Hvaða málamiðlanir geta flokkarnir gert? Snærós Sindradóttir skrifar 31. október 2016 08:00 Mögulegar stjórnir Fyrir kosningar tók Björt framtíð þátt í samstarfsumleitunum Pírata, Vinstri grænna, og Samfylkingar og lýsti yfir vilja til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Björt framtíð er eini flokkurinn af þessum fjórum sem ekki hefur útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði mynduð væri hún með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í lykilstöðu til stjórnarmyndunar er staða flokksins þröng vegna lítils samstarfsvilja annarra flokka. Flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, gætu því hæglega knúið fram mikilvægar málamiðlanir þrátt fyrir smæð sína. Það er nærri hægt að slá því föstu að hugmyndir Viðreisnar um myntráð verði slegnar af borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands og hverskonar daður við evru kæmi ekki til greina. Hins vegar er líklegt að flokkarnir tveir geri það að ófrávíkjanlegu skilyrði að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag kemur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata ekki til greina. Það hefur enn frekar verið staðfest nú um helgina af hálfu beggja flokka. Róttækar hugmyndir Pírata um kerfisbreytingar leggjast illa í Sjálfstæðisflokkinn en einnig ríkir persónuleg óvild á milli Bjarna Benediktssonar og Birgittu Jónsdóttur sem nærri ómögulegt gæti reynst að brúa. Slík stjórn er útilokuð. Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins renni hýru auga til Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir þykir góður samstarfsmaður þvert á flokka og litlar málamiðlanir þyrfti að gera í Evrópumálum. Mikið ber á milli flokkanna í sýn á rekstur hins opinbera. Stærsta ljónið í vegi þess samstarfs eru þó flokksmenn Vinstri grænna sem seint myndu taka það í mál að starfa með erkióvininum í íslenskum stjórnmálum. Eða eins og Katrín orðaði það sjálf, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund sinna félaga og mælt með stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Fyrir kosningar tók Björt framtíð þátt í samstarfsumleitunum Pírata, Vinstri grænna, og Samfylkingar og lýsti yfir vilja til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Björt framtíð er eini flokkurinn af þessum fjórum sem ekki hefur útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði mynduð væri hún með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í lykilstöðu til stjórnarmyndunar er staða flokksins þröng vegna lítils samstarfsvilja annarra flokka. Flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, gætu því hæglega knúið fram mikilvægar málamiðlanir þrátt fyrir smæð sína. Það er nærri hægt að slá því föstu að hugmyndir Viðreisnar um myntráð verði slegnar af borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands og hverskonar daður við evru kæmi ekki til greina. Hins vegar er líklegt að flokkarnir tveir geri það að ófrávíkjanlegu skilyrði að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag kemur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata ekki til greina. Það hefur enn frekar verið staðfest nú um helgina af hálfu beggja flokka. Róttækar hugmyndir Pírata um kerfisbreytingar leggjast illa í Sjálfstæðisflokkinn en einnig ríkir persónuleg óvild á milli Bjarna Benediktssonar og Birgittu Jónsdóttur sem nærri ómögulegt gæti reynst að brúa. Slík stjórn er útilokuð. Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins renni hýru auga til Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir þykir góður samstarfsmaður þvert á flokka og litlar málamiðlanir þyrfti að gera í Evrópumálum. Mikið ber á milli flokkanna í sýn á rekstur hins opinbera. Stærsta ljónið í vegi þess samstarfs eru þó flokksmenn Vinstri grænna sem seint myndu taka það í mál að starfa með erkióvininum í íslenskum stjórnmálum. Eða eins og Katrín orðaði það sjálf, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund sinna félaga og mælt með stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira