Bjarni greindi forsetanum frá stöðu mála í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2016 19:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með forseta Íslands í dag og gerði honum grein fyrir stöðu mála og þeirri fyrirætlan sinni að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir lok þessarar viku. Bjarni vill þriggja flokka stjórn með rúman meirihluta. Bjarni Benediktsson hefur nú haft stjórnarmyndunarumboðið í sex daga. Hann heldur en öllum mögleikum opnum varðandi samstarf við aðra flokka. Bjarni hefur fundað með formönnum annarra flokka og metið stöðuna með þingflokki sínum. Honum þætti best að það kæmu ekki fleiri en þrír flokkar að ríkisstjórn. Hann telji meirihlut með Viðreisn og Bjatri framtíð og veikan en það málefnin ráði ferðinni.Ertu að bera víurnar svolítið í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar. En á hinn bóginn væri það ríkisstjórn sem myndi spanna meiri breidd í pólitíkinni. Og kannski við þær aðstæður sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru tveir stærstu flokkar á þingivisir/anton brinkVon á formlegum viðræðum í þessari viku Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru enn ekki hafnar en Bjarni segir að þær hljóti að hefjast í þessari viku. „Það gæti hrokkið í það hvenær sem er ef ég og viðkomandi komumst að þeirri niðurstöðu að við séum tilbúin að láta á það reyna. En ég ætla líka að vera búinn að gera forsetanum grein fyrir því hvernig ég met stöðuna,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann hitt síðan forsetann eftir hádegi í dag. Það er greinilegt að Bjarni hefur áhuga á samstarfi við Vinstri græn en Katrín Jakobsdóttir formaður VG hefur ekki tekið vel í slíkt samstarf opinberlega og lýst vilja til að mynda vinstristjórn. Það er því ekki sjálfgefið að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn. „Það er ekkert gefið í þessu. Ég og minn þingflokkur erum ekki að hugsa um það að mynda bara einhvern veginn stjórn til þess eins að mynda stjórn,“ segir Bjarni. Það þurfi að mynda sterka ríkisstjórn til að taka á stöðunni á vinnumarkaði og það þurfi að finna leiðir til að setja fjármuni í uppbyggingu innviða án þess að fara framúr sér í nýjum útgjöldum. „Að mynda sterka stjórn er markmiðið og ég er enn vongóður um að það geti tekist,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með forseta Íslands í dag og gerði honum grein fyrir stöðu mála og þeirri fyrirætlan sinni að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir lok þessarar viku. Bjarni vill þriggja flokka stjórn með rúman meirihluta. Bjarni Benediktsson hefur nú haft stjórnarmyndunarumboðið í sex daga. Hann heldur en öllum mögleikum opnum varðandi samstarf við aðra flokka. Bjarni hefur fundað með formönnum annarra flokka og metið stöðuna með þingflokki sínum. Honum þætti best að það kæmu ekki fleiri en þrír flokkar að ríkisstjórn. Hann telji meirihlut með Viðreisn og Bjatri framtíð og veikan en það málefnin ráði ferðinni.Ertu að bera víurnar svolítið í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar. En á hinn bóginn væri það ríkisstjórn sem myndi spanna meiri breidd í pólitíkinni. Og kannski við þær aðstæður sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru tveir stærstu flokkar á þingivisir/anton brinkVon á formlegum viðræðum í þessari viku Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru enn ekki hafnar en Bjarni segir að þær hljóti að hefjast í þessari viku. „Það gæti hrokkið í það hvenær sem er ef ég og viðkomandi komumst að þeirri niðurstöðu að við séum tilbúin að láta á það reyna. En ég ætla líka að vera búinn að gera forsetanum grein fyrir því hvernig ég met stöðuna,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann hitt síðan forsetann eftir hádegi í dag. Það er greinilegt að Bjarni hefur áhuga á samstarfi við Vinstri græn en Katrín Jakobsdóttir formaður VG hefur ekki tekið vel í slíkt samstarf opinberlega og lýst vilja til að mynda vinstristjórn. Það er því ekki sjálfgefið að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn. „Það er ekkert gefið í þessu. Ég og minn þingflokkur erum ekki að hugsa um það að mynda bara einhvern veginn stjórn til þess eins að mynda stjórn,“ segir Bjarni. Það þurfi að mynda sterka ríkisstjórn til að taka á stöðunni á vinnumarkaði og það þurfi að finna leiðir til að setja fjármuni í uppbyggingu innviða án þess að fara framúr sér í nýjum útgjöldum. „Að mynda sterka stjórn er markmiðið og ég er enn vongóður um að það geti tekist,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19
Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05