Bjarni mættur á Bessastaði: Á von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 10:04 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 10 í morgun en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson boðaði í gær alla formenn þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi á fund til sín í dag. Mætir Bjarni fyrstur og síðan Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og svo koma formenn flokkanna koll af kolli í stærðarröð ef svo má segja, en Guðni boðaði flokkanna til sín eftir því hversu mikið fylgi þeir hlutu í kosningunum. Í samtali við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun sagðist Bjarni eiga von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið þar sem hann sæi ekki aðra raunhæfa kosti í stöðunni. Aðspurður kvaðst hann hafa rætt óformlega við nokkra leiðtoga stjórnmálaflokkanna en engar formlegar viðræður eru hafnar. „Ég geri svona frekar ráð fyrir því verð ég að segja í ljósi niðurstöðu kosninganna ég sé engan annan kost í sjálfu sér þó ég leyfi mér að horfa á mál frá mínum bæjarhól það finnst mér lýðræðislegasta niðurstaðan,“ sagði Bjarni um það hvort hann búist við því að fá umboðið.Bjarni ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í morgun.vísir/friðrik þórÞá sagði Bjarni að stjórnarmyndunarviðræður ættu ekki að dragast á langinn umfram það sem nauðsynlegt væri. „Ísland er ekki í kreppu, Ísland er í engri krísu. Það gengur vel, fólk hefur atvinnu, hér er hagvöxtur og það er nokkuð bjart framundan, fjárlög með afgangi og stefnir í góðan afgang á næsta ári. Hvað þetta snertir ætti að vera tiltölulega auðvelt að mynda ríkisstjórn en vissulega þá þarf fleiri en tvo til og ég er sannfærður um að það þurfi ekkert að taka mjög langan tíma.“ Fréttablaðið greindi meðal annars frá því í dag að Bjarni hefði rætt við Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar í gær um mögulega ríkisstjórn þeirra og Viðreisnar. Í Bítinu í morgun var Óttarr svo spurður út í símtalið og sagði hann að þeir Bjarni hefðu heyrst „bara til að spekúlera hvernig landið lægi,“ eins og hann orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosningunum og 21 þingmann kjörinn. Minnsti flokkurinn á þingi er Samfylkingin en hún hlaut 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Oddný Harðardóttir formaður flokksins mætir því seinust til Bessastaða í dag, eða klukkan 16. Viðbúið er að forsetinn veiti ekki neinum umboðið fyrr en að hann hefur hitt formenn allra flokkanna í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 10 í morgun en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson boðaði í gær alla formenn þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi á fund til sín í dag. Mætir Bjarni fyrstur og síðan Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og svo koma formenn flokkanna koll af kolli í stærðarröð ef svo má segja, en Guðni boðaði flokkanna til sín eftir því hversu mikið fylgi þeir hlutu í kosningunum. Í samtali við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun sagðist Bjarni eiga von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið þar sem hann sæi ekki aðra raunhæfa kosti í stöðunni. Aðspurður kvaðst hann hafa rætt óformlega við nokkra leiðtoga stjórnmálaflokkanna en engar formlegar viðræður eru hafnar. „Ég geri svona frekar ráð fyrir því verð ég að segja í ljósi niðurstöðu kosninganna ég sé engan annan kost í sjálfu sér þó ég leyfi mér að horfa á mál frá mínum bæjarhól það finnst mér lýðræðislegasta niðurstaðan,“ sagði Bjarni um það hvort hann búist við því að fá umboðið.Bjarni ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í morgun.vísir/friðrik þórÞá sagði Bjarni að stjórnarmyndunarviðræður ættu ekki að dragast á langinn umfram það sem nauðsynlegt væri. „Ísland er ekki í kreppu, Ísland er í engri krísu. Það gengur vel, fólk hefur atvinnu, hér er hagvöxtur og það er nokkuð bjart framundan, fjárlög með afgangi og stefnir í góðan afgang á næsta ári. Hvað þetta snertir ætti að vera tiltölulega auðvelt að mynda ríkisstjórn en vissulega þá þarf fleiri en tvo til og ég er sannfærður um að það þurfi ekkert að taka mjög langan tíma.“ Fréttablaðið greindi meðal annars frá því í dag að Bjarni hefði rætt við Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar í gær um mögulega ríkisstjórn þeirra og Viðreisnar. Í Bítinu í morgun var Óttarr svo spurður út í símtalið og sagði hann að þeir Bjarni hefðu heyrst „bara til að spekúlera hvernig landið lægi,“ eins og hann orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosningunum og 21 þingmann kjörinn. Minnsti flokkurinn á þingi er Samfylkingin en hún hlaut 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Oddný Harðardóttir formaður flokksins mætir því seinust til Bessastaða í dag, eða klukkan 16. Viðbúið er að forsetinn veiti ekki neinum umboðið fyrr en að hann hefur hitt formenn allra flokkanna í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47
Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00