Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2016 17:12 „Mér finnst ógeðslegt að sjá þessi skrif og það hvernig fólk horfir á hlutina og reynir að toga þá í einhverjum pólitískum tilgangi,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis um umræðu sem hefur skapast í tengslum við fréttaflutning af símtali Sturlu Pálssonar til eiginkonu sinnar Helgu Jónsdóttur í miðju bankahruninu. Sturla er framkvæmdastjóri markaðssviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands en árið 2012 viðurkenndi hann í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara að hafa brotið trúnað með því að hringja í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur, sem var á þeim tíma lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, í miðju bankahruninu árið 2008 og sagt henni frá því að mögulega yrði einum af bönkunum þremur bjargað og að Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, væri búinn að gefast upp.Bent hefur verið á að Helga tilheyrir Engeyjarættinni en Guðrún Sveinsdóttir, móðir hennar, er systir Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar.Sjá einnig:Reyndir ritstjórar rífast vegna Engeyjartengingar „Þetta er bara ógeðslegt, ég get ekki annað sagt, sagði Bjarni Benediktsson um þessa umræðu í Reykjavík síðdegis.Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands.VísirHann sagði að hér hefði átt sér stað mikil rannsókn á eftirhrunsárum þar sem Rannsóknarnefnd Alþingis hefði fengið víðtækar rannsóknarheimildir, mun meiri en áður hefur þekkst, til að velta við hverjum steini í rannsókn á aðdraganda hrunsins. Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara hefðu einnig lagst í rannsóknir á hrunmálum. Fjöldi mála hefðu verið send í kærumeðferð, hundruð manna hafi verið hleruð og mörg málanna endað í ákæruferli. Hann spurði hvort menn haldi að slitastjórnir föllnu bankanna hafi ekki skoðað hvort eitthvað misjafnt hafi átt sér stað fyrir og eftir hrun til að gæta hagsmuna kröfuhafanna. Bjarni var augljóslega ósáttur við þessa umræðu og sagði einnig að ekkert nýtt hefði komið fram í Kastljósþættinum í gærkvöldi, sem einnig var fjallað um í kvöldfréttum Stöðvar 2, og nefndi þar símtal Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um neyðarlán til Kaupþings.Bjarni vandar Birni Val Gíslasyni ekki kveðjurnar.Vísir / GVA„Mér finnst nú nokkuð augljóst að menn hafi setið á þessu og plantað því síðan núna í miðja kosningabaráttuna til að rugla menn í ríminu og setja anda hrunsins yfir síðustu daga fyrir kosningar,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ef menn skoðuðuð hvað þarna væri verið að segja og hvaðan það kemur þá sé augljóst að skjalið sem var vitnað í eigi uppruna sinn hjá sérstökum saksóknara. „En mér fannst gefið í skyn í þessum þætti, og ég heyri það og sé að það eru kunnugleg andlit vinstri manna sem spretta fram eftir þennan þátt menn eins og Björn Valur Gíslason, einn aðalmaðurinn í Landsdómsákærumálinu sem er ein mesta skömm okkar Íslendinga á eftirhrunsárunum, og segja nú þarf að rannsaka og skoða og eflaust þarf að saksækja og ákæra. Þetta vekur allt með manni óhug og óbragð. Það er ekkert í þessu máli sem hefur ekki verið skoðað í bak og fyrir. Hafi einhvers staðar verið ástæða til að taka málin á næsta stig þá hefur það verið gert og engin ástæða til að velta fyrir sér á nokkurn hátt að þessi átta ára gömlu mál séu enn óskoðuð,“ sagði Bjarni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Árni Páll Árnason rifjar í tilefni af fréttum kvöldsins upp þegar Davíð Oddsson kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. 19. október 2016 23:16 Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin "Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ 20. október 2016 16:05 Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
„Mér finnst ógeðslegt að sjá þessi skrif og það hvernig fólk horfir á hlutina og reynir að toga þá í einhverjum pólitískum tilgangi,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis um umræðu sem hefur skapast í tengslum við fréttaflutning af símtali Sturlu Pálssonar til eiginkonu sinnar Helgu Jónsdóttur í miðju bankahruninu. Sturla er framkvæmdastjóri markaðssviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands en árið 2012 viðurkenndi hann í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara að hafa brotið trúnað með því að hringja í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur, sem var á þeim tíma lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, í miðju bankahruninu árið 2008 og sagt henni frá því að mögulega yrði einum af bönkunum þremur bjargað og að Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, væri búinn að gefast upp.Bent hefur verið á að Helga tilheyrir Engeyjarættinni en Guðrún Sveinsdóttir, móðir hennar, er systir Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar.Sjá einnig:Reyndir ritstjórar rífast vegna Engeyjartengingar „Þetta er bara ógeðslegt, ég get ekki annað sagt, sagði Bjarni Benediktsson um þessa umræðu í Reykjavík síðdegis.Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands.VísirHann sagði að hér hefði átt sér stað mikil rannsókn á eftirhrunsárum þar sem Rannsóknarnefnd Alþingis hefði fengið víðtækar rannsóknarheimildir, mun meiri en áður hefur þekkst, til að velta við hverjum steini í rannsókn á aðdraganda hrunsins. Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara hefðu einnig lagst í rannsóknir á hrunmálum. Fjöldi mála hefðu verið send í kærumeðferð, hundruð manna hafi verið hleruð og mörg málanna endað í ákæruferli. Hann spurði hvort menn haldi að slitastjórnir föllnu bankanna hafi ekki skoðað hvort eitthvað misjafnt hafi átt sér stað fyrir og eftir hrun til að gæta hagsmuna kröfuhafanna. Bjarni var augljóslega ósáttur við þessa umræðu og sagði einnig að ekkert nýtt hefði komið fram í Kastljósþættinum í gærkvöldi, sem einnig var fjallað um í kvöldfréttum Stöðvar 2, og nefndi þar símtal Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um neyðarlán til Kaupþings.Bjarni vandar Birni Val Gíslasyni ekki kveðjurnar.Vísir / GVA„Mér finnst nú nokkuð augljóst að menn hafi setið á þessu og plantað því síðan núna í miðja kosningabaráttuna til að rugla menn í ríminu og setja anda hrunsins yfir síðustu daga fyrir kosningar,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ef menn skoðuðuð hvað þarna væri verið að segja og hvaðan það kemur þá sé augljóst að skjalið sem var vitnað í eigi uppruna sinn hjá sérstökum saksóknara. „En mér fannst gefið í skyn í þessum þætti, og ég heyri það og sé að það eru kunnugleg andlit vinstri manna sem spretta fram eftir þennan þátt menn eins og Björn Valur Gíslason, einn aðalmaðurinn í Landsdómsákærumálinu sem er ein mesta skömm okkar Íslendinga á eftirhrunsárunum, og segja nú þarf að rannsaka og skoða og eflaust þarf að saksækja og ákæra. Þetta vekur allt með manni óhug og óbragð. Það er ekkert í þessu máli sem hefur ekki verið skoðað í bak og fyrir. Hafi einhvers staðar verið ástæða til að taka málin á næsta stig þá hefur það verið gert og engin ástæða til að velta fyrir sér á nokkurn hátt að þessi átta ára gömlu mál séu enn óskoðuð,“ sagði Bjarni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Árni Páll Árnason rifjar í tilefni af fréttum kvöldsins upp þegar Davíð Oddsson kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. 19. október 2016 23:16 Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin "Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ 20. október 2016 16:05 Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Árni Páll Árnason rifjar í tilefni af fréttum kvöldsins upp þegar Davíð Oddsson kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. 19. október 2016 23:16
Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin "Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ 20. október 2016 16:05
Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent