Ráðherra segir ekki óeðlilegt að skipa aðstoðarmann ef hann er eins og Sunna Þorgeir Helgason skrifar 22. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, aðstoðarkonu sinni. Mynd af Facebook-síðu Framsóknarflokksins „Það er einfaldlega þannig að það er ráðherra sem að skipar í stjórnina. Ég taldi rétt að gera þessar breytingar, fá inn fólk með aðra nálgun og sýn en það fólk sem áður sat í stjórninni. Án þess að það sé neitt að því fólki. Það er ágætt að breyta til,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun sína að skipta um þrjá stjórnarmenn í Matís, aðeins ellefu dögum fyrir kosningar.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Gunnar Bragi segir eina ástæðu mannabreytinganna þá að hann hafi viljað laga kynjahlutföll í stjórninni. Meðal nýrra stjórnarmanna í Matís er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár, og er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Það er alls ekkert óeðlilegt að skipa aðstoðarmann sinn í stjórn félags ef viðkomandi er eins og Sunna. Hún er vel menntuð, með góða reynslu af stjórnsýslunni, erlendum samskiptum og hinu og þessu,“ segir Gunnar Bragi um ráðninguna. Ásamt Sunnu var Viggó Jónsson einnig skipaður í stjórnina. Hann hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann á einnig sæti sem varamaður í stjórn Kaupfélags Skagafjarðar. Spurður út í skipun Viggós segir Gunnar Bragi hann vel hæfan. „Hann er einhvers konar rafmagnsfræðingur, minnir mig. Auk þess hefur hann mikla reynslu af atvinnuþróun og af atvinnulífinu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
„Það er einfaldlega þannig að það er ráðherra sem að skipar í stjórnina. Ég taldi rétt að gera þessar breytingar, fá inn fólk með aðra nálgun og sýn en það fólk sem áður sat í stjórninni. Án þess að það sé neitt að því fólki. Það er ágætt að breyta til,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun sína að skipta um þrjá stjórnarmenn í Matís, aðeins ellefu dögum fyrir kosningar.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Gunnar Bragi segir eina ástæðu mannabreytinganna þá að hann hafi viljað laga kynjahlutföll í stjórninni. Meðal nýrra stjórnarmanna í Matís er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár, og er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Það er alls ekkert óeðlilegt að skipa aðstoðarmann sinn í stjórn félags ef viðkomandi er eins og Sunna. Hún er vel menntuð, með góða reynslu af stjórnsýslunni, erlendum samskiptum og hinu og þessu,“ segir Gunnar Bragi um ráðninguna. Ásamt Sunnu var Viggó Jónsson einnig skipaður í stjórnina. Hann hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann á einnig sæti sem varamaður í stjórn Kaupfélags Skagafjarðar. Spurður út í skipun Viggós segir Gunnar Bragi hann vel hæfan. „Hann er einhvers konar rafmagnsfræðingur, minnir mig. Auk þess hefur hann mikla reynslu af atvinnuþróun og af atvinnulífinu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00