Auka jöfnuð og uppræta fátækt Jón Hákon Halldórsson og Snærós Sindradóttir skrifa 21. október 2016 07:00 Júlíus K. Valdimarsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Inga Sæland og Helgi Helgason eru á lokametrum kosningabaráttunnar. Þau vilja öll með einum eða öðrum hætti auka jöfnuð í samfélaginu. vísir/Anton Brink Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboðin keppast við að vinna traust kjósenda og koma sínum málefnum á framfæri. Nú er allt undir. Júlíus K. Valdimarsson, formaður Húmanistaflokksins, segir flokk sinn grundvallaðan út frá mannréttindum. „Varðandi mannréttindi, þá koma efnahagsmálin númer eitt vegna þess að öll mannréttindabrot eiga sér rætur í broti á efnahagslegum rétti, rétti til að hafa manneskjuleg kjör, húsnæði, aðgang að heilbrigðisþjónustu og slíku. Þetta eru allt mannréttindi og þess vegna er áhersla okkar núna í kosningunum á efnahagsmálin mest,“ segir Júlíus. Hann segir að fyrsta frumvarpið sem flokkurinn myndi leggja fram væri um þjóðpeningakerfi „Er það ekki rétt Júlíus að þessi þjóðpeningastefna er nákvæmlega tillaga Frosta Sigurjónssonar þingmanns okkar Framsóknar sem við höfum meðal annars haldið ráðstefnu um?“ spyr Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Hann segir stefnuna áhugaverða og að Framsóknarflokkurinn sé að skoða hana í samstarfi við forsætisráðuneytið og marga af helstu hagfræðingum heims. „Ég tek undir þetta varðandi þjóðpeningakerfi. Við höfum einmitt lagt fram svipaðar hugmyndir, ef ekki þær sömu,“ segir Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. Sigurður Ingi segir Framsóknarflokkinn leggja mesta áherslu á þrjú kosningamál. Hann nefnir fyrst róttæka uppstokkun á skattkerfinu til að auka hag millistéttarinnar. Hann segir flokkinn vilja skoða nánar þær tillögur sem samráðsvettvangur um aukna hagsæld kynnti fyrr á árinu. „Aftur byggðust þær á tillögum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, OECD og aðrar alþjóðastofnanir hafa bent á að það þurfi að einfalda skattkerfið á Íslandi og taka á því sem við þekkjum hér ágætlega, að fólk með meðaltekjur þarf að sætta sig við það að jaðarskattaáhrif vegna vaxtabóta, barnabóta og annarra þátta gera það að verkum að skattbyrði á þetta fólk er hærri hér en á Norðurlöndunum,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir þetta fela í sér róttæka uppstokkun á kerfinu og Framsóknarflokkurinn vilji að sex mánuðir yrðu teknir í að kortleggja hvernig standa mætti að málum til að tryggja árangurinn sem best. „En líka kanna áhrif á þá hópa sem hugsanlega gætu nýtt sér þetta mjög vel. Eins og bæði námsmenn, þá sem þiggja bætur og þá sem eru í hlutastörfum. Þetta er mjög vinnuhvetjandi,“ segir Sigurður Ingi. Uppræta fátækt Sigurður Ingi segir Framsóknarflokkinn líka hafa skýra sýn á það hvað helst þurfi að gera í heilbrigðismálum á næstu árum. „Í fjármálaáætlun er ríkisstjórnin að bæta 30 milljörðum í á næstu fimm árum. Þeir fara úr 170 milljörðum yfir í 200 milljarða, en við sjáum að það þarf að gera betur,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir Framsóknarflokkinn vilja gera tannlæknakostnað gjaldfrjálsan fyrir aldraða. „Það kostar rúman milljarð að fara með það á sama stað og við vorum á 2005 eða 6 þar sem við niðurgreiddum 80 prósent,“ segir Sigurður Ingi. Þriðja stóra málið sem hann nefnir er endurskoðun peningastefnunnar. „Peningastefnan var sett á laggirnar 2001 í allt öðru hagkerfi en því sem við búum við í dag,“ segir Sigurður Ingi. Markmiðið með endurskoðuninni ætti að vera að draga úr sveiflum í efnahagslífinu.Fjögur um þrenntInga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir tannlæknamál aldraðra og öryrkja í ólestri. „Það hefur ekki verið samið við Sjúkratryggingar Íslands síðan 1996 um tannlækningar fyrir öryrkja og eldri borgara.“ Árið 2003 hafi eitthvað aðeins verið lagt í málaflokkinn. Tannlækningarnar hafi þó aldrei verið niðurgreiddar um 75-80 prósent, eins og Sigurður Ingi heldur fram. „Heldur var það þveröfugt. Þannig að eftir sátu eldri borgarar og öryrkjar oftast heima með tannpínu og gátu ekki leitað sér tannlækninga. Síðan kom reglugerð 2013 eða 14 þar sem var kveðið á um að koma til móts við þetta og leiðrétta en það var samt ekki gert. Meira að segja þeirri reglugerð var ekki fylgt eftir,“ segir Inga. Flokkur fólksins og Íslenska þjóðfylkingin voru stofnuð í ár. Inga Sæland segir aðdragandann að stofnun flokksins hafa verið útgáfa skýrslu UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna á Íslandi. Inga segir skýrsluna hafa leitt í ljós að 9,1 prósent barna líði mismikinn skort. „Þetta er á sjöunda þúsund börn og þar af eru 1.586 börn sem líða mjög mikinn skort á Íslandi í dag.“ Hún segist vera 75 prósent varanlegur öryrki og þekki það að lífsgæði sem mörgum þyki sjálfsögð séu forréttindi fyrir hana. Því vill hún bæta hag þessara barna „En þetta hefur undið upp á sig og stefnan okkar mótaðist skýrt og örugglega. Hún er sterk og núna er áherslan ekki bara á börnin okkar,“ segir hún, heldur sé stefnan líka á að bæta kjör öryrkja og aldraðra. Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir flokkinn líka vilja bæta hag þeirra sem hafa lágar framfærslutekjur. „Við viljum hækka persónuafslátt þannig að skattleysismörk verði um 300 þúsund krónur og við teljum tekjutengingar, hvort sem þær eru á aldraða, öryrkja eða námsmenn, óréttlátar og viljum afnema þær líka,“ segir Helgi. Þá leggur flokkurinn áherslu á heildarendurskoðun í fiskveiðistjórnunarkerfinu, með aukinni áherslu á sóknarkerfi. Einnig vill flokkurinn efla löggæslu. Flokkurinn hefur þó einkum vakið athygli vegna stefnu sinnar í útlendingamálum. „Við viljum herða útlendingalögin,“ segir hann. Hingað komi 500 hælisleitendur á ári, mest ungir karlmenn, og það þurfi að kanna betur.Andvígur íslam„Við viljum taka upp þessa 48 tíma reglu þegar það kemur til dæmis ungur Albani, eða frá löndum sem ekki eru skilgreind sem hættuleg og það er ljóst að viðkomandi á ekki rétt á hæli. En ef þessi maður vill koma hingað og vinna þá er það sjálfsagt mál að hann fari rétta leið, sæki um vinnu og svo framvegis,“ segir Helgi. Íslenska þjóðfylkingin hefur verið gagnrýnd fyrir harða stefnu í málefnum hælisleitenda og sökuð um að vilja loka landamærum og hafa rasískar áherslur. Helgi virðist líta það öðrum augum ef hælisleitendur koma hingað til lands frá stríðshrjáðum svæðum. „Þeir sem koma frá hættusvæðum eiga augljóslega að fá öðruvísi meðferð. Það verður að líta á hvert mál fyrir sig. Ef það kemur upp að viðkomandi er misjafn sauður, gæti verið vígamaður eða slíkt þá að sjálfsögðu ekki. En aðrir, af hverju ekki? Það kemur alveg til greina.“En það er ýmislegt í myndmáli ykkar flokks sem bendir til þess að þið séuð andvíg múslimum. „Já, hugmyndafræði íslams. Þetta öfgaíslam er það sem við viljum passa okkur á. Við viljum ekki öfgaíslam til Íslands.“Viljið þið þá synja öllum múslimum um hæli hér á landi?„Ekkert endilega. Þetta verður að skoðast í hvert skipti. Það er tvenns konar íslam, medína og mekka. Nú man ég ekki hvort er friðsamara og ekki eins öfgafullt og hitt.“Tökum á móti fleirum Íslenska þjóðfylkingin býður aðeins fram í tveimur kjördæmum fyrir komandi kosningar. Mörgum fylgismönnum flokksins hefur verið tíðrætt um að næsti kostur þeirra kjósenda sem eru í öðrum kjördæmum sé þá Flokkur fólksins. Inga segir þessa tvo flokka ekki eiga neitt sameiginlegt í áherslum sínum varðandi útlendingamál. „Nei, við eigum það ekki. Íslendingar eru með stranga innflytjendalöggjöf og við erum að reka virkilega mannvonda stefnu.“ Hún segir fólk koma hingað til landsins og bíða án þess að fá úrskurð um það hvort það er að koma eða fara. „Við erum að horfa upp á það að fólk verður hér ástfangið, eignast börn og er jafnvel búið að fá vinnu þegar Útlendingastofnun mætir og fleygir því út úr landinu. Þetta er mannvond stefna og þess vegna finnst mér algjört grundvallaratriði að við reynum að taka utan um þetta fólk um leið og það kemur og fjalla um mál þess á eins skömmum tíma og mögulegt er. Ef það þarf að gefa og auka fjármagn inn í Útlendingastofnun til þess að gera það þá finnst mér það algjörlega sjálfsagt. Ef við myndum setja okkur í spor þessa fólks þá myndum við ekki vilja láta koma svona fram við okkur,“ segir Inga. Sigurður Ingi segir að halda eigi áfram á þeirri braut sem verið hefur í þessum efnum. „Við erum í fullum færum til að standa eðlilega að því að taka hér á móti fólki. Í ástandi eins og er í dag á Íslandi þurfum við þúsundir manna til að hjálpa okkur að halda kerfinu uppi. Við höfum lagt áherslu á að standa okkar plikt í alþjóðlegum samanburði.“ Júlíus segir að þó það sé dýrt að taka á móti innflytjendum fyrst þá bendi allar rannsóknir til þess að það sé efnahagslegur ávinningur af móttöku þeirra til lengri tíma. Hann segist vonast til að hér verði mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna. „Fólk er hrætt um afkomu sína vegna þess að þið í Þjóðfylkingunni eruð að segja þeim að allt verði tekið af þeim ef flóttafólkið kemur. Þetta fátæka fólk sem varð illa úti í hruninu er fólkið sem þið höfðið vel til og ég skil það vel. En þið verðið að losna við þennan ótta og fara að rótum vandans. Komið með okkur að uppræta þetta fjármálakerfi sem olli hruninu.“Eiga lítinn sénsÞrjú framboðanna mælast ekki inni á Alþingi samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Húmanistar bjóða fram í einu kjördæmi og þjóðfylkingin í tveimur. Júlíus segir að Húmanistar bjóði fram vegna þess að það sé skemmtilegt og mikilvægt sé að rödd þeirra heyrist. Helgi segir það hafa verið mikil vonbrigði að ná ekki að bjóða fram í fleiri kjördæmum. „En það að hafa náð að bjóða fram í þessum tveimur kjördæmum þýðir að flokkurinn er kominn með rætur. Hans rödd mun halda áfram að hljóma. Ef þetta verður svona hér að menn ætli ekki að fara varlega í þessum flóttamanna og hælismálum þá endar þetta eins og það hefur gerst á Norðurlöndunum. Flokkar sem hafa verið að hvetja til varkárni í þessum málum hafa bara stækkað því aðrir eru ekki að hlusta.“ Ingu hefur verið lýst sem stjörnu kosningarbaráttunnar og hún hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sína í sjónvarpi. Kannanir Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis hafa sýnt Flokk fólksins með 3,4 prósent fylgi í hæsta lagi. „Það er mikil þörf fyrir Flokk fólksins og fólk er virkilega farið að trúa og treysta á það sem við erum að gera. Jafnvel þó ég muni kannski ekki fara inn á Alþingi þá mun ég halda áfram að láta heyra í mér og það hlýtur að koma að því að réttlætið fái að sigra og við fáum að vera ein þjóð í landinu okkar. Ekki sérhagsmunaauðvaldið og svo við hin,“ segir Inga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Kosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboðin keppast við að vinna traust kjósenda og koma sínum málefnum á framfæri. Nú er allt undir. Júlíus K. Valdimarsson, formaður Húmanistaflokksins, segir flokk sinn grundvallaðan út frá mannréttindum. „Varðandi mannréttindi, þá koma efnahagsmálin númer eitt vegna þess að öll mannréttindabrot eiga sér rætur í broti á efnahagslegum rétti, rétti til að hafa manneskjuleg kjör, húsnæði, aðgang að heilbrigðisþjónustu og slíku. Þetta eru allt mannréttindi og þess vegna er áhersla okkar núna í kosningunum á efnahagsmálin mest,“ segir Júlíus. Hann segir að fyrsta frumvarpið sem flokkurinn myndi leggja fram væri um þjóðpeningakerfi „Er það ekki rétt Júlíus að þessi þjóðpeningastefna er nákvæmlega tillaga Frosta Sigurjónssonar þingmanns okkar Framsóknar sem við höfum meðal annars haldið ráðstefnu um?“ spyr Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Hann segir stefnuna áhugaverða og að Framsóknarflokkurinn sé að skoða hana í samstarfi við forsætisráðuneytið og marga af helstu hagfræðingum heims. „Ég tek undir þetta varðandi þjóðpeningakerfi. Við höfum einmitt lagt fram svipaðar hugmyndir, ef ekki þær sömu,“ segir Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. Sigurður Ingi segir Framsóknarflokkinn leggja mesta áherslu á þrjú kosningamál. Hann nefnir fyrst róttæka uppstokkun á skattkerfinu til að auka hag millistéttarinnar. Hann segir flokkinn vilja skoða nánar þær tillögur sem samráðsvettvangur um aukna hagsæld kynnti fyrr á árinu. „Aftur byggðust þær á tillögum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, OECD og aðrar alþjóðastofnanir hafa bent á að það þurfi að einfalda skattkerfið á Íslandi og taka á því sem við þekkjum hér ágætlega, að fólk með meðaltekjur þarf að sætta sig við það að jaðarskattaáhrif vegna vaxtabóta, barnabóta og annarra þátta gera það að verkum að skattbyrði á þetta fólk er hærri hér en á Norðurlöndunum,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir þetta fela í sér róttæka uppstokkun á kerfinu og Framsóknarflokkurinn vilji að sex mánuðir yrðu teknir í að kortleggja hvernig standa mætti að málum til að tryggja árangurinn sem best. „En líka kanna áhrif á þá hópa sem hugsanlega gætu nýtt sér þetta mjög vel. Eins og bæði námsmenn, þá sem þiggja bætur og þá sem eru í hlutastörfum. Þetta er mjög vinnuhvetjandi,“ segir Sigurður Ingi. Uppræta fátækt Sigurður Ingi segir Framsóknarflokkinn líka hafa skýra sýn á það hvað helst þurfi að gera í heilbrigðismálum á næstu árum. „Í fjármálaáætlun er ríkisstjórnin að bæta 30 milljörðum í á næstu fimm árum. Þeir fara úr 170 milljörðum yfir í 200 milljarða, en við sjáum að það þarf að gera betur,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir Framsóknarflokkinn vilja gera tannlæknakostnað gjaldfrjálsan fyrir aldraða. „Það kostar rúman milljarð að fara með það á sama stað og við vorum á 2005 eða 6 þar sem við niðurgreiddum 80 prósent,“ segir Sigurður Ingi. Þriðja stóra málið sem hann nefnir er endurskoðun peningastefnunnar. „Peningastefnan var sett á laggirnar 2001 í allt öðru hagkerfi en því sem við búum við í dag,“ segir Sigurður Ingi. Markmiðið með endurskoðuninni ætti að vera að draga úr sveiflum í efnahagslífinu.Fjögur um þrenntInga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir tannlæknamál aldraðra og öryrkja í ólestri. „Það hefur ekki verið samið við Sjúkratryggingar Íslands síðan 1996 um tannlækningar fyrir öryrkja og eldri borgara.“ Árið 2003 hafi eitthvað aðeins verið lagt í málaflokkinn. Tannlækningarnar hafi þó aldrei verið niðurgreiddar um 75-80 prósent, eins og Sigurður Ingi heldur fram. „Heldur var það þveröfugt. Þannig að eftir sátu eldri borgarar og öryrkjar oftast heima með tannpínu og gátu ekki leitað sér tannlækninga. Síðan kom reglugerð 2013 eða 14 þar sem var kveðið á um að koma til móts við þetta og leiðrétta en það var samt ekki gert. Meira að segja þeirri reglugerð var ekki fylgt eftir,“ segir Inga. Flokkur fólksins og Íslenska þjóðfylkingin voru stofnuð í ár. Inga Sæland segir aðdragandann að stofnun flokksins hafa verið útgáfa skýrslu UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna á Íslandi. Inga segir skýrsluna hafa leitt í ljós að 9,1 prósent barna líði mismikinn skort. „Þetta er á sjöunda þúsund börn og þar af eru 1.586 börn sem líða mjög mikinn skort á Íslandi í dag.“ Hún segist vera 75 prósent varanlegur öryrki og þekki það að lífsgæði sem mörgum þyki sjálfsögð séu forréttindi fyrir hana. Því vill hún bæta hag þessara barna „En þetta hefur undið upp á sig og stefnan okkar mótaðist skýrt og örugglega. Hún er sterk og núna er áherslan ekki bara á börnin okkar,“ segir hún, heldur sé stefnan líka á að bæta kjör öryrkja og aldraðra. Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir flokkinn líka vilja bæta hag þeirra sem hafa lágar framfærslutekjur. „Við viljum hækka persónuafslátt þannig að skattleysismörk verði um 300 þúsund krónur og við teljum tekjutengingar, hvort sem þær eru á aldraða, öryrkja eða námsmenn, óréttlátar og viljum afnema þær líka,“ segir Helgi. Þá leggur flokkurinn áherslu á heildarendurskoðun í fiskveiðistjórnunarkerfinu, með aukinni áherslu á sóknarkerfi. Einnig vill flokkurinn efla löggæslu. Flokkurinn hefur þó einkum vakið athygli vegna stefnu sinnar í útlendingamálum. „Við viljum herða útlendingalögin,“ segir hann. Hingað komi 500 hælisleitendur á ári, mest ungir karlmenn, og það þurfi að kanna betur.Andvígur íslam„Við viljum taka upp þessa 48 tíma reglu þegar það kemur til dæmis ungur Albani, eða frá löndum sem ekki eru skilgreind sem hættuleg og það er ljóst að viðkomandi á ekki rétt á hæli. En ef þessi maður vill koma hingað og vinna þá er það sjálfsagt mál að hann fari rétta leið, sæki um vinnu og svo framvegis,“ segir Helgi. Íslenska þjóðfylkingin hefur verið gagnrýnd fyrir harða stefnu í málefnum hælisleitenda og sökuð um að vilja loka landamærum og hafa rasískar áherslur. Helgi virðist líta það öðrum augum ef hælisleitendur koma hingað til lands frá stríðshrjáðum svæðum. „Þeir sem koma frá hættusvæðum eiga augljóslega að fá öðruvísi meðferð. Það verður að líta á hvert mál fyrir sig. Ef það kemur upp að viðkomandi er misjafn sauður, gæti verið vígamaður eða slíkt þá að sjálfsögðu ekki. En aðrir, af hverju ekki? Það kemur alveg til greina.“En það er ýmislegt í myndmáli ykkar flokks sem bendir til þess að þið séuð andvíg múslimum. „Já, hugmyndafræði íslams. Þetta öfgaíslam er það sem við viljum passa okkur á. Við viljum ekki öfgaíslam til Íslands.“Viljið þið þá synja öllum múslimum um hæli hér á landi?„Ekkert endilega. Þetta verður að skoðast í hvert skipti. Það er tvenns konar íslam, medína og mekka. Nú man ég ekki hvort er friðsamara og ekki eins öfgafullt og hitt.“Tökum á móti fleirum Íslenska þjóðfylkingin býður aðeins fram í tveimur kjördæmum fyrir komandi kosningar. Mörgum fylgismönnum flokksins hefur verið tíðrætt um að næsti kostur þeirra kjósenda sem eru í öðrum kjördæmum sé þá Flokkur fólksins. Inga segir þessa tvo flokka ekki eiga neitt sameiginlegt í áherslum sínum varðandi útlendingamál. „Nei, við eigum það ekki. Íslendingar eru með stranga innflytjendalöggjöf og við erum að reka virkilega mannvonda stefnu.“ Hún segir fólk koma hingað til landsins og bíða án þess að fá úrskurð um það hvort það er að koma eða fara. „Við erum að horfa upp á það að fólk verður hér ástfangið, eignast börn og er jafnvel búið að fá vinnu þegar Útlendingastofnun mætir og fleygir því út úr landinu. Þetta er mannvond stefna og þess vegna finnst mér algjört grundvallaratriði að við reynum að taka utan um þetta fólk um leið og það kemur og fjalla um mál þess á eins skömmum tíma og mögulegt er. Ef það þarf að gefa og auka fjármagn inn í Útlendingastofnun til þess að gera það þá finnst mér það algjörlega sjálfsagt. Ef við myndum setja okkur í spor þessa fólks þá myndum við ekki vilja láta koma svona fram við okkur,“ segir Inga. Sigurður Ingi segir að halda eigi áfram á þeirri braut sem verið hefur í þessum efnum. „Við erum í fullum færum til að standa eðlilega að því að taka hér á móti fólki. Í ástandi eins og er í dag á Íslandi þurfum við þúsundir manna til að hjálpa okkur að halda kerfinu uppi. Við höfum lagt áherslu á að standa okkar plikt í alþjóðlegum samanburði.“ Júlíus segir að þó það sé dýrt að taka á móti innflytjendum fyrst þá bendi allar rannsóknir til þess að það sé efnahagslegur ávinningur af móttöku þeirra til lengri tíma. Hann segist vonast til að hér verði mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna. „Fólk er hrætt um afkomu sína vegna þess að þið í Þjóðfylkingunni eruð að segja þeim að allt verði tekið af þeim ef flóttafólkið kemur. Þetta fátæka fólk sem varð illa úti í hruninu er fólkið sem þið höfðið vel til og ég skil það vel. En þið verðið að losna við þennan ótta og fara að rótum vandans. Komið með okkur að uppræta þetta fjármálakerfi sem olli hruninu.“Eiga lítinn sénsÞrjú framboðanna mælast ekki inni á Alþingi samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Húmanistar bjóða fram í einu kjördæmi og þjóðfylkingin í tveimur. Júlíus segir að Húmanistar bjóði fram vegna þess að það sé skemmtilegt og mikilvægt sé að rödd þeirra heyrist. Helgi segir það hafa verið mikil vonbrigði að ná ekki að bjóða fram í fleiri kjördæmum. „En það að hafa náð að bjóða fram í þessum tveimur kjördæmum þýðir að flokkurinn er kominn með rætur. Hans rödd mun halda áfram að hljóma. Ef þetta verður svona hér að menn ætli ekki að fara varlega í þessum flóttamanna og hælismálum þá endar þetta eins og það hefur gerst á Norðurlöndunum. Flokkar sem hafa verið að hvetja til varkárni í þessum málum hafa bara stækkað því aðrir eru ekki að hlusta.“ Ingu hefur verið lýst sem stjörnu kosningarbaráttunnar og hún hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sína í sjónvarpi. Kannanir Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis hafa sýnt Flokk fólksins með 3,4 prósent fylgi í hæsta lagi. „Það er mikil þörf fyrir Flokk fólksins og fólk er virkilega farið að trúa og treysta á það sem við erum að gera. Jafnvel þó ég muni kannski ekki fara inn á Alþingi þá mun ég halda áfram að láta heyra í mér og það hlýtur að koma að því að réttlætið fái að sigra og við fáum að vera ein þjóð í landinu okkar. Ekki sérhagsmunaauðvaldið og svo við hin,“ segir Inga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Kosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira