Viðreisn vill að tekjur af uppboðum renni til uppbyggingar í nærsveitum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2016 19:30 Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð. Viðreisn kynnti í dag helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Viðreisn leggur ríka áherslu á það sé greitt sanngjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðarauðlind og eign íslenska ríkisins. Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboð á aflaheimildunum. Viðreisn vill að tekjurnar af uppboði aflaheimilda renni í sérstakan innviðasjóð sem verði síðan nýttur til atvinnuuppbyggingar, ekki síst á landsbyggðinni.Sveitarfélögin fá beina aðkomu að ráðstöfun fjármuna „Hugmyndin er í grunninn mjög einföld. Það er verið að láta afgjaldið af auðlindinni renna í sérstakan innviðasjóð sem færi til uppbyggingar á viðkomandi landsvæðum þar sem aflaheimildir eru uppurnar. Um leið fengju viðkomandi sveitarfélög og byggðir aðkomu að því hvernig þeim fjármunum yrði forgangsraðað í fjárfestingu í innviðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavík-norður. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. Þorsteinn segir að með þessu fáist fjármagn til uppbyggingar í vegakerfinu, fjarskiptakerfum. Markmiðið sé að styrkja og stækka atvinnusvæðin á landsbyggðinni. Eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar er ábyrg stefna í ríkisfjármálum og aðhald þar en þetta stefnumál er grunnforsenda þess að hægt sé að breyta um peningastefnu og innleiða svokallað myntráð eða fastgengisstefnu þar sem gengi íslensku krónunnar er fest við gengi evrunnar. Forystumenn Viðreisnar telja að vaxtalækkunin sem fylgi slíkri stefnu muni búa til miklar hagsbætur hjá ríkinu, sveitarfélögum og almenningi. Þorsteinn seir að miðað við 3 prósenta lækkun vaxta myndist 180 milljarða króna sparnaður.Þverbrutum allar reglur sem voru forsenda fastgengisstefnu Innleiðing fastgengisstefnu er kollvörpun á núverandi peningastefnu sem byggir á verðbólgumarkmiði. Núverandi peningastefna var innleidd af Seðlabanka Íslands í mars 2001. Fram að þeim tíma höfðu Íslendingar vísi að fastgengisstefnu. En hver er munurinn á þeirri stefnu og hugmynd Viðreisnar um myntráð með festingu gengis íslensku krónunnar við gengi evrunnar? „Vandi þeirra stefnu var að bæði á vettvangi stjórnmálanna og á vettvangi vinnumarkaðarins voru í raun og veru allar leikreglur slíkrar fastgengisstefnu margbrotnar. Það er forsenda fastgengisstefnu eins og við sjáum í nágrannalöndum eins og hjá Dönum sem hafa stuðst við slíka stefnu í þrjá áratugi. Ábyrg ríkisfjármálastefna, ábyrgur vinnumarkaður og samspil þessara tveggja þátta er lykilatriði við framkvæmd fastgengisstefnu,“ segir Þorsteinn. Í raun er hægt að ganga lengra en að segja þetta lykilatriði. Segja má að þetta sé grunnforsenda þess að hægt sé að framkvæma peningastefnu af þessu tagi. Önnur forsenda er mikill óskuldsettur gjaldeyrisforði hjá Seðlabanka Íslands. Óskuldsettur forði í dag er á bilinu 400-450 milljarðar króna hjá Seðlabankanum. Aðspurður segir Þorsteinn að forðinn þurfi ekki að vera mikið stærri en þetta svo stefnan sé framkvæmanleg. Kosningar 2016 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð. Viðreisn kynnti í dag helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Viðreisn leggur ríka áherslu á það sé greitt sanngjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðarauðlind og eign íslenska ríkisins. Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboð á aflaheimildunum. Viðreisn vill að tekjurnar af uppboði aflaheimilda renni í sérstakan innviðasjóð sem verði síðan nýttur til atvinnuuppbyggingar, ekki síst á landsbyggðinni.Sveitarfélögin fá beina aðkomu að ráðstöfun fjármuna „Hugmyndin er í grunninn mjög einföld. Það er verið að láta afgjaldið af auðlindinni renna í sérstakan innviðasjóð sem færi til uppbyggingar á viðkomandi landsvæðum þar sem aflaheimildir eru uppurnar. Um leið fengju viðkomandi sveitarfélög og byggðir aðkomu að því hvernig þeim fjármunum yrði forgangsraðað í fjárfestingu í innviðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavík-norður. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. Þorsteinn segir að með þessu fáist fjármagn til uppbyggingar í vegakerfinu, fjarskiptakerfum. Markmiðið sé að styrkja og stækka atvinnusvæðin á landsbyggðinni. Eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar er ábyrg stefna í ríkisfjármálum og aðhald þar en þetta stefnumál er grunnforsenda þess að hægt sé að breyta um peningastefnu og innleiða svokallað myntráð eða fastgengisstefnu þar sem gengi íslensku krónunnar er fest við gengi evrunnar. Forystumenn Viðreisnar telja að vaxtalækkunin sem fylgi slíkri stefnu muni búa til miklar hagsbætur hjá ríkinu, sveitarfélögum og almenningi. Þorsteinn seir að miðað við 3 prósenta lækkun vaxta myndist 180 milljarða króna sparnaður.Þverbrutum allar reglur sem voru forsenda fastgengisstefnu Innleiðing fastgengisstefnu er kollvörpun á núverandi peningastefnu sem byggir á verðbólgumarkmiði. Núverandi peningastefna var innleidd af Seðlabanka Íslands í mars 2001. Fram að þeim tíma höfðu Íslendingar vísi að fastgengisstefnu. En hver er munurinn á þeirri stefnu og hugmynd Viðreisnar um myntráð með festingu gengis íslensku krónunnar við gengi evrunnar? „Vandi þeirra stefnu var að bæði á vettvangi stjórnmálanna og á vettvangi vinnumarkaðarins voru í raun og veru allar leikreglur slíkrar fastgengisstefnu margbrotnar. Það er forsenda fastgengisstefnu eins og við sjáum í nágrannalöndum eins og hjá Dönum sem hafa stuðst við slíka stefnu í þrjá áratugi. Ábyrg ríkisfjármálastefna, ábyrgur vinnumarkaður og samspil þessara tveggja þátta er lykilatriði við framkvæmd fastgengisstefnu,“ segir Þorsteinn. Í raun er hægt að ganga lengra en að segja þetta lykilatriði. Segja má að þetta sé grunnforsenda þess að hægt sé að framkvæma peningastefnu af þessu tagi. Önnur forsenda er mikill óskuldsettur gjaldeyrisforði hjá Seðlabanka Íslands. Óskuldsettur forði í dag er á bilinu 400-450 milljarðar króna hjá Seðlabankanum. Aðspurður segir Þorsteinn að forðinn þurfi ekki að vera mikið stærri en þetta svo stefnan sé framkvæmanleg.
Kosningar 2016 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira