Dagný: Mikilvægt að vinna síðasta leik ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 11:37 Dagný Brynjarsdóttir. Mynd/Youtube-síða KSÍ Dagný Brynjarsdóttir var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. Dagný var með fyrirliðaband íslenska liðsins í fjarveru Margrétar Láru Viðarsdóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. „Við stefndum á sigur í dag og það var mikilvægt að vinna síðasta leik ársins. Við erum búnar spila vel á þessu ári. Við höfðum heldur ekki unnið síðan að við töpuðum á móti Skotum og það var því mikilvægt að enda mótið á sigri,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Við vorum með yfirburði allan tímann og héldum boltanum vel og vorum að skapa okkur færi. Við hefðum þurft að vera aðeins betri í kringum vítateiginn því við vorum að fá mikið af hálffærum. Við náðum einhvern veginn ekki að klára færin okkar en það er eitthvað sem við getum unnið í,“ sagði Dagný. „Ég viðurkenni það alveg að það var frekar pirrandi að þær voru í jörðinni allan tímann. Það tók allt langan tíma hjá þeim hvort sem það voru innköst, aukaspyrnur eða þegar markvörðurinn var með boltann. Svo lágu þær líka í grasinu við minnstu snertingu. Það er mikilvægt að halda einbeitingu á móti svona andstæðingum. Það getur oft verið erfitt en mér fannst við gera það vel í dag,“ sagði Dagný. „Þær lágu aftarlega og voru að tefja en við náðum að setja eitt mark. Það var nóg. Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu því við höfðum ekki náð því hér úti í Kína. Það var því gott að enda þetta á sigri og að halda hreinu,“ sagði Dagný. „Mótið var fínt hjá okkur. Auðvitað hefðum við vilja vinna Dani sem var leikur sem var í okkar höndum. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi og allir í hópnum fengu stórt hlutverk. Við vorum saman hér í tíu daga sem var mjög mikilvægt fyrir hópinn. Þetta er búin að vera mikil reynsla,“ sagði Dagný. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta "Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:26 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Glódís: Vorum orkulausar í síðari hálfleiknum „Við erum mjög svekktar. Mér fannst við betri í þessum leik og í fyrri hálfleik eigum við leikinn, þær fá tvær sóknir og skora eitt mark,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:44 Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. 21. október 2016 13:00 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. Dagný var með fyrirliðaband íslenska liðsins í fjarveru Margrétar Láru Viðarsdóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. „Við stefndum á sigur í dag og það var mikilvægt að vinna síðasta leik ársins. Við erum búnar spila vel á þessu ári. Við höfðum heldur ekki unnið síðan að við töpuðum á móti Skotum og það var því mikilvægt að enda mótið á sigri,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Við vorum með yfirburði allan tímann og héldum boltanum vel og vorum að skapa okkur færi. Við hefðum þurft að vera aðeins betri í kringum vítateiginn því við vorum að fá mikið af hálffærum. Við náðum einhvern veginn ekki að klára færin okkar en það er eitthvað sem við getum unnið í,“ sagði Dagný. „Ég viðurkenni það alveg að það var frekar pirrandi að þær voru í jörðinni allan tímann. Það tók allt langan tíma hjá þeim hvort sem það voru innköst, aukaspyrnur eða þegar markvörðurinn var með boltann. Svo lágu þær líka í grasinu við minnstu snertingu. Það er mikilvægt að halda einbeitingu á móti svona andstæðingum. Það getur oft verið erfitt en mér fannst við gera það vel í dag,“ sagði Dagný. „Þær lágu aftarlega og voru að tefja en við náðum að setja eitt mark. Það var nóg. Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu því við höfðum ekki náð því hér úti í Kína. Það var því gott að enda þetta á sigri og að halda hreinu,“ sagði Dagný. „Mótið var fínt hjá okkur. Auðvitað hefðum við vilja vinna Dani sem var leikur sem var í okkar höndum. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi og allir í hópnum fengu stórt hlutverk. Við vorum saman hér í tíu daga sem var mjög mikilvægt fyrir hópinn. Þetta er búin að vera mikil reynsla,“ sagði Dagný.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta "Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:26 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Glódís: Vorum orkulausar í síðari hálfleiknum „Við erum mjög svekktar. Mér fannst við betri í þessum leik og í fyrri hálfleik eigum við leikinn, þær fá tvær sóknir og skora eitt mark,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:44 Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. 21. október 2016 13:00 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta "Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:26
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04
Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23
Glódís: Vorum orkulausar í síðari hálfleiknum „Við erum mjög svekktar. Mér fannst við betri í þessum leik og í fyrri hálfleik eigum við leikinn, þær fá tvær sóknir og skora eitt mark,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:44
Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. 21. október 2016 13:00