„Þetta er alltaf frábært fyrir okkur“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2016 02:36 „Þetta er alltaf frábært fyrir okkur. Þetta er alltaf frábær árangur, alveg sama hvernig er litið á það,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Pírata, á kosningavöku flokksins á Bryggjunni fyrr í nótt. Þegar þetta er ritað eru Píratar með 14,1 prósent og níu þingmenn inni. Í síðustu kosningum fengu þeir 5,1 prósent og þrjá menn kjörna. Helgi sagði ekki hægt að lítast illa á niðurstöðuna eins og staðan er í dag. Spurður hvort hún væri vonbrigði miðað hvað Píratar mældust með mikið fylgi í skoðanakönnunum sagði hann svo ekki vera. Flokkurinn hafði farið afar hratt upp í skoðanakönnunum á sínum tíma og vitað væri að hann gæti farið jafn hratt niður. Hann sagði það vera auðvitað óskandi að fara hærra. „En þetta er stórsigur, alveg sama hvað og við erum í ótrúlegri lúxusstöðu að geta spurt hvort þetta var stór sigur eða stór stórsigur.“ Helgi mun nú vinna fyrir flokk Pírata og miðla af sinni þingreynslu innan flokksins. Þannig verði hægt að styrkja innviði hans sem Helgi segir ekki hafa verið búna undir þetta stökk í vinsældum á sínum tíma. Nú sé hægt að byggja brú milli hins almenna kjósanda og þingsins.Hægt er að heyra lengri útgáfu af viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Þetta er alltaf frábært fyrir okkur. Þetta er alltaf frábær árangur, alveg sama hvernig er litið á það,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Pírata, á kosningavöku flokksins á Bryggjunni fyrr í nótt. Þegar þetta er ritað eru Píratar með 14,1 prósent og níu þingmenn inni. Í síðustu kosningum fengu þeir 5,1 prósent og þrjá menn kjörna. Helgi sagði ekki hægt að lítast illa á niðurstöðuna eins og staðan er í dag. Spurður hvort hún væri vonbrigði miðað hvað Píratar mældust með mikið fylgi í skoðanakönnunum sagði hann svo ekki vera. Flokkurinn hafði farið afar hratt upp í skoðanakönnunum á sínum tíma og vitað væri að hann gæti farið jafn hratt niður. Hann sagði það vera auðvitað óskandi að fara hærra. „En þetta er stórsigur, alveg sama hvað og við erum í ótrúlegri lúxusstöðu að geta spurt hvort þetta var stór sigur eða stór stórsigur.“ Helgi mun nú vinna fyrir flokk Pírata og miðla af sinni þingreynslu innan flokksins. Þannig verði hægt að styrkja innviði hans sem Helgi segir ekki hafa verið búna undir þetta stökk í vinsældum á sínum tíma. Nú sé hægt að byggja brú milli hins almenna kjósanda og þingsins.Hægt er að heyra lengri útgáfu af viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira