Af kjaramálum tónlistarskólakennara og annarra opinberra starfsmanna Guðríður Arnardóttir skrifar 21. október 2016 09:55 Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í tæpt ár. Krafa þeirra er hógvær, þau vilja fá sömu laun og aðrir kennarar. Tónlistarskólakennarar fóru í langt og erfitt verkfall fyrir tveimur árum og mátti glöggt finna þann mikla stuðning sem þau fengu í samfélaginu enda tónlistarskólar hluti af menntakerfinu og þar er enginn einn hlekkur minna mikilvægur en annar. Kennarasamband Íslands og Bandalag háskólamanna töldu hagsmunum sínum ekki borgið með aðild að rammasamkomulagi um launaþróun sem skrifað var undir af aðilum vinnumarkaðarins haustið 2015. Ástæðan var (fyrir utan fyrirhugaðar skerðingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna) að stærstum hluta til vegna þess að launasetning þessara hópa hefði áfram verið slök í samburði við hópa með sambærilega menntun innan rammans. Aldrei hef ég heyrt fulltrúa sveitarfélaganna eða aðra sem hafa um málið að segja fullyrða að það sé í lagi að tónlistarskólakennarar séu 15% lægri í launum en aðrir kennarar með sömu menntun. Og mér vitanlega hefur samningsfrelsi okkar opinberra starfsmanna ekki verið tekið af okkur, að minnsta kosti ekki í orði. En er það í reynd? Getur verið að við, opinberir starfsmenn, verðum nú látin sitja samningslaus og þannig verðum við barin til hlýðni og barið í gegn áframhaldandi láglaunastefna opinberra starfsmanna og skerðingar á lífeyrisréttindum? Það sýnir litlar efndir á þeim hluta nýs vinnumarkaðslíkans og fyrirhuguðum breytingum á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að laun þeirra skuli jafna við almenna markaðinn. Hvernig væri að byrja á þeim enda? Hvernig væri að sýna vilja í verki og semja við þá stétt opinberra starfsmanna sem hefur verið lengst samningslaus og hvers laun eru lægri en allra annarra menntastétta? Það væri ágætis byrjun á vegferð sem flestir eru sammála um að við verðum að hefja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í tæpt ár. Krafa þeirra er hógvær, þau vilja fá sömu laun og aðrir kennarar. Tónlistarskólakennarar fóru í langt og erfitt verkfall fyrir tveimur árum og mátti glöggt finna þann mikla stuðning sem þau fengu í samfélaginu enda tónlistarskólar hluti af menntakerfinu og þar er enginn einn hlekkur minna mikilvægur en annar. Kennarasamband Íslands og Bandalag háskólamanna töldu hagsmunum sínum ekki borgið með aðild að rammasamkomulagi um launaþróun sem skrifað var undir af aðilum vinnumarkaðarins haustið 2015. Ástæðan var (fyrir utan fyrirhugaðar skerðingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna) að stærstum hluta til vegna þess að launasetning þessara hópa hefði áfram verið slök í samburði við hópa með sambærilega menntun innan rammans. Aldrei hef ég heyrt fulltrúa sveitarfélaganna eða aðra sem hafa um málið að segja fullyrða að það sé í lagi að tónlistarskólakennarar séu 15% lægri í launum en aðrir kennarar með sömu menntun. Og mér vitanlega hefur samningsfrelsi okkar opinberra starfsmanna ekki verið tekið af okkur, að minnsta kosti ekki í orði. En er það í reynd? Getur verið að við, opinberir starfsmenn, verðum nú látin sitja samningslaus og þannig verðum við barin til hlýðni og barið í gegn áframhaldandi láglaunastefna opinberra starfsmanna og skerðingar á lífeyrisréttindum? Það sýnir litlar efndir á þeim hluta nýs vinnumarkaðslíkans og fyrirhuguðum breytingum á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að laun þeirra skuli jafna við almenna markaðinn. Hvernig væri að byrja á þeim enda? Hvernig væri að sýna vilja í verki og semja við þá stétt opinberra starfsmanna sem hefur verið lengst samningslaus og hvers laun eru lægri en allra annarra menntastétta? Það væri ágætis byrjun á vegferð sem flestir eru sammála um að við verðum að hefja.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar