Helga missti af kosningavöku Dögunar vegna fýluferðar upp í RÚV Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 01:49 Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar. Vísir/ernir Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir þær tölur sem hafi verið kynntar hafa valdið sér miklum vonbrigðum. „Þetta er minna en við vorum að sjá í könnunum. Þjóðin var greinilega ekki tilbúin í þær lausnir sem við vorum með. Ég er hins vegar afskaplega stolt af kosningabaráttunni og frambjóðendum flokksins.“ Samkvæmt nýjustu tölum er Dögun með 1,4 prósenta fylgi á landsvísu. Helga segist að stórum hluta hafa misst af kosningavöku Dögunar í Borgartúni þar sem hún var boðuð í húsnæði RÚV í Efstaleiti ásamt öðrum formönnum flokka. Þegar til kastanna kom voru einungis þeir formenn í útsendingunni sem mælast með þingmenn inni. Helga hafði þá verið send í smink og látin bíða í dágóða stund áður en hún var send heim. „Það voru margir farnir heim þegar ég mætti aftur í veisluna. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það leiðinlegt að missa af henni þar mikið var um ræður og fleira.“ Helga segir Dögun hafa upplifað oft áður í kosningabaráttunni að komast ekki í fjölmiðla. „Við komumst fyrst á Stöð 2 í kvöld, í einhverjum skemmtiþætti. Maður hefur ekki komist mikið að hljóðnemanum og það er erfitt þegar maður brennir fyrir málefnunum sem maður vill tala um. Við vorum sett í tossabekk í gær á RÚV þar sem við vorum ekki búin að skora í könnunum.“ Helga segir Dögun hafa rekið mjög skemmtilega og heiðarlega kosningabaráttu. „Við ákváðum að hafa gaman af og fyrst og fremst tala um okkar málefni og ekki vera með eitthvert skítkast.“ Hún segir að ekki hafi verið mikið rætt hvað taki við hjá Dögun að þessum kosningum loknum. „Við höfum ekki náð að ræða framhaldið.“Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis. Kosningar 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir þær tölur sem hafi verið kynntar hafa valdið sér miklum vonbrigðum. „Þetta er minna en við vorum að sjá í könnunum. Þjóðin var greinilega ekki tilbúin í þær lausnir sem við vorum með. Ég er hins vegar afskaplega stolt af kosningabaráttunni og frambjóðendum flokksins.“ Samkvæmt nýjustu tölum er Dögun með 1,4 prósenta fylgi á landsvísu. Helga segist að stórum hluta hafa misst af kosningavöku Dögunar í Borgartúni þar sem hún var boðuð í húsnæði RÚV í Efstaleiti ásamt öðrum formönnum flokka. Þegar til kastanna kom voru einungis þeir formenn í útsendingunni sem mælast með þingmenn inni. Helga hafði þá verið send í smink og látin bíða í dágóða stund áður en hún var send heim. „Það voru margir farnir heim þegar ég mætti aftur í veisluna. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það leiðinlegt að missa af henni þar mikið var um ræður og fleira.“ Helga segir Dögun hafa upplifað oft áður í kosningabaráttunni að komast ekki í fjölmiðla. „Við komumst fyrst á Stöð 2 í kvöld, í einhverjum skemmtiþætti. Maður hefur ekki komist mikið að hljóðnemanum og það er erfitt þegar maður brennir fyrir málefnunum sem maður vill tala um. Við vorum sett í tossabekk í gær á RÚV þar sem við vorum ekki búin að skora í könnunum.“ Helga segir Dögun hafa rekið mjög skemmtilega og heiðarlega kosningabaráttu. „Við ákváðum að hafa gaman af og fyrst og fremst tala um okkar málefni og ekki vera með eitthvert skítkast.“ Hún segir að ekki hafi verið mikið rætt hvað taki við hjá Dögun að þessum kosningum loknum. „Við höfum ekki náð að ræða framhaldið.“Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis.
Kosningar 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira