Skattatillaga Framsóknar - kanína upp úr hatti Finnur Birgisson skrifar 24. október 2016 10:24 Efst á blaði í kosningastefnuskrá Framsóknar og helsta útspil nýs formanns hennar í aðdraganda Alþingiskosninganna er tillaga um „eflingu miðstéttarinnar,“ með umbyltingu á skattkerfinu í samræmi við tillögur frá „Sjálfstæðri verkefnisstjórn“ innan „Samráðsvettvangs um aukna hagsæld“ (sic). Þær fela í orði kveðnu í sér að einungis verði tvö skattþrep, 25% og 43%, og ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út. Fullyrt er að þetta kerfi muni geta skilað sömu tekjum í ríkissjóð og það sem nú er og að með því sé verið að færa byrðarnar á „breiðu bökin“ en létta á hinum. Nánar tiltekið ganga þessar tillögur verkefnisstjórnarinnar og Framsóknar út á að neðra þrepið nái upp að 650 þús. kr. mánaðartekjum þar sem það efra tekur við. Persónuafsláttur yrði að nafninu til hærri en nú er, en hann yrði tekjutengdur á ákaflega flókinn hátt, þ.e. að hann byrji í núlli við 0-tekjur, þaðan og upp að tæpum 81 þús. kr. verði hann jafnhár tekjunum, þ.e. hækki með hækkandi tekjum, en fari síðan lækkandi um 29% af tekjum þar umfram þar til hann hyrfi við 358 þús. kr. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig þetta myndi koma út í samanburði við núgildandi staðgreiðslukerfi. Neðri línurnar sýna upphæð skatts (eða endurgreiðslu), sú bláa í núverandi kerfi en sú rauða skv. kerfi Framsóknar. Efri línurnar sýna ráðstöfunartekjur eftir skatt í hvoru tilviki fyrir sig. Af myndinni má m.a. sjá eftirfarandi: Í Framsóknarkerfinu myndu allir með tekjur upp að 190 þús. fá útgreiddan ónýttan persónuafslátt, en þó með þeim undarlega hætti að þeir sem hefðu allra lægstu tekjurnar fengju minnst. Mesta endurgreiðslu eða rúm 60 þúsund fengju þeir sem hefðu 81 þús. í tekjur, en síðan myndi endurgreiðslan lækka aftur til núlls við 190 þús. kr. tekjur. Að brattinn í skattheimtunni eða jaðarskatturinn neðantil í tekjuskalanum og upp að 358 þús. er ekki 25% eins og lögð er áhersla á í lýsingu Framsóknar á tillögunum, heldur 54% - vegna þess að þar fer saman skatthlutfallið 25% og skerðingin á persónuafslættinum um 29%. Jaðarskatturinn yrði 25% einungis á tekjubilinu 358 - 650 þús. Þrátt fyrir það yrði skatturinn á 300 - 400 þús. kr. tekjur lítillega hærri í kerfi Framsóknar en í því núgildandi, en alstaðar þar ofan við yrði skatturinn lægri. Af þessu og myndinni má ljóst vera að í raun er þarna ekki um að ræða tvö skattþrep, heldur fjögur, með skattprósenturnar -75%, 54%, 25% og 43%. Með þessu væru ekki lagðar meiri byrðar á breiðu bökin heldur væri verið að létta þær. Skattbyrðin á meðaltekjur myndi lítið breytast, sem á þó að vera aðalmarkmiðið. Jafnframt blasir það við það er fráleitt að þetta kerfi geti skilað sömu tekjum til ríkisins og núverandi kerfi. Við 300-400 þús. kr. tekjur myndi það skila lítillega meiri eða svipuðum skatti, en alstaðar þar fyrir ofan og neðan yrðu skatttekjurnar miklu minni, fyrir utan svo kostnað við að greiða út ónýttan persónuafslátt. Ekki þarf annað en að líta á myndina til að sjá þetta í hendi sér. Þetta skattkerfi myndi því eiginlega ekki gera neitt af því sem Framsókn þykist ætla sér og er þar fyrir utan svo undarlega smíðað að það hlýtur að vera einsdæmi. Svo virðist sem höfundar tillagnanna hafi ekki áttað sig á því (og þá ekki heldur formaður Framsóknar) að tekjutenging persónuafsláttarins hækkar jaðarskattinn, leggst ofan á skattprósentuna. Þá er útfærslan á útgreiðanlega persónuafslættinum svo furðuleg að hún hlýtur ásamt öðru að vekja spurningar um kunnáttu höfundanna á þessu sviði. Í kynningum formanns Framsóknarflokksins hefur hann reyndar alltaf passað sig á að taka skýrt fram að tillögurnar séu komnar frá „okkar færustu sérfræðingum í skattamálum“ og það hafa t.d. fréttamenn og spyrlar í kosningaþáttum etið upp eftir honum umhugsunarlaust og ótuggið. Indriða H Þorlákssyni fv. ríkisskattstjóra finnst hinsvegar ekki sérlega mikið til um sérfræðiþekk-inguna, en hann segir í grein á heimasíðu sinni um skýrslu verkefnisstjórnarinnar að í hópnum sé að vísu „einn sem fjallað hefur fræðilega um skatta og annar með langa reynslu í starfi hjá skattyfir-völdum en sérfræði annarra í hópnum og starfsmanna hans (sé) fremur fengin við að þjóna sérhagsmunum en að stuðla að sanngjörnu og réttlátu skattkerfi.“ Í greininni gerir Indriði ótal athugasemdir við efnistök og framsetningu skýrslunnar en lýkur henni með þessum orðum: „Gallar skýrslunnar að efni og framsetningu munu þó ekki koma í veg fyrir að pólitískir lukkuriddarar finni þar efni í snöggsoðna stefnumótun.“ Og sú hefur líka orðið raunin. Skýrsla Verkefnisstjórnar: https://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/uttekt-a-skattkefinu.pdf Grein Indriða: https://indridih.com/skattar-almennt/uttekt-a-islensku-skattkerfi-tillogur-verkefnisstjornar-um-skatta/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Sjá meira
Efst á blaði í kosningastefnuskrá Framsóknar og helsta útspil nýs formanns hennar í aðdraganda Alþingiskosninganna er tillaga um „eflingu miðstéttarinnar,“ með umbyltingu á skattkerfinu í samræmi við tillögur frá „Sjálfstæðri verkefnisstjórn“ innan „Samráðsvettvangs um aukna hagsæld“ (sic). Þær fela í orði kveðnu í sér að einungis verði tvö skattþrep, 25% og 43%, og ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út. Fullyrt er að þetta kerfi muni geta skilað sömu tekjum í ríkissjóð og það sem nú er og að með því sé verið að færa byrðarnar á „breiðu bökin“ en létta á hinum. Nánar tiltekið ganga þessar tillögur verkefnisstjórnarinnar og Framsóknar út á að neðra þrepið nái upp að 650 þús. kr. mánaðartekjum þar sem það efra tekur við. Persónuafsláttur yrði að nafninu til hærri en nú er, en hann yrði tekjutengdur á ákaflega flókinn hátt, þ.e. að hann byrji í núlli við 0-tekjur, þaðan og upp að tæpum 81 þús. kr. verði hann jafnhár tekjunum, þ.e. hækki með hækkandi tekjum, en fari síðan lækkandi um 29% af tekjum þar umfram þar til hann hyrfi við 358 þús. kr. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig þetta myndi koma út í samanburði við núgildandi staðgreiðslukerfi. Neðri línurnar sýna upphæð skatts (eða endurgreiðslu), sú bláa í núverandi kerfi en sú rauða skv. kerfi Framsóknar. Efri línurnar sýna ráðstöfunartekjur eftir skatt í hvoru tilviki fyrir sig. Af myndinni má m.a. sjá eftirfarandi: Í Framsóknarkerfinu myndu allir með tekjur upp að 190 þús. fá útgreiddan ónýttan persónuafslátt, en þó með þeim undarlega hætti að þeir sem hefðu allra lægstu tekjurnar fengju minnst. Mesta endurgreiðslu eða rúm 60 þúsund fengju þeir sem hefðu 81 þús. í tekjur, en síðan myndi endurgreiðslan lækka aftur til núlls við 190 þús. kr. tekjur. Að brattinn í skattheimtunni eða jaðarskatturinn neðantil í tekjuskalanum og upp að 358 þús. er ekki 25% eins og lögð er áhersla á í lýsingu Framsóknar á tillögunum, heldur 54% - vegna þess að þar fer saman skatthlutfallið 25% og skerðingin á persónuafslættinum um 29%. Jaðarskatturinn yrði 25% einungis á tekjubilinu 358 - 650 þús. Þrátt fyrir það yrði skatturinn á 300 - 400 þús. kr. tekjur lítillega hærri í kerfi Framsóknar en í því núgildandi, en alstaðar þar ofan við yrði skatturinn lægri. Af þessu og myndinni má ljóst vera að í raun er þarna ekki um að ræða tvö skattþrep, heldur fjögur, með skattprósenturnar -75%, 54%, 25% og 43%. Með þessu væru ekki lagðar meiri byrðar á breiðu bökin heldur væri verið að létta þær. Skattbyrðin á meðaltekjur myndi lítið breytast, sem á þó að vera aðalmarkmiðið. Jafnframt blasir það við það er fráleitt að þetta kerfi geti skilað sömu tekjum til ríkisins og núverandi kerfi. Við 300-400 þús. kr. tekjur myndi það skila lítillega meiri eða svipuðum skatti, en alstaðar þar fyrir ofan og neðan yrðu skatttekjurnar miklu minni, fyrir utan svo kostnað við að greiða út ónýttan persónuafslátt. Ekki þarf annað en að líta á myndina til að sjá þetta í hendi sér. Þetta skattkerfi myndi því eiginlega ekki gera neitt af því sem Framsókn þykist ætla sér og er þar fyrir utan svo undarlega smíðað að það hlýtur að vera einsdæmi. Svo virðist sem höfundar tillagnanna hafi ekki áttað sig á því (og þá ekki heldur formaður Framsóknar) að tekjutenging persónuafsláttarins hækkar jaðarskattinn, leggst ofan á skattprósentuna. Þá er útfærslan á útgreiðanlega persónuafslættinum svo furðuleg að hún hlýtur ásamt öðru að vekja spurningar um kunnáttu höfundanna á þessu sviði. Í kynningum formanns Framsóknarflokksins hefur hann reyndar alltaf passað sig á að taka skýrt fram að tillögurnar séu komnar frá „okkar færustu sérfræðingum í skattamálum“ og það hafa t.d. fréttamenn og spyrlar í kosningaþáttum etið upp eftir honum umhugsunarlaust og ótuggið. Indriða H Þorlákssyni fv. ríkisskattstjóra finnst hinsvegar ekki sérlega mikið til um sérfræðiþekk-inguna, en hann segir í grein á heimasíðu sinni um skýrslu verkefnisstjórnarinnar að í hópnum sé að vísu „einn sem fjallað hefur fræðilega um skatta og annar með langa reynslu í starfi hjá skattyfir-völdum en sérfræði annarra í hópnum og starfsmanna hans (sé) fremur fengin við að þjóna sérhagsmunum en að stuðla að sanngjörnu og réttlátu skattkerfi.“ Í greininni gerir Indriði ótal athugasemdir við efnistök og framsetningu skýrslunnar en lýkur henni með þessum orðum: „Gallar skýrslunnar að efni og framsetningu munu þó ekki koma í veg fyrir að pólitískir lukkuriddarar finni þar efni í snöggsoðna stefnumótun.“ Og sú hefur líka orðið raunin. Skýrsla Verkefnisstjórnar: https://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/uttekt-a-skattkefinu.pdf Grein Indriða: https://indridih.com/skattar-almennt/uttekt-a-islensku-skattkerfi-tillogur-verkefnisstjornar-um-skatta/
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun