Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 19:30 Julian Assange boðaði fyrir nokkru síðan að í vændum væri gagnaleki úr röðum Demókrataflokksins sem gæti gert úti um framboð Hillary Clinton. Síðustu daga hefur Wikileaks svo tekið að birta persónuupplýsingar úr hökkuðum tölvupóstum kosningastjóra Demókrata, en þótt þeir komi vissulega höggi á framboðið virðist Clinton standa það ar sér áreynslulítið.Ekki nógu krassandi til að fella hana Silja Bára ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Donald Trump sé í raun sjálfur búinn að nánast tortíma eigin framboði, en ef það haldi áfram að koma gögn frá Wikileaks þá gæti Clinton samt sem áður verið í varnarbaráttu fram að kjördegi. „Enn sem komið er hafa ekki verið nógu krassandi í þessum póstum en maður veit aldrei hvað er eftir og er andstæðingurinn að fara að geta nýtt sér það. Það er kannski þar sem mér sýnist veikleikinn helst vera hjá Trump að hann og hans starfsfólk, þau ná ekki að vinna úr þessum upplýsingum."Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um lekamál sem hafa haft áhrif á gang bandarískra stjórnmála, frá Watergate til Wikileaks, á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.365/Guðrún Helga StefánsdóttirÞess eru auðvitað fordæmi að gagnalekar breyti stefnu bandarískra stjórnmála. Frægasta dæmið er uppljóstrun Deepthroat í Watergate málinu, sem batt enda á forsetatíð Richard Nixon. Silja Bára bar saman þessi mál á fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í tilefni sýningarinnar The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate hneykslið Í þágu hvers er lekinn? Í erindi sínu, frá Watergate til Wikileaks, sagði Silja Bára þó ákveðinn eðlismun á þessum lekamálum. Watergate og fleiri sambærileg lekamál snúist jafnan fyrst og fremst um að koma á framfæri gögnum til að verja almannahagsmuni. Hjá Wikileaks sé enginn greinarmunur gerður á gögnum sem varði innanríkisstjórnmál annars vegar eða persónupplýsingar hinsvegar og markmiðið, ef eitthvað, sé óljóst. „Þarna eru óháð samtök einstaklinga sem standa fyrir þessu og það er ekki alltaf ljóst hvort það er í þágu annars ríkis, í þágu pólitískrar baráttu annars flokks eða hvort þetta er í þágu almannahagsmuna," sagði Silja Bára í samtali við fréttastofu eftir erindið.Rússneskir hakkarar að baki lekanum? Þannig hafa vaknað spurningar um það hvort persónuleg óvild Julian Assange sjálfs sé það sem ráði för í raun. Assange situr enn í útlegð í London, en í vikunni lokuðu ekvadorsk stjórnvöld á nettengingu hans í vikunni með þeim rökum að þau vilji ekki stuðla að utanaðkomandi afskiptum að innanríkismálum Bandaríkjanna. Kaldhæðnin er kannski sú að Wikileaks samtökin, sem starfa í nafni róttæks gagnsæis, eru sjálf ekki fyllilega gagnsæ um eigin starfsemi. Úr herbúðum Clinton er því haldið fram fullum fetum að Wikileaks hafi þegið tölvupóstana úr höndum rússnesku leyniþjónustunnar. Sé það rétt gæti lekinn haft verulega áhrif á samskipti þessara stórvelda á komandi kjörtímabili.Óttinn við framtíðarleka gæti haft langtímaáhrif Rætt er um að ógnin af netárásum verði veigameiri en áður í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili. Jafnvel þótt Wikileaks lekarnir hafi ekki úrslitaáhrif í kosningunum eftir tvær vikur gæti óttinn við frekari leka af sama tagi því haft áhrif á stjórnmálin til framtíðar og um leið á starf sagnfræðinga framtíðar, eins og Silja Bára bendir á. „Það getur auðvitað vel verið að til lengri tíma verði meiri áhrif af þessum lekamálum og þá kannski einna helst í því hvernig gögn verða vistuð. Að fólk fari að veigra sér við því að setja upplýsingar í skriflegt form." Verði það raunin gæti um leið reynst erfiðara síðar meir að greina svart á hvítu fyrir hvaða málaflokka eða hugmyndir frambjóðendur til hafi staðið. „Þetta er bara nýr veruleiki sem við erum að læra á ennþá." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Julian Assange boðaði fyrir nokkru síðan að í vændum væri gagnaleki úr röðum Demókrataflokksins sem gæti gert úti um framboð Hillary Clinton. Síðustu daga hefur Wikileaks svo tekið að birta persónuupplýsingar úr hökkuðum tölvupóstum kosningastjóra Demókrata, en þótt þeir komi vissulega höggi á framboðið virðist Clinton standa það ar sér áreynslulítið.Ekki nógu krassandi til að fella hana Silja Bára ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Donald Trump sé í raun sjálfur búinn að nánast tortíma eigin framboði, en ef það haldi áfram að koma gögn frá Wikileaks þá gæti Clinton samt sem áður verið í varnarbaráttu fram að kjördegi. „Enn sem komið er hafa ekki verið nógu krassandi í þessum póstum en maður veit aldrei hvað er eftir og er andstæðingurinn að fara að geta nýtt sér það. Það er kannski þar sem mér sýnist veikleikinn helst vera hjá Trump að hann og hans starfsfólk, þau ná ekki að vinna úr þessum upplýsingum."Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um lekamál sem hafa haft áhrif á gang bandarískra stjórnmála, frá Watergate til Wikileaks, á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.365/Guðrún Helga StefánsdóttirÞess eru auðvitað fordæmi að gagnalekar breyti stefnu bandarískra stjórnmála. Frægasta dæmið er uppljóstrun Deepthroat í Watergate málinu, sem batt enda á forsetatíð Richard Nixon. Silja Bára bar saman þessi mál á fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í tilefni sýningarinnar The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate hneykslið Í þágu hvers er lekinn? Í erindi sínu, frá Watergate til Wikileaks, sagði Silja Bára þó ákveðinn eðlismun á þessum lekamálum. Watergate og fleiri sambærileg lekamál snúist jafnan fyrst og fremst um að koma á framfæri gögnum til að verja almannahagsmuni. Hjá Wikileaks sé enginn greinarmunur gerður á gögnum sem varði innanríkisstjórnmál annars vegar eða persónupplýsingar hinsvegar og markmiðið, ef eitthvað, sé óljóst. „Þarna eru óháð samtök einstaklinga sem standa fyrir þessu og það er ekki alltaf ljóst hvort það er í þágu annars ríkis, í þágu pólitískrar baráttu annars flokks eða hvort þetta er í þágu almannahagsmuna," sagði Silja Bára í samtali við fréttastofu eftir erindið.Rússneskir hakkarar að baki lekanum? Þannig hafa vaknað spurningar um það hvort persónuleg óvild Julian Assange sjálfs sé það sem ráði för í raun. Assange situr enn í útlegð í London, en í vikunni lokuðu ekvadorsk stjórnvöld á nettengingu hans í vikunni með þeim rökum að þau vilji ekki stuðla að utanaðkomandi afskiptum að innanríkismálum Bandaríkjanna. Kaldhæðnin er kannski sú að Wikileaks samtökin, sem starfa í nafni róttæks gagnsæis, eru sjálf ekki fyllilega gagnsæ um eigin starfsemi. Úr herbúðum Clinton er því haldið fram fullum fetum að Wikileaks hafi þegið tölvupóstana úr höndum rússnesku leyniþjónustunnar. Sé það rétt gæti lekinn haft verulega áhrif á samskipti þessara stórvelda á komandi kjörtímabili.Óttinn við framtíðarleka gæti haft langtímaáhrif Rætt er um að ógnin af netárásum verði veigameiri en áður í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili. Jafnvel þótt Wikileaks lekarnir hafi ekki úrslitaáhrif í kosningunum eftir tvær vikur gæti óttinn við frekari leka af sama tagi því haft áhrif á stjórnmálin til framtíðar og um leið á starf sagnfræðinga framtíðar, eins og Silja Bára bendir á. „Það getur auðvitað vel verið að til lengri tíma verði meiri áhrif af þessum lekamálum og þá kannski einna helst í því hvernig gögn verða vistuð. Að fólk fari að veigra sér við því að setja upplýsingar í skriflegt form." Verði það raunin gæti um leið reynst erfiðara síðar meir að greina svart á hvítu fyrir hvaða málaflokka eða hugmyndir frambjóðendur til hafi staðið. „Þetta er bara nýr veruleiki sem við erum að læra á ennþá."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira