Allt fyrir ekkert Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Á mánudaginn er kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur í fertugasta og fyrsta sinn. Af því tilefni biðja leikskólakennarar í leikskólum landsins foreldra um að sækja börnin sín eilítið fyrr svo að kennararnir geti komið saman á baráttufundum. Kannski finnst mörgum foreldrum það hálfgerð kvöð og jafnvel óþægindi að trufla þurfi daginn hjá þeim með þessum hætti. Hvað eru þessir leikskólakennarar alltaf að vilja upp á dekk? Ekki nóg með að oft og tíðum þurfi að sækja börnin fyrr vegna manneklu og eilífra starfsdaga, þá á nú að slíta sundur vinnudag foreldranna í enn eitt skiptið með tilheyrandi óþægindum fyrir vinnustaði og atvinnurekendur. Leikskólakennarar hafa hins vegar góðar ástæður til að koma saman á baráttufundum. Laun og aðbúnaður allur er samfélagi okkar því miður til skammar. Á sama tíma eru gerðar sífellt strangari kröfur um háskólamenntun og sérfræðiþekkingu. Er nema furða að leikskólastjórar eigi það til að auglýsa eftir starfskröftum á foreldrafundum. Þekkið þið einhvern, einhvers staðar? er spurt.Á sama tíma gera foreldrar sífellt meiri kröfur til fólksins sem að stórum hluta sér um uppeldi barna þeirra. Á foreldrafundum er kvartað undan því að ekki berist nægar upplýsingar úr starfinu heim til foreldranna, kennararnir eru gagnrýndir fyrir að tilkynna ekki um starfsdaga með nægjanlegum fyrirvara og jafnvel skammaðir fyrir að taka ekki nógu margar myndir af krökkunum. Þetta bætist við álagið sem fylgir starfinu. Allir foreldrar vita að barnauppeldi er ekki eilífur dans á rósum. Ímyndið ykkur að börnin væru ekki þrjú heldur þrjátíu. Álagið á leikskólakennurum er meira en í flestum öðrum störfum. Einstæðir foreldrar greiða nú um 15 þúsund krónur á mánuði fyrir heilan dag á leikskóla. Foreldrar í sambúð ríflega það. Á sama tíma byrja grunnlaun leikskólakennara og leiðbeinenda í réttum þrjú hundruð þúsund krónum. Mikið vantar á að endar nái saman. Engan skyldi því undra að sífellt færri vilji gegna starfinu. Laun eru lág og starfsskilyrði erfið. Foreldrar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gagnrýna leikskólakennara barna sinna. Í þeirra tilviki er langt í frá að laun endurspegli ábyrgð. Er eitthvað að því að spyrja hvort ekki sé rétt að foreldrar greiði meira fyrir þjónustuna? Þá fyrst væri hægt að hækka laun, bæta aðstöðu og aðbúnað og gera kröfur til kennaranna. Ef borgaryfirvöld hafa ekki hugrekki eða vilja til þess ættu aflögufærir foreldrar einfaldlega að taka höndum saman. Rétta hjálparhönd í manneklu, og sjá til þess með samskotum að börnin hafi leikföng og með því. Í leikskólum landsins er unnið frábært starf, en þar eins og annars staðar sannast, að það er ekki hægt að ætlast til að fá allt fyrir ekkert.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn er kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur í fertugasta og fyrsta sinn. Af því tilefni biðja leikskólakennarar í leikskólum landsins foreldra um að sækja börnin sín eilítið fyrr svo að kennararnir geti komið saman á baráttufundum. Kannski finnst mörgum foreldrum það hálfgerð kvöð og jafnvel óþægindi að trufla þurfi daginn hjá þeim með þessum hætti. Hvað eru þessir leikskólakennarar alltaf að vilja upp á dekk? Ekki nóg með að oft og tíðum þurfi að sækja börnin fyrr vegna manneklu og eilífra starfsdaga, þá á nú að slíta sundur vinnudag foreldranna í enn eitt skiptið með tilheyrandi óþægindum fyrir vinnustaði og atvinnurekendur. Leikskólakennarar hafa hins vegar góðar ástæður til að koma saman á baráttufundum. Laun og aðbúnaður allur er samfélagi okkar því miður til skammar. Á sama tíma eru gerðar sífellt strangari kröfur um háskólamenntun og sérfræðiþekkingu. Er nema furða að leikskólastjórar eigi það til að auglýsa eftir starfskröftum á foreldrafundum. Þekkið þið einhvern, einhvers staðar? er spurt.Á sama tíma gera foreldrar sífellt meiri kröfur til fólksins sem að stórum hluta sér um uppeldi barna þeirra. Á foreldrafundum er kvartað undan því að ekki berist nægar upplýsingar úr starfinu heim til foreldranna, kennararnir eru gagnrýndir fyrir að tilkynna ekki um starfsdaga með nægjanlegum fyrirvara og jafnvel skammaðir fyrir að taka ekki nógu margar myndir af krökkunum. Þetta bætist við álagið sem fylgir starfinu. Allir foreldrar vita að barnauppeldi er ekki eilífur dans á rósum. Ímyndið ykkur að börnin væru ekki þrjú heldur þrjátíu. Álagið á leikskólakennurum er meira en í flestum öðrum störfum. Einstæðir foreldrar greiða nú um 15 þúsund krónur á mánuði fyrir heilan dag á leikskóla. Foreldrar í sambúð ríflega það. Á sama tíma byrja grunnlaun leikskólakennara og leiðbeinenda í réttum þrjú hundruð þúsund krónum. Mikið vantar á að endar nái saman. Engan skyldi því undra að sífellt færri vilji gegna starfinu. Laun eru lág og starfsskilyrði erfið. Foreldrar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gagnrýna leikskólakennara barna sinna. Í þeirra tilviki er langt í frá að laun endurspegli ábyrgð. Er eitthvað að því að spyrja hvort ekki sé rétt að foreldrar greiði meira fyrir þjónustuna? Þá fyrst væri hægt að hækka laun, bæta aðstöðu og aðbúnað og gera kröfur til kennaranna. Ef borgaryfirvöld hafa ekki hugrekki eða vilja til þess ættu aflögufærir foreldrar einfaldlega að taka höndum saman. Rétta hjálparhönd í manneklu, og sjá til þess með samskotum að börnin hafi leikföng og með því. Í leikskólum landsins er unnið frábært starf, en þar eins og annars staðar sannast, að það er ekki hægt að ætlast til að fá allt fyrir ekkert.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun