Körfuboltalið frá Los Angeles meistari á ný | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2016 10:30 Candace Parker fagnar eigandann Magic Johnson. Vísir/Getty Los Angeles á meistaralið á nýjan leik í bandaríska körfuboltanum. Það eru þó ekki lið Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers heldur stelpurnar í Los Angeles Sparks. LA Sparks-liðið varð WNBA-meistari í nótt eftir dramatískan sigur í oddaleik um titilinn. Los Angeles Sparks vann þá 77-76 sigur á Minnesota Lynx þökk sé sigurkörfu frá Nneka Ogwumike aðeins 3,1 sekúndu fyrir leikslok. Þetta var fyrsti titill Los Angeles Sparks í fjórtán ár en Minnesota Lynx var ríkjandi WNBA-meistari. Candace Parker var með 28 stig og 12 fráköst í úrslitaleiknum og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Candace Parker hefur verið lengi í deildinni en var þarna að vinna sinn fyrsta WNBA-titil. Candace Parker vann á sínum tvo háskólatitla undir stjórn Pat Summitt en hin sigursæla Summitt lést á þessu ári og bandarískir fjölmiðlar voru duglegir að ýja að því að hún hafi verið með Parker í þessum leikjum. Eitt er víst að Candace Parker hefur mátt þola mikla gagnrýni á sínum ferli en þetta er hennar níunda tímabil. Hún hefur tvisvar verið kosin besti leikmaður deildarinnar á ferlinum en nú náði hún loksins í stóra bikarinn. „Ég hefði ekki viljað fara í þetta ferðalag með neinum öðrum. Það er magnað hvað það er gaman að spila þegar þú ert með svona gott fólk í kringum þig,“ sagði Candace Parker. „Ég hef aldrei verið í kringum leikmann sem hefur fengið svona harða gagnrýni. Ég svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Brian Agler, þjálfari nýkrýndra WNBA-meistara. Nneka Ogwumike skoraði 12 stig í lokaleiknum en hún var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. Leikurinn og öll úrslitin voru gríðarlega jöfn. Liðin skiptust sem dæmi 24 sinnum á að hafa forystuna í leiknum í nótt. Maya Moore var með 23 stig og 11 stoðsendingar en liði Minnesota Lynx mistókst að vinna sinn fjórða WNBA-titil og jafna þar með met Houston Comets frá 1997 til 2000. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Los Angeles á meistaralið á nýjan leik í bandaríska körfuboltanum. Það eru þó ekki lið Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers heldur stelpurnar í Los Angeles Sparks. LA Sparks-liðið varð WNBA-meistari í nótt eftir dramatískan sigur í oddaleik um titilinn. Los Angeles Sparks vann þá 77-76 sigur á Minnesota Lynx þökk sé sigurkörfu frá Nneka Ogwumike aðeins 3,1 sekúndu fyrir leikslok. Þetta var fyrsti titill Los Angeles Sparks í fjórtán ár en Minnesota Lynx var ríkjandi WNBA-meistari. Candace Parker var með 28 stig og 12 fráköst í úrslitaleiknum og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Candace Parker hefur verið lengi í deildinni en var þarna að vinna sinn fyrsta WNBA-titil. Candace Parker vann á sínum tvo háskólatitla undir stjórn Pat Summitt en hin sigursæla Summitt lést á þessu ári og bandarískir fjölmiðlar voru duglegir að ýja að því að hún hafi verið með Parker í þessum leikjum. Eitt er víst að Candace Parker hefur mátt þola mikla gagnrýni á sínum ferli en þetta er hennar níunda tímabil. Hún hefur tvisvar verið kosin besti leikmaður deildarinnar á ferlinum en nú náði hún loksins í stóra bikarinn. „Ég hefði ekki viljað fara í þetta ferðalag með neinum öðrum. Það er magnað hvað það er gaman að spila þegar þú ert með svona gott fólk í kringum þig,“ sagði Candace Parker. „Ég hef aldrei verið í kringum leikmann sem hefur fengið svona harða gagnrýni. Ég svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Brian Agler, þjálfari nýkrýndra WNBA-meistara. Nneka Ogwumike skoraði 12 stig í lokaleiknum en hún var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. Leikurinn og öll úrslitin voru gríðarlega jöfn. Liðin skiptust sem dæmi 24 sinnum á að hafa forystuna í leiknum í nótt. Maya Moore var með 23 stig og 11 stoðsendingar en liði Minnesota Lynx mistókst að vinna sinn fjórða WNBA-titil og jafna þar með met Houston Comets frá 1997 til 2000.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira