Ræddu saman í síma í gær Snærós Sindradóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 31. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé takast í hendur. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig tveimur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósent fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Samfylkingin galt afhroð, fékk þrjá þingmenn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Framsóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Viðreisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosningabaráttunni. Afdráttarlausar yfirlýsingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnarmyndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita því hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmyndunarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig tveimur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósent fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Samfylkingin galt afhroð, fékk þrjá þingmenn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Framsóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Viðreisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosningabaráttunni. Afdráttarlausar yfirlýsingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnarmyndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita því hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmyndunarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira