Haukar og Valur sendu Grindavíkurstelpur niður í botnsætið | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 21:02 Haukar og Valur komust bæði upp fyrir Grindavík eftir heimasigra í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kom við á leik Stjörnunnar og Keflavíkur annarsvegar og leik Vals og Njarðvíkur hinsvegar. Það má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Haukar og Valur voru í tveimur neðstu sætunum fyrir umferðina en komust bæði upp fyrir Grindavík sem er nú í neðsta sæti deildarinnar. Haukakonur unnu sjö stiga sigur á Grindavík, 65-58, á Ásvöllum. Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið með því að vinna þriðja leikhlutann 15-8. Bjarni Magnússon stýrði Grindavík þarna í fyrsta sinn í deildinni en varð að sætta sig við tap á móti sínu gamla liði. Bjarni þjálfaði Haukaliðið í nokkur ár. Michelle Nicole Mitchell var með 23 stig og 13 fráköst hjá Haukum og Rósa Björk Pétursdóttir bætti við 13 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Ashley Grimes var yfirburðarleikmaður í liði Grindavíkur með 27 stig og 10 fráköst. Haukaliðið hefur nú unnið tvo heimaleiki í röð og þrjá af fjóra heimaleikjum liðsins í deildinni í vetur. Valskonur unnu á sama tíma 19 stiga heimasigur á Njarðvík, 74-55, á heimavelli sínum en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas í leiknum og munaði mikið um það. var með 26 stig og 17 fráköst fyrir Val, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 14 stig og Dagbjörg Samúelsdóttir var með 12 stig. Björk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Keflavíkurkonur komust upp að hlið Snæfelli á toppnum eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 72-57. Dominique Hudson skoraði 20 stig fyrir Keflavíkurliðið, Erna Hákonardóttir skoraði 12 stig og hin sextán ára Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Bríet Sif Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 10 stig.Úrslitin og stigaskor úr öllum leikjum Domino´s deildarinnar í kvöld:Haukar-Grindavík 65-58 (11-13, 21-21, 15-8, 18-16)Haukar: Michelle Nicole Mitchell 23/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Magdalena Gísladóttir 8/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5.Grindavík: Ashley Grimes 27/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 8/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 5/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.Stjarnan-Keflavík 57-72 (14-15, 14-23, 13-20, 16-14)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/14 fráköst/5 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2.Keflavík: Dominique Hudson 20/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5.Snæfell-Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-8)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Valur-Njarðvík 74-55 (13-12, 26-16, 16-18, 19-9)Valur: Mia Loyd 26/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdóttir 2.Njarðvík: Björk Gunnarsdóttir 15, Soffía Rún Skúladóttir 11, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 4/8 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.Njarðvíkingurinn María Jónsdóttir í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Eyþór Dominos-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Haukar og Valur komust bæði upp fyrir Grindavík eftir heimasigra í áttundu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kom við á leik Stjörnunnar og Keflavíkur annarsvegar og leik Vals og Njarðvíkur hinsvegar. Það má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Haukar og Valur voru í tveimur neðstu sætunum fyrir umferðina en komust bæði upp fyrir Grindavík sem er nú í neðsta sæti deildarinnar. Haukakonur unnu sjö stiga sigur á Grindavík, 65-58, á Ásvöllum. Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið með því að vinna þriðja leikhlutann 15-8. Bjarni Magnússon stýrði Grindavík þarna í fyrsta sinn í deildinni en varð að sætta sig við tap á móti sínu gamla liði. Bjarni þjálfaði Haukaliðið í nokkur ár. Michelle Nicole Mitchell var með 23 stig og 13 fráköst hjá Haukum og Rósa Björk Pétursdóttir bætti við 13 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum. Ashley Grimes var yfirburðarleikmaður í liði Grindavíkur með 27 stig og 10 fráköst. Haukaliðið hefur nú unnið tvo heimaleiki í röð og þrjá af fjóra heimaleikjum liðsins í deildinni í vetur. Valskonur unnu á sama tíma 19 stiga heimasigur á Njarðvík, 74-55, á heimavelli sínum en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas í leiknum og munaði mikið um það. var með 26 stig og 17 fráköst fyrir Val, Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 14 stig og Dagbjörg Samúelsdóttir var með 12 stig. Björk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig. Keflavíkurkonur komust upp að hlið Snæfelli á toppnum eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 72-57. Dominique Hudson skoraði 20 stig fyrir Keflavíkurliðið, Erna Hákonardóttir skoraði 12 stig og hin sextán ára Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Bríet Sif Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 10 stig.Úrslitin og stigaskor úr öllum leikjum Domino´s deildarinnar í kvöld:Haukar-Grindavík 65-58 (11-13, 21-21, 15-8, 18-16)Haukar: Michelle Nicole Mitchell 23/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 9, Magdalena Gísladóttir 8/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5.Grindavík: Ashley Grimes 27/10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 8/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 5/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 1.Stjarnan-Keflavík 57-72 (14-15, 14-23, 13-20, 16-14)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 21/14 fráköst/5 stoðsendingar/9 stolnir/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2.Keflavík: Dominique Hudson 20/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5.Snæfell-Skallagrímur 72-57 (18-10, 20-23, 15-16, 19-8)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 34/10 fráköst/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 18/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst/8 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 1/5 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.Valur-Njarðvík 74-55 (13-12, 26-16, 16-18, 19-9)Valur: Mia Loyd 26/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdóttir 2.Njarðvík: Björk Gunnarsdóttir 15, Soffía Rún Skúladóttir 11, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, María Jónsdóttir 4/9 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 4/8 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.Njarðvíkingurinn María Jónsdóttir í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Eyþór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira