Að eignast eða eignast ekki börn, hugleiðing um ófrjósemi Helga Björg Arnardóttir skrifar 20. október 2016 13:15 Að eignast eða eignast ekki börn, er spurning sem flestir standa frammi fyrir einhvern tíma á ævinni. Það reynist því miður samt all nokkrum fjölda fólks erfiðara að eignast börnin en að svara spurningunni. Hvað gerir maður í þeirri stöðu? Jú, maður leitar sér aðstoðar. Ég var ein af þeim. Ég var búin að tikka í boxið „eignast barn“ í huganum, við hjónin búin að reyna framkvæmdahliðina á því í tvö ár áður en við stóðum fyrir framan Art Medica, tilbúin til að taka næsta skref. Á þeim tíma, eins og nú, var þetta eini valkosturinn hérlendis fyrir mig að fá aðstoð. Gott og vel. Í þeirri eins og hálfs árs samvinnu sem ég átti með Art Medica vann ég stóra lottóvinninginn, til varð barn. Ég var ein af þeim heppnu. Að standa í þessum sporum er erfitt fyrir alla viðkomandi. Andlegt álag er mikið þar sem trekk í trekk er maður minntur á að ekki sé þetta að ganga, enginn draumur að rætast í þetta skiptið og fyrir liggi að hefja meðferð aftur. Líkamlegt álag er einnig mikið, hormónakokteilar sem breyta manni í tifandi tímasprengju eina stundina og andlega rúst hina stundina. Svo koma fjárhagsáhyggjurnar. Það er ekkert grín fyrir budduna að standa í þessu. Það ár sem ég stóð í þessum sporum var verð á glasafrjóvgun hérlendis 294 þús en er núna 455 þús (verð miðast við fyrstu meðferð, sem er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum). Ái. Á þessum tíma hafa orðið framfarir á þessum meðferðum, en þetta er engu að síður dýrt. Og þetta er verð fyrir utan lyfjakostnaðinn sem þessu fylgir. Það svíður að standa eða hafa staðið í þessum sporum. Það svíður enn meira þegar maður les um það að eina klíníkin sem sinnir þessum málaflokki á landinu hafi tekið 350 milljón króna arð út úr fyrirtækinu á árunum 2013-2015. Þetta er vont. Þessar arðgreiðslur eru hirtar út úr eymd og erfiðleikum fólks sem glímir við ófrjóssemi. Þrátt fyrir að Björt framtíð sé opin fyrir fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðisgeiranum, þá finnst okkur þetta ekki í lagi. Björt framtíð leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni. Það er val að eignast barn eða ekki. Ef þú hins vegar þarft aðstoð og ert ekki fjársterkur, þá hefur þú ekki það val. Þannig er staðan í dag. Það er vont. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Að eignast eða eignast ekki börn, er spurning sem flestir standa frammi fyrir einhvern tíma á ævinni. Það reynist því miður samt all nokkrum fjölda fólks erfiðara að eignast börnin en að svara spurningunni. Hvað gerir maður í þeirri stöðu? Jú, maður leitar sér aðstoðar. Ég var ein af þeim. Ég var búin að tikka í boxið „eignast barn“ í huganum, við hjónin búin að reyna framkvæmdahliðina á því í tvö ár áður en við stóðum fyrir framan Art Medica, tilbúin til að taka næsta skref. Á þeim tíma, eins og nú, var þetta eini valkosturinn hérlendis fyrir mig að fá aðstoð. Gott og vel. Í þeirri eins og hálfs árs samvinnu sem ég átti með Art Medica vann ég stóra lottóvinninginn, til varð barn. Ég var ein af þeim heppnu. Að standa í þessum sporum er erfitt fyrir alla viðkomandi. Andlegt álag er mikið þar sem trekk í trekk er maður minntur á að ekki sé þetta að ganga, enginn draumur að rætast í þetta skiptið og fyrir liggi að hefja meðferð aftur. Líkamlegt álag er einnig mikið, hormónakokteilar sem breyta manni í tifandi tímasprengju eina stundina og andlega rúst hina stundina. Svo koma fjárhagsáhyggjurnar. Það er ekkert grín fyrir budduna að standa í þessu. Það ár sem ég stóð í þessum sporum var verð á glasafrjóvgun hérlendis 294 þús en er núna 455 þús (verð miðast við fyrstu meðferð, sem er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum). Ái. Á þessum tíma hafa orðið framfarir á þessum meðferðum, en þetta er engu að síður dýrt. Og þetta er verð fyrir utan lyfjakostnaðinn sem þessu fylgir. Það svíður að standa eða hafa staðið í þessum sporum. Það svíður enn meira þegar maður les um það að eina klíníkin sem sinnir þessum málaflokki á landinu hafi tekið 350 milljón króna arð út úr fyrirtækinu á árunum 2013-2015. Þetta er vont. Þessar arðgreiðslur eru hirtar út úr eymd og erfiðleikum fólks sem glímir við ófrjóssemi. Þrátt fyrir að Björt framtíð sé opin fyrir fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðisgeiranum, þá finnst okkur þetta ekki í lagi. Björt framtíð leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni. Það er val að eignast barn eða ekki. Ef þú hins vegar þarft aðstoð og ert ekki fjársterkur, þá hefur þú ekki það val. Þannig er staðan í dag. Það er vont.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar