Helgi segir kjósendur ekki hafa verið að hafna málflutningi Íslensku þjóðfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 00:41 Helgi Helgason, formaður Íslenku þjóðfylkingarinnar. Vísir Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að liðsmenn flokksins hefðu auðvitað viljað að kosningarnar hefðu komið betur út fyrir flokkinn, þegar hann er spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum hins vegar ekkert að gefast upp og ætlum að halda áfram. Flokkurinn er ekkert dauður þó að þetta hafi gerst núna,“ segir Helgi. Flokkurinn bauð einungis fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut flokkurinn 0,8 prósent fylgi í Suðurkjördæmi og 0,2 prósent í Norðvesturkjördæmi. Hann segir ástæðu slæms gengis flokksins vera „þessi brotsjór sem reið yfir [flokkinn] af fólki sem var þar inni á eigin egói en ekki af hugsjón.Sjá einnig: Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir „Það gerði það að verkum að við náðum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er fyrst og fremst það sem stuðlar að því að við fáum kannski ekki góða útkomu í þeim kjördæmum sem við bjóðum fram í.“Voru kjósendur bara ekki að hafna ykkar málflutningi, þar sem ekki tókst að safna nægum undirskriftum og fáið ekki meira fylgi en raun ber vitni í þeim kjördæmum þar sem þið buðuð fram?„Nei, alls ekki. Þessar undirskriftir sem okkur vantaði upp á í Reykjavík, voru bara ekkert í húsi hjá okkur. Þær voru í höndum þessa fólks sem af einhverjum ástæðum ákvað að ganga hér út.“ Hann segist vel geta ímyndað sér að flokkurinn bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við ætlum að endurskipuleggja flokkinn og halda áfram. Við erum með ágætis skrifstofuaðstöðu sem við munum áfram vera í og halda baráttunni áfram. Ég bendi á að Sannir Finnar – margir vilja líkja okkur við aðra flokka á Norðurlöndum sem hafa verið með sambærilegan málflutning í útlendingamálum – þeir voru fimmtán ár að ná sér á strik.“Hyggst þú starfa áfram sem formaður?„Það verður bara að koma í ljós. Nú ætlum við að sofa á þessu og fara svo í að endurskipuleggja flokkinn. Hvort að ég verði hér áfram formaður, það er aukaatriði. Aðalatriðið eru hugsjónirnar sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Helgi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08 Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46 Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07 Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15 Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að liðsmenn flokksins hefðu auðvitað viljað að kosningarnar hefðu komið betur út fyrir flokkinn, þegar hann er spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum hins vegar ekkert að gefast upp og ætlum að halda áfram. Flokkurinn er ekkert dauður þó að þetta hafi gerst núna,“ segir Helgi. Flokkurinn bauð einungis fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut flokkurinn 0,8 prósent fylgi í Suðurkjördæmi og 0,2 prósent í Norðvesturkjördæmi. Hann segir ástæðu slæms gengis flokksins vera „þessi brotsjór sem reið yfir [flokkinn] af fólki sem var þar inni á eigin egói en ekki af hugsjón.Sjá einnig: Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir „Það gerði það að verkum að við náðum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er fyrst og fremst það sem stuðlar að því að við fáum kannski ekki góða útkomu í þeim kjördæmum sem við bjóðum fram í.“Voru kjósendur bara ekki að hafna ykkar málflutningi, þar sem ekki tókst að safna nægum undirskriftum og fáið ekki meira fylgi en raun ber vitni í þeim kjördæmum þar sem þið buðuð fram?„Nei, alls ekki. Þessar undirskriftir sem okkur vantaði upp á í Reykjavík, voru bara ekkert í húsi hjá okkur. Þær voru í höndum þessa fólks sem af einhverjum ástæðum ákvað að ganga hér út.“ Hann segist vel geta ímyndað sér að flokkurinn bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við ætlum að endurskipuleggja flokkinn og halda áfram. Við erum með ágætis skrifstofuaðstöðu sem við munum áfram vera í og halda baráttunni áfram. Ég bendi á að Sannir Finnar – margir vilja líkja okkur við aðra flokka á Norðurlöndum sem hafa verið með sambærilegan málflutning í útlendingamálum – þeir voru fimmtán ár að ná sér á strik.“Hyggst þú starfa áfram sem formaður?„Það verður bara að koma í ljós. Nú ætlum við að sofa á þessu og fara svo í að endurskipuleggja flokkinn. Hvort að ég verði hér áfram formaður, það er aukaatriði. Aðalatriðið eru hugsjónirnar sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Helgi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08 Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46 Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07 Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15 Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08
Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46
Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07
Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent