lífsnauðsynlega þjónustu án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur. Að þjónusta sálfræðinga sé sjálfsagður hluti heilsugæslunnar en ekki munaður þeirri efnameiri eins og staðan er í dag. Við höfum séð það lengi annars staðar á Norðurlöndunum að þetta er hægt. Og við getum þetta líka. En til þess að svo megi verða þurfum við að forgangsraða upp á nýtt og sjá til þess að þjóðin öll njóti arðs af hinum miklu auðlindum sem Ísland á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við lifum á merkilegum tímum. Tímum sem geta varðað leiðina til framtíðar þar sem við munum upplifa raunverulegar kerfisbreytingar. Það er sú draumsýn sem ég og margir aðrir hafa um þessar mundir. Samfélag þar sem við öll njótum góðs af auðlindunum okkar, en ekki bara sumir. Þar sem eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur búa ekki við skort heldur lífsins gæði sem allir eiga rétt á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla. Þessi draumsýn felur í sér að allir hafi aðgang að námi. Líka þeir sem eru orðnir eldri en 25 ára og hafa af einhverjum ástæðum helst úr menntaskólalestinni. Við förum nefnilega ekki öll sömu leið í lífinu og það er líka í góðu lagi. Lífið er nefnilega ekki einsleitt heldur allskonar og það er okkar skylda sem samfélags að það sé svigrúm til staðar fyrir þá sem vilja afla sér menntunar seinna á lífsleiðinni. Við græðum nefnilega öll á því að fólk fái að blómstra og nýta hæfileika sína á sínum eigin forsendum en ekki innan hins þrönga regluverks sem stjórnsýslan á það til að skapa. Sviðsmyndin sem mig dreymir um felur líka í sér að barnafjölskyldur hafi það gott í 12 mánaða fæðingarorlofinu sínu með nýfædda fjölskyldumeðliminum. Fyrstu ár barna eru nefnilega svo gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð þeirra og þá getur skipt sköpum hvort mamma og pabbi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í fæðingarorlofinu eða vera svefnlaus yfir því hvernig þau eiga að brúa bilið þegar 9 mánaða orlofinu lýkur. Staðreyndin er nefnilega sú að við hlúum alls ekki nægilega vel að barnafjölskyldum sem hefur leitt af sér mun lægri fæðingartíðni og þá dapurlegu staðreynd að feður taka sér í mun minni mæli fæðingarorlof vegna þeirrar miklu tekjuskerðingar sem það hefur í för með sér. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á launamun kynjanna og jafnréttisbaráttuna á vinnumarkaði sem enn á langt í land. Samt er komið árið 2016. Mig dreymir um heilbrigðiskerfi þar sem er hlúð að frábæra heilbrigðisstarfsfólkinu okkar sem vinnur kraftaverk á degi hverjum. Að við höldum okkar besta fagfólki vegna þess að launin og vinnuaðstæðurnar eru fyllilega samkeppnishæfar við það sem best gerist í kringum okkur. Að sjúklingar fái lífsnauðsynlega þjónustu án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur. Að þjónusta sálfræðinga sé sjálfsagður hluti heilsugæslunnar en ekki munaður þeirri efnameiri eins og staðan er í dag. Við höfum séð það lengi annars staðar á Norðurlöndunum að þetta er hægt. Og við getum þetta líka. En til þess að svo megi verða þurfum við að forgangsraða upp á nýtt og sjá til þess að þjóðin öll njóti arðs af hinum miklu auðlindum sem Ísland á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar