Bjóða Tim Duncan velkominn í ljúfa lífið | Sjáið þessa auglýsingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2016 18:30 Tim Duncan. Vísir/Getty Tim Duncan lagði skóna á hilluna í sumar eftir magnaðan nítján ára feril með San Antonio Spurs í NBA-deildinni þar sem hann varð meðal annars NBA-meistari fimm sinnum. Duncan spilaði allan feril sinn með liði San Antonio Spurs sem tók hann með fyrsta valrétti í nýliðavalinu 1997. Tim Duncan varð NBA-meistari með San Antonio Spurs 1999, 2003, 2005, 2007 og 2014 og náði því að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð frá 2002 til 2003. Tim Duncan varð fertugur síðasta vor og gaf greinilega eftir á síðasta tímabili. Það kom því ekkert sérstaklega á óvart að hann hafi ákveðið að setja skóna upp á hillu. Stórmarkaðurinn HEB í San Antonio er einn af stóru styrktaraðilum San Antonio Spurs en fyrirtækið rekur yfir 350 verslanir í Texas og norðaustur Mexíkó. Leikmenn Spurs hafa verið duglegir að koma fram í auglýsingum á vegum HEB og Tim Duncan fer á kostum í nýrri auglýsingu þar sem koma einnig fram margar af goðsögnum San Antonio Spurs í gegnum tíðina. Leikmenn eins og David Robinson, Sean Elliott og George Gervin bjóða Duncan þá velkominn í ljúf lífið hjá eftirlaunaþegum Spurs-liðsins. Treyjur þeirra Robinson, Elliott og Gervin eru allar komnar upp í rjáfur hjá Spurs og treyja Duncan verður þar einnig áður langt um líður. Það er hægt að sjá þessa skemmtilegu auglýsingu hér fyrir neðan.The #TimDuncan commercial you've waited for is here! #GoSpursGo @spurs https://t.co/KhQMqcFyXs pic.twitter.com/kqIVjDTErL— H-E-B (@HEB) October 30, 2016 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Tim Duncan lagði skóna á hilluna í sumar eftir magnaðan nítján ára feril með San Antonio Spurs í NBA-deildinni þar sem hann varð meðal annars NBA-meistari fimm sinnum. Duncan spilaði allan feril sinn með liði San Antonio Spurs sem tók hann með fyrsta valrétti í nýliðavalinu 1997. Tim Duncan varð NBA-meistari með San Antonio Spurs 1999, 2003, 2005, 2007 og 2014 og náði því að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð frá 2002 til 2003. Tim Duncan varð fertugur síðasta vor og gaf greinilega eftir á síðasta tímabili. Það kom því ekkert sérstaklega á óvart að hann hafi ákveðið að setja skóna upp á hillu. Stórmarkaðurinn HEB í San Antonio er einn af stóru styrktaraðilum San Antonio Spurs en fyrirtækið rekur yfir 350 verslanir í Texas og norðaustur Mexíkó. Leikmenn Spurs hafa verið duglegir að koma fram í auglýsingum á vegum HEB og Tim Duncan fer á kostum í nýrri auglýsingu þar sem koma einnig fram margar af goðsögnum San Antonio Spurs í gegnum tíðina. Leikmenn eins og David Robinson, Sean Elliott og George Gervin bjóða Duncan þá velkominn í ljúf lífið hjá eftirlaunaþegum Spurs-liðsins. Treyjur þeirra Robinson, Elliott og Gervin eru allar komnar upp í rjáfur hjá Spurs og treyja Duncan verður þar einnig áður langt um líður. Það er hægt að sjá þessa skemmtilegu auglýsingu hér fyrir neðan.The #TimDuncan commercial you've waited for is here! #GoSpursGo @spurs https://t.co/KhQMqcFyXs pic.twitter.com/kqIVjDTErL— H-E-B (@HEB) October 30, 2016
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira