Helga missti af kosningavöku Dögunar vegna fýluferðar upp í RÚV Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 01:49 Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar. Vísir/ernir Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir þær tölur sem hafi verið kynntar hafa valdið sér miklum vonbrigðum. „Þetta er minna en við vorum að sjá í könnunum. Þjóðin var greinilega ekki tilbúin í þær lausnir sem við vorum með. Ég er hins vegar afskaplega stolt af kosningabaráttunni og frambjóðendum flokksins.“ Samkvæmt nýjustu tölum er Dögun með 1,4 prósenta fylgi á landsvísu. Helga segist að stórum hluta hafa misst af kosningavöku Dögunar í Borgartúni þar sem hún var boðuð í húsnæði RÚV í Efstaleiti ásamt öðrum formönnum flokka. Þegar til kastanna kom voru einungis þeir formenn í útsendingunni sem mælast með þingmenn inni. Helga hafði þá verið send í smink og látin bíða í dágóða stund áður en hún var send heim. „Það voru margir farnir heim þegar ég mætti aftur í veisluna. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það leiðinlegt að missa af henni þar mikið var um ræður og fleira.“ Helga segir Dögun hafa upplifað oft áður í kosningabaráttunni að komast ekki í fjölmiðla. „Við komumst fyrst á Stöð 2 í kvöld, í einhverjum skemmtiþætti. Maður hefur ekki komist mikið að hljóðnemanum og það er erfitt þegar maður brennir fyrir málefnunum sem maður vill tala um. Við vorum sett í tossabekk í gær á RÚV þar sem við vorum ekki búin að skora í könnunum.“ Helga segir Dögun hafa rekið mjög skemmtilega og heiðarlega kosningabaráttu. „Við ákváðum að hafa gaman af og fyrst og fremst tala um okkar málefni og ekki vera með eitthvert skítkast.“ Hún segir að ekki hafi verið mikið rætt hvað taki við hjá Dögun að þessum kosningum loknum. „Við höfum ekki náð að ræða framhaldið.“Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis. Kosningar 2016 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Sjá meira
Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir þær tölur sem hafi verið kynntar hafa valdið sér miklum vonbrigðum. „Þetta er minna en við vorum að sjá í könnunum. Þjóðin var greinilega ekki tilbúin í þær lausnir sem við vorum með. Ég er hins vegar afskaplega stolt af kosningabaráttunni og frambjóðendum flokksins.“ Samkvæmt nýjustu tölum er Dögun með 1,4 prósenta fylgi á landsvísu. Helga segist að stórum hluta hafa misst af kosningavöku Dögunar í Borgartúni þar sem hún var boðuð í húsnæði RÚV í Efstaleiti ásamt öðrum formönnum flokka. Þegar til kastanna kom voru einungis þeir formenn í útsendingunni sem mælast með þingmenn inni. Helga hafði þá verið send í smink og látin bíða í dágóða stund áður en hún var send heim. „Það voru margir farnir heim þegar ég mætti aftur í veisluna. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það leiðinlegt að missa af henni þar mikið var um ræður og fleira.“ Helga segir Dögun hafa upplifað oft áður í kosningabaráttunni að komast ekki í fjölmiðla. „Við komumst fyrst á Stöð 2 í kvöld, í einhverjum skemmtiþætti. Maður hefur ekki komist mikið að hljóðnemanum og það er erfitt þegar maður brennir fyrir málefnunum sem maður vill tala um. Við vorum sett í tossabekk í gær á RÚV þar sem við vorum ekki búin að skora í könnunum.“ Helga segir Dögun hafa rekið mjög skemmtilega og heiðarlega kosningabaráttu. „Við ákváðum að hafa gaman af og fyrst og fremst tala um okkar málefni og ekki vera með eitthvert skítkast.“ Hún segir að ekki hafi verið mikið rætt hvað taki við hjá Dögun að þessum kosningum loknum. „Við höfum ekki náð að ræða framhaldið.“Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis.
Kosningar 2016 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Sjá meira