Brandarar, bolamyndir og almenn gleði eftir að Derrick Rose var sýknaður af hópnauðgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2016 12:00 Derrick Rose, lögmaður hans og einn kviðdómenda hress og kát eftir réttarhöldin í gær. mynd/twitter NBA-stjarnan Derrick Rose, leikmaður New York Knicks, var í gær sýknaður ásamt vinum sínum Randall Hampton og Ryan Allen af hópnauðgun sem átti sér stað árið 2013. Vinirnir voru ákærðir fyrir að brjótast inn í hús stúlku sem Rose var í sambandi með og nauðga henni er hún lá nær meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju. Hún sakaði þremenningana einnig um að hafa byrlað sér ólyfjan. Eftir þriggja tíma samræður kviðdómenda fyrir luktum dyrum ákváðu konurnar sex og karlmennirnir tveir sem voru með framtíð Rose og vina hans í lúkunum að sýkna strákana.Allir hressir Kviðdómendum fannst framburður stúlkunnar ekki trúverðugur. Þvert á móti var niðurstaða kviðdómsins einróma um að sönnunargögnin sýndu að stúlkan tók virkan þátt í hópkynlífinu með Rose og hinum tveimur þetta örlagaríka kvöld fyrir þremur árum. Atburðarásin sem átti sér stað eftir að dómurinn var kveðinn upp og dómarinn sagði Rose að hann gæti gengið út sem frjáls maður var í meira lagi furðuleg. Stúlkan gróf höfuð sitt í höndum sér er dómarinn sló á létta strengi, sekúndum eftir að slá hamarnum í borðið. „Ég óska þér alls hins besta, nema þegar Knicks mæta Lakers,“ sagði dómarinn Michael W. Fitzgerald léttu og kátur, en réttarhöldin fóru fram í Los Angeles og er dómarinn stuðningsmaður Lakers-liðsins..... https://t.co/q7WiQm3BKK pic.twitter.com/Chx0zPYOuo— Kenny Ducey (@KennyDucey) October 19, 2016 „Ég er mjög ánægður með að kerfið virkað. Það er ótrúlegt að ein kona og lygar hennar geta skapað svona mikil vandræði fyrir þrjá menn,“ sagði Michael Monica, lögmaður Rose, við fjölmiðla er þeir gengu úr réttarsalnum. Hann tætti svo fjölmiðla í sig fyrir hlutdrægan fréttaflutning af málinu. LA-Times greinir frá. Stúlkan sem ásakaði Rose og félaga talaði ekki við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Lögmaður hennar hélt heldur enga ræðu. Hann sagðist bara ekki skilja þennan úrskurð og yfirgaf svæðið með hraði. Það sem gerðist eftir þetta hefur vakið upp mikla reiði en nokkrir af þeim kviðdómendum sem sýknuðu Derrick Rose fengu bolamynd af sér með NBA-stjörnunni. „Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Derrick Rose og lögmaður hans hressir og kátir með kviðdómendum eftir úrskurð,“ skrifaði Joel Rubin, blaðamaður LA Times, á Twitter-síðu sína og birti mynd af atvikinu. Jared Diamond, blaðamaður Wall Street Journal, varð einnig vitni að atvikinu og hafði lítinn húmor fyrir því hvernig kviðdómendur létu eftir réttarhöldin. „Kviðdómendur eru að stilla sér upp fyrir myndatöku með Derrick Rose og dómarinn reitti af sér brandara í réttarsalnum. En auðvitað er nauðgunarmenning ekkert vandamál,“ skrifaði Jared Diamond. Derrick Rose yfirgaf Chicago Bulls í sumar og gekk í raðir New York Knicks en hann getur nú byrjað nýtt tímabil með nýju liði sem frjáls maður í næstu viku.Don't see this every day. @drose and atty posing with giddy jurors after verdict. #DoevRose pic.twitter.com/hbmxnPnyf6— Joel Rubin (@joelrubin) October 19, 2016 The jurors are posing for pictures with Derrick Rose and the judge is cracking jokes in the courtroom, but sure, rape culture doesn't exist.— Jared Diamond (@jareddiamond) October 19, 2016 NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
NBA-stjarnan Derrick Rose, leikmaður New York Knicks, var í gær sýknaður ásamt vinum sínum Randall Hampton og Ryan Allen af hópnauðgun sem átti sér stað árið 2013. Vinirnir voru ákærðir fyrir að brjótast inn í hús stúlku sem Rose var í sambandi með og nauðga henni er hún lá nær meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju. Hún sakaði þremenningana einnig um að hafa byrlað sér ólyfjan. Eftir þriggja tíma samræður kviðdómenda fyrir luktum dyrum ákváðu konurnar sex og karlmennirnir tveir sem voru með framtíð Rose og vina hans í lúkunum að sýkna strákana.Allir hressir Kviðdómendum fannst framburður stúlkunnar ekki trúverðugur. Þvert á móti var niðurstaða kviðdómsins einróma um að sönnunargögnin sýndu að stúlkan tók virkan þátt í hópkynlífinu með Rose og hinum tveimur þetta örlagaríka kvöld fyrir þremur árum. Atburðarásin sem átti sér stað eftir að dómurinn var kveðinn upp og dómarinn sagði Rose að hann gæti gengið út sem frjáls maður var í meira lagi furðuleg. Stúlkan gróf höfuð sitt í höndum sér er dómarinn sló á létta strengi, sekúndum eftir að slá hamarnum í borðið. „Ég óska þér alls hins besta, nema þegar Knicks mæta Lakers,“ sagði dómarinn Michael W. Fitzgerald léttu og kátur, en réttarhöldin fóru fram í Los Angeles og er dómarinn stuðningsmaður Lakers-liðsins..... https://t.co/q7WiQm3BKK pic.twitter.com/Chx0zPYOuo— Kenny Ducey (@KennyDucey) October 19, 2016 „Ég er mjög ánægður með að kerfið virkað. Það er ótrúlegt að ein kona og lygar hennar geta skapað svona mikil vandræði fyrir þrjá menn,“ sagði Michael Monica, lögmaður Rose, við fjölmiðla er þeir gengu úr réttarsalnum. Hann tætti svo fjölmiðla í sig fyrir hlutdrægan fréttaflutning af málinu. LA-Times greinir frá. Stúlkan sem ásakaði Rose og félaga talaði ekki við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Lögmaður hennar hélt heldur enga ræðu. Hann sagðist bara ekki skilja þennan úrskurð og yfirgaf svæðið með hraði. Það sem gerðist eftir þetta hefur vakið upp mikla reiði en nokkrir af þeim kviðdómendum sem sýknuðu Derrick Rose fengu bolamynd af sér með NBA-stjörnunni. „Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Derrick Rose og lögmaður hans hressir og kátir með kviðdómendum eftir úrskurð,“ skrifaði Joel Rubin, blaðamaður LA Times, á Twitter-síðu sína og birti mynd af atvikinu. Jared Diamond, blaðamaður Wall Street Journal, varð einnig vitni að atvikinu og hafði lítinn húmor fyrir því hvernig kviðdómendur létu eftir réttarhöldin. „Kviðdómendur eru að stilla sér upp fyrir myndatöku með Derrick Rose og dómarinn reitti af sér brandara í réttarsalnum. En auðvitað er nauðgunarmenning ekkert vandamál,“ skrifaði Jared Diamond. Derrick Rose yfirgaf Chicago Bulls í sumar og gekk í raðir New York Knicks en hann getur nú byrjað nýtt tímabil með nýju liði sem frjáls maður í næstu viku.Don't see this every day. @drose and atty posing with giddy jurors after verdict. #DoevRose pic.twitter.com/hbmxnPnyf6— Joel Rubin (@joelrubin) October 19, 2016 The jurors are posing for pictures with Derrick Rose and the judge is cracking jokes in the courtroom, but sure, rape culture doesn't exist.— Jared Diamond (@jareddiamond) October 19, 2016
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti