Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 22:27 Steingrímur J. segir þetta rangt, uppspuna frá rótum og lygi. visir/eyþór/stefán „Mér virðist að heimild fyrir þessari frétt sé nafnlaus slúðurvefur. Þetta er einfaldlega rangt, uppspuni og lygi frá rótum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Steingrímur er að tala um fullyrðingar Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar, þess efnis að fyrir lægi einhvers konar samkomulag milli VG og Sjálfstæðisflokks um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. Vísir greindi frá þessu nú fyrr í kvöld, reyndi að ná tali af Steingrími þá til að bera þetta undir hann en hafði ekki erindi sem erfiði – stanslaust var á tali hjá Steingrími, enda hann í önnum: Níu dagar til kosninga. „Á þessum ágæta fundi í Grímsey, þar sem stór hluti fullorðinna íbúa sem staddur var í eyjunni mætti, voru engin orð viðhöfð af minni hálfu um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ég talaði á nákvæmlega sömu nótum um stöðuna í stjórnmálunum að þessu leyti eins og formaður okkar Katrín Jakobsdóttir og við öll höfum gert. Það sem við viljum er að mynda vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Steingrímur sem furðar sig mjög á því að staðhæfingar sem þessar séu settar fram. Í Facebook-pistli Benedikts, þar sem hann segir þetta samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks fyrirliggjandi er tengt í frásögn af vefmiðlinum Vegginn sem lætur sig kosningarnar miklu varða, en þar eru skrif nafnlaus. „Já, mér finnst umhugsunarefni að formenn stjórnmálasamtaka, sem væntanlega ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega, eins og Benedikt Jóhannesson, hlaupi upp með þvætting af þessu tagi. Þegar frumheimildin er jafn augljóslega ómarktæk eins og hér ber raun vitni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Mér virðist að heimild fyrir þessari frétt sé nafnlaus slúðurvefur. Þetta er einfaldlega rangt, uppspuni og lygi frá rótum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Steingrímur er að tala um fullyrðingar Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar, þess efnis að fyrir lægi einhvers konar samkomulag milli VG og Sjálfstæðisflokks um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. Vísir greindi frá þessu nú fyrr í kvöld, reyndi að ná tali af Steingrími þá til að bera þetta undir hann en hafði ekki erindi sem erfiði – stanslaust var á tali hjá Steingrími, enda hann í önnum: Níu dagar til kosninga. „Á þessum ágæta fundi í Grímsey, þar sem stór hluti fullorðinna íbúa sem staddur var í eyjunni mætti, voru engin orð viðhöfð af minni hálfu um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ég talaði á nákvæmlega sömu nótum um stöðuna í stjórnmálunum að þessu leyti eins og formaður okkar Katrín Jakobsdóttir og við öll höfum gert. Það sem við viljum er að mynda vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Steingrímur sem furðar sig mjög á því að staðhæfingar sem þessar séu settar fram. Í Facebook-pistli Benedikts, þar sem hann segir þetta samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks fyrirliggjandi er tengt í frásögn af vefmiðlinum Vegginn sem lætur sig kosningarnar miklu varða, en þar eru skrif nafnlaus. „Já, mér finnst umhugsunarefni að formenn stjórnmálasamtaka, sem væntanlega ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega, eins og Benedikt Jóhannesson, hlaupi upp með þvætting af þessu tagi. Þegar frumheimildin er jafn augljóslega ómarktæk eins og hér ber raun vitni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38