Helgi Hrafn: Lýsir virðingarleysi fyrir þrískiptingu valds að útiloka myndun minnihlutastjórnar Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 20:52 Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati. Vísir/Anton Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir að þeir flokkar sem hafni setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberi einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi. Þetta segir Helgi Hrafn í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir það ekki vera vandamál að finna út úr myndun ríkisstjórnar við þær annars mjög svo áhugaverðu aðstæður sem hafi myndast eftir kosningar. „Það sem þvælist fyrir þeirri einföldu spurningu er eingöngu sú hjátrú Íslendinga að stjórnir séu ekki mögulegar nema þær hafi meirihluta þings, eða með öðrum orðum, að ríkisstjórnin þurfi að vera yfirmaður þingsins því annars gangi ekki neitt og allt fari strax í hnút. Þetta er einungis satt ef fyrirfram er útilokað að stjórnmálamenn geti gert málamiðlanir, fundið sameiginlega fleti á málum fyrirfram, síað út það sem verður óhjákvæmilega einungis til trafala en hefur ekki raunhæfa möguleika á að ná í gegn og verið í samskiptum við hvora aðra áður en allt er komið í bál og brand vegna samskiptaleysis og derrings. Minnihlutastjórnir eru neyddar til að haga sér betur, einmitt vegna þess að þær eru í minnihluta. Alþingi er löggjafarvaldið samkvæmt stjórnarskrá, samkvæmt þrískiptingu valdsins og samkvæmt almennri orðræðu í stjórnmálum. Það er því vandamál, sem fólk ætti að taka alvarlega, að hefðirnar fyrirskipi að einungis með því að framselja í reynd löggjafarvaldið til framkvæmdavaldsins sé hægt að hafa framkvæmdavald sem treysti sér til starfsins. Sú staðreynd að menn telji minnihlutastjórnir ómögulegar er sjálf áfellisdómur yfir stjórnmálamenningunni. Það er sjálfsagt að flokkar treysti sér ekki í minnihlutasamstarf með flokkum sem þeir einfaldlega ná ekki saman við, en þeir flokkar sem hafna setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberar einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi,“ segir Helgi. Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir að þeir flokkar sem hafni setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberi einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi. Þetta segir Helgi Hrafn í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir það ekki vera vandamál að finna út úr myndun ríkisstjórnar við þær annars mjög svo áhugaverðu aðstæður sem hafi myndast eftir kosningar. „Það sem þvælist fyrir þeirri einföldu spurningu er eingöngu sú hjátrú Íslendinga að stjórnir séu ekki mögulegar nema þær hafi meirihluta þings, eða með öðrum orðum, að ríkisstjórnin þurfi að vera yfirmaður þingsins því annars gangi ekki neitt og allt fari strax í hnút. Þetta er einungis satt ef fyrirfram er útilokað að stjórnmálamenn geti gert málamiðlanir, fundið sameiginlega fleti á málum fyrirfram, síað út það sem verður óhjákvæmilega einungis til trafala en hefur ekki raunhæfa möguleika á að ná í gegn og verið í samskiptum við hvora aðra áður en allt er komið í bál og brand vegna samskiptaleysis og derrings. Minnihlutastjórnir eru neyddar til að haga sér betur, einmitt vegna þess að þær eru í minnihluta. Alþingi er löggjafarvaldið samkvæmt stjórnarskrá, samkvæmt þrískiptingu valdsins og samkvæmt almennri orðræðu í stjórnmálum. Það er því vandamál, sem fólk ætti að taka alvarlega, að hefðirnar fyrirskipi að einungis með því að framselja í reynd löggjafarvaldið til framkvæmdavaldsins sé hægt að hafa framkvæmdavald sem treysti sér til starfsins. Sú staðreynd að menn telji minnihlutastjórnir ómögulegar er sjálf áfellisdómur yfir stjórnmálamenningunni. Það er sjálfsagt að flokkar treysti sér ekki í minnihlutasamstarf með flokkum sem þeir einfaldlega ná ekki saman við, en þeir flokkar sem hafna setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberar einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi,“ segir Helgi.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira